Vikan - 19.04.1956, Blaðsíða 6
Hann ætlaði að byrja nýtt líf og grímuballið skyldi
verða einskonar kveðjuhátíð. En hann varð...
W
Astfanginn upp
fyrir höfuð!
DICK MORTON húkti á bekknum vrnd-
ir klukkunni í skemmtigarðinum og
var ótrúlega vesældarlegur á svipinn.
Mörg glappaskotin hafði hann gert um
ævina, en þetta kórónaði þau öll. t gær
hafði hann heitið því á sjálfan sig að snúa
við blaðinu, hætta þessu tilgangslausa
hringli. Hann hafði verið búinn að játa
það umbúðalaust fyrir sjálfum sér, að
hann yrði að taka sér tak, að viðurkenna
það í eitt skipti fyrir öll, að aðstæður
hans voru gjörbreyttar. Hann var hættur
að vera Dick Morton, sonur hins vellríka
framkvæmdamanns Sir Gerards Morton.
Sá tími var liðinn. Hann var einfaldlega
ungur atvinnulaus maður, sem átti ná-
kvæmlega sjö pund og þrjá shillinga í
eigu sinni. Já, Sir Gerard var látinn —
blessuð veri minning hans — og hann
hafði ekki reynst alveg eins ríkur og
menn höfðu ætlað. Dánarbúið hafði satt
að segja naumast átt fyrir skuldum.
Það hafði tekið Dick dálítinn tíma að
átta sig á þessu, og það var kannski ekki
nema vonlegt. Hann hafði haldið áfram
að umgangast sama fólkið — reynt það að
minnsta kosti svona ósjálfrátt. Og svo
hafði hann vaknað við það einn góðan veð-
urdag, að hann gat ekki skotið því lengur
á frest að viðurkenna staðreyndimar.
Hann varð að vinna til þess að geta lifað;
hann átti enga samleið lengur með fólkinu,
sem gat eytt himdruðum króna í eina
kvöldmáltíð.
Þetta hafði hann verið búinn að gera
sér ljóst í gær, og hann hafði raunar verið
búinn að sætta sig við það. Hann hafði
að vísu engar sannanir fyrir því ennþá,
en það gat ekki verið beinlínis lífshættu-
legt að vinna fyrir sér. Þegar öllu var á
botninn hvolft, voru þeir ansi margir í
henni veröld, sem það gerðu.
Og svo hafði hann þurft að fá þetta
boðsbréf. Hann hafði verið byrjaður að
pakka niður í töskima, þegar pósturinn
barði að dyrum og fékk homun bréfið.
Það var boð frá Barböru Evans. Hún
ætlaði að efna til grímudansleiks á óðalinu
sínu blessunin, og hún kvaðst vona að
„hennar kæri Dick“ gerði henni þann heið-
ur að koma.
Það hafði verið nógu fallega gert af
Barböru að bjóða honum. Það var óhrekj-
anleg staðreynd, að kunningjum hans hafði
fækkað furðulega fljótt, eftir að það varð
lýðum ljóst, að hann fengi ekki túskild-
ing eftir pabba sinn. Barbara var mesta
tryggðatröll.
Hann hafði setið með boðsbréfið lengi,
áður en hann tók ákvörðun. Fyrst hafði
hann fleygt því beint í bréfakörfuna. Og
svo hafði hann hugsað sem svo, að eitt
boð enn skipti ekki miklu máli, hann gæti
litið á þennan grímudansleik sem einskon-
ar kveðjusamsæti fyrir sjálfan sig.
Hann dæsti og kveikti sér í sígarettu.
Já, hugsaði hann beisklega, sjaldan brást
honum bogalistin! Að þurfa að vera að
álpast í þessa veislu! Ef hann hefði ekki
farið, væri hann núna kominn eitthvað
út í buskann, byrjaður að leita sér að
vinnu, byrjaður að leggja grundvöllinn
undir það líf, sem hann yrði að lifa í
framtíðinni, hvort sem honum líkaði bet-
ur eða verr. Og í staðinn hafði hann eitt
þremur pundum í að leigja sér grímubún-
ing, farið til veislunnar eins og hertogi
— og orðið ástfanginn upp fyrir höfuð!
Hann hafði séð hana rétt fyrir framan
forstofudymar. Hún hafði blasað við hon-
um um leið og hann steig út úr leigubíln-
um. Hún hafði hallað sér upp að einni
steinsúlimni undir svölunum og horft út
í myrkrið.
Hann hafði strax orðið ástfanginn, já,
á einu augabragði. Þar var honrnn sann-
arlega rétt lýst! Hún hafði verið svo
einstaklega fögur í grímubúningnum. Hún
hafði verið í einkennisbúningi bílstjóra,
verið í samskonar búningi og bílstjóram-
ir, sem faðir hans sálugi hafði haft í
þjónustu sinni. Hún var í svörtum reið-
buxum og svörtum stígvélum og tvíhneppt-
um svörtum einkennisjakka, sem hneppt-
ur var upp í háls. Hún var með svart kast-
skeyti og undan því gægðust rauðir lokk-
ar.
Hann hafði horft á hana drykklanga
stund, og svo hafði hann ekki vitað fyrri
til en hann var kominn til hennar og
búinn að kynna sig og spyrja, hvort hann
mætti hafa heiðurinn af því að leiða hana
inn.
Hún hafði horft undrandi á hann; það
var ekki nema eðlilegt að verða undrandi
yfir svona framhleypni. Eitt andartak
hafði hann verið hræddur um, að hún
mundi neita. En svo hafði hún brosað
allt í einu og sagt: „Jú, þökk fyrir,
kannski ég leyfi yður að vera borðherrann
minn.“ Og þau höfðu dansað saman fram
á morgun.
Hann stóð á fætur og byrjaði að ganga
fram og aftur imdir klukkunni. Þvílíkur
erkibjálfi hann gat alltaf verið! Þokkaleg
byrjun eða hitt þó heldur að byrja á því
að verða ástfanginn!
Fl
SINIMUM DÓ HAIMIM
UNGUR liSsforingl fékk kúlu
g-egnum hálsinn i áhlaupi
á þýzkt virki. Honum vildi þaS
1 til lífs að félagar hans töldu
hann dauðann og létu hann
liggja. Blóðið storknaði í sár-
inu, vegna þess að hann var
meðvitundarlaus og lú þar af
leiðandi grafkyrr. Það bjargg.ði
semsagt lífi hans, að hann var
látinn afskiptalaus.
Daginn eftir sáu liðsmenn
hans hendi veifa úr valnum,
og þegar myrkraði sóttu þeir
hinn sœrða liðsforingja. Hann
var fluttur í sjúkrahús her-
deildarinnar, og þegar ég gekk
fram hjá rúmi hans með öðr-
um lækni, tókum við eftir því,
að hann var að kafna. Við gerð-
um á honum lífgunartilraunir
— og í þetta skipti bjargaði
það lífi hans, að honum var
tafarlaust sinnt.
Nokkum dögum seinna barst
skipun um að flytja alla sjúkl-
inga, sem á annað borð væri
óhætt að hreyfa, til Englands.
Liðsforinginn var sendur með
spítalaskipinu AngUu, sem varð
fyrir tundurskeyti á Ermar-
sundi, og vinur okkar fór í
sjóinn.
Sjómaður í björgimarbát tók
eftir loftbólum í sjónum, rak
hendina á bólakaf, náði taki á
mannshári og innbyrti vin okk-
ar. Þegar hann sá sjó vætla
úr vitum hans, sneri hann hon-
um við og tæmdi hann eins og
flösku. I þriðja skipti var liðs-
foringinn heimtur úr helju.
Hann var fluttur í sjúkrahús
í Bruton stræti, og þar var
læknir, sem ég hef þekkt lengi,
á leið fram hjá rúmi sjúklings-
ins, þegar hann tók eftir því,
að hann var hættur að anda.
Hálsinn á liðsforingjanum
hafði farið úr liði, og er það
kannski sist að furða eftir alla
meðferðina.
Læknirinn gerði sér strax
ljóst, hvað hafði gerst, rétti
höfuð sjúklingsins á koddanum,
lífgaði hann með súrefnisgjöf
og setti höfuð hans og háls i
gyps. Nú var hann f jórum sinn-
um búinn að leika á dauðann.
Mér hiotnaðist sá heiður að
hitta hann aftur — því hann
heimsótti mig þegar hann var
að fara aftur til vígstöðvanna.
Tveimur árum seinna las ég,
að hann væri dáinn. Hann var
mikismetinn skólastjóri, og i
eftirmælum hans var sagt, að
hann hefði látist af völdum
sára, sem hann hlaut í stríð-
inu.
— "Webb-Johnson lávarður
í brezku læknablaði
6