Vikan - 05.07.1956, Qupperneq 11
GISSUR STENZT EKKI FREISTINGUNA.
Einkaritarinn: Ebbi Jóns spurði eftir þér með- Einkaritarinn: En hann sagðist cetla að koma Gissur: Eg skulda Ebba Jóns 1500 krónur, en ég
an þu varst í burtu. aftur. get ekki borgað lionum þœr í dag. Mér veitir ekki
Gissur: Eg er feginn að ég var ekki við. Bg Gissur: Ef svo er, þá verð ég ekki meira við af öllum liandbœrum peningum til að borga nokkra
vildi si&t cif öTlu Jiittd hann nund. % ddcj. * vGÍTcninQd.
CC
-r‘!í U| \ / CU
n 111 i U . >^n7 í a
,a
Gissur: Nú, þarna fer hann. Eg var nœstum bú- Gissur: Hamingjan góða, þarna kemur hann. Eg Gissur: Guð sé lof, hann sá mig ekki. Eg
inn að hlaupa í fangið á lionum. verð að hlaupa í felur. var hrœddur um að hann œtlaði að koma hing-
að inn.
Gissur: Ilcyrðu, Ebbi, gamli vinur! Eg hef verið að leita Ebbi Jóns: Þakka þér fyrir, Gissur. Eg lief
að þér i allan dag til að borga þér 1500 krónurnar, sem ég sannarlcga not fyrir þessa peninga. Komið þið
slculdaði þér. stúlkur. Bróðir minn bíður eftir okkur á nœtur-
klúbbnum með frátekið borð.
FÁEINAR SÖGUR SEM SANNA AÐ BÓFAR ERU STUNDÚM BARA
SKOPLEGIR SKAÐRÆÐISMENN
UNGA stúlkan ætlaði að gifta sig eftir fáeinar klukkustund-
ir. Hún efndi til veizlu fyrir vini og kunningja kvöldið
fyrir brúðkaupsdaginn. Þega,r veizlan stóð sem hæst, var barið
að dyrum, og þegar stúlkan lauk upp, stóð andspænis henni
vopnaður, grímuklæddur maður.
Hann tilkynnti, að hann væri í peningaleit. En áður en
hann gæti stigið yfir þröskuldinn, var hin hugrakka stúlka bú-
in að slá byssuna úr höndum hans og kalla á hjálp. Nokkrum
augnablikum síðar lá bófinn varnarlaus á jörðinni.
Þá gerðist það ótrúlega. Þegar gríman var tekin af andliti
mannsins, rak stúlkan upp furðublandið reiðióp. Bófinn var
mannsefnið hennar. Hann upplýsti, að hann hefði þarfnast
peninga til þess að geta farið með hana í brúðkaupsferð!
Það er oft mjótt á milli ásta og afbrota, eins og ofangreind-
ur atburður sannar. Hann gerðist eftir á að hyggja í Colombíu
í Suður-Ameríku. Náskylt atvik átti sér stað í Winnipeg í
Kanada. Þar var brúðgumi að leiða brúði sína frá altarinu,
þegar hann uppgötvaði sér til mikillar skelfingar, að þjófur
hafði látið greipar sópa um vasa hans.
Kirkjunni var lokað, gestunum skipað að bíða og lögregl-
an kvödd á vettvang. Mikil leit var hafin, og þjófurinn reynd-
ist enginn annar en — svaramaður brúðgumans!
Til allrar hamingju eiga afbrot enn sínar skoplegu hliðar.
Eins og þegar grímuklæddi maðurinn ruddist inn í banka í
þorpi nokkru í Ohio, Bandaríkjunum, otaði marghleypu að
gjaldkeranum, rak poka í fangið á honum og skipaði honum
að fylla hann af seðlum.
Gjaldkerinn hlýddi skjálfandi af hræðslu. En á meðan hann
var að þessu, uppgötvaði hann, að bófinn var engu minna hrædd-
ur. Hendin, er hélt á byssunni, skalf eins og hrísla í stormi
— og skyndilega sá gjaldkerinn sér til óumræðilegrar furðu,
að byssan í hendi ræningjans byrjaði að detta í sundur eins og
kolryðgað brotajárn. Hún féll á gólfið í þremur pörtum um
leið og manngarmurinn tók til fótanna.
Þá var það líka einkar hlálegt atvikið, sem kom fyrir í
bílaborginni Detroit. Inn í einn af bönkum staðarins vatt sér
illúðlegur bófi, öskraði: „Upp með hendurnar!“ — og skaut
sjálfan sig í fótinn, um leið og hann dró vopnið úr buxna-
vasa sínum!
Stundum gerast skringilegir hlutir, þegar glæpamenn eru
að komast undan. Þrisvar sinnum að minnsta kosti hefur það
komið fyrir, að bófar hafa stokkið upp í lögreglubíla í þeirri
trú að um leigubíla væri að ræða!
I þessu sambandi má ekki gleyma þrjótunum tveimur, sem
tóku sér fyrir hendur að ræna farþega í sporvagni einum í
bandarískum bæ. Þegar þeir þóttust vera búnir að fá nóg,
stukku þeir út úr sporvagninum og hlupu niður þrönga þver-
götu. Þegar út úr henni kom, sáu þeir sporvagn koma akandi
og stukku upp í hann. Þetta var sami sporvagninn, sem þeir
höfðu rænt — á bakaleið.
Margir bófar og ræningjar eru nærgætnir og hugulsamir —
á sína vísu.
Þegar bófi einn í Hong Kong ógnaði kaupsýslumanni með
byssu og hirti tæplega 14,000 krónur úr peningaskápnum hans,
tafði hann hjá honum í heila klukkustund, til þess að kenna
honum, hvernig hann gæti endurheimt upphæðina með því
að svíkja undan skatti.
Það hefur raunar komið fyrir oftar en einu sinni, að þjóf-
ur hafi boðist til að gefa kvittun fyrir stolnum peningum.
Tveir bófar, sem rændu krá eina í Chicago, fundu aðeins
um 300 krónur í peningakassanum. En það kom ekki verr
við þá en svo, að þeir gáfu gestunum í staupinu, sungu fyrir
þá tvísöng, dönsuðu fyrir þá og kvöddu þá alla með handa-
bandi áður en þeir fóru.
Þegar þýfið er eitthvað annað en beinharðir peningar, get-
ur þjófurinn komist í vandræði.
Enskur þjófur stal tólf fágætum bréfdúfum. Eigandinn tók
því með stakri ró. Hann bjóst við, að þær mundu skila sér. Og
það gerðu þær sjö dögum seinna, allar með tölu!
Unglingur í San Francisco stal stórum, svörtum bíl, komst
undan eftir æðisgenginn eltingarleik og ók bílnum inn í bíl-
skúrinn sinn. Svo steig hann út úr honum til þess að athuga
hann nánar. Hann fann lík í kistu. Hann hafði stolið líkvagni.
Stundum hafa þrjótarnir ekkert nema tap upp úr krafsinu.
f Glasgow brutust þrír menn inn í matvöruverzlun. Þeir lögðu
á flótta, þegar lögreglan birtist. Þeir höfðu brott með sér um
200 krónur. En þeir urðu að skilja eftir þrjú spáný reiðhjól.
Þess eru líka dæmi, að þjófar hafi meitt sig svo illa á inn-
brotsferðum sínum, að þeir hafi engu stolið — nema sárabindi.
Því er stundum haldið fram, að sumir menn séu svo þjóf-
gefnir, að þeir steli nálega hverju sem er. Þetta er líka degin-
um sannara.
Sorphreinsunarmenn í ástralskri borg kærðu það til lögregl-
unnar, að maður á vörubíl færi um hverfið þeirra svosem
fimm mínútum á undan þeim — og tæmdi öll sorpílát.
f Phoenix, Arizona, stal einhver auglýsingaspjaldi, sem á
var letrað: „Fallegur hundur til sölu.“ Daginn eftir kom hann
og stal hundinum.
Þjófar geta verið fljótir að grípa tækifærið. 1 Los Angeles
var 45,000 króna hring stolið af fingrinum á konu, þegar hún
rak hendina út um gluggann á bílnum sínum, til þess að sýna,
að hún ætlaði að beygja.
Þegar bankabíll í París lenti í árekstri og ógrynni banka-
seðla þeyttist út á götuna, tókst aðeins að hafa upp á fjórð-
ungi þeirra milljón franka, sem um var að ræða.
Einn furðulegasti glæpurinn í annálum lögreglunnar átti
sér stað í Venice í Kaliforníu fyrir skemmstu.
Bófi braust inn í hús í úthverfi bæjarins og batt hús-
freyjuna og tvo gesti hennar.
En áður en hann gæti byrjað að leita að verðmætum, var
barið að dyrum. Komnir voru tveir gestir til viðbótar. Á með-
an hann var að binda þá, byrjaði bam í næsta herbergi að
gráta, og hann neyddist til að leysa húsmóðurina og standa vörð
yfir henni á meðan hún sinnti því.
Áður en hann hafði að fullu lokið við að binda hana aft-
ur, byrjaði síminn að hringja, og andartaki síðar var enn barið
að dyrum.
Þegar hér var komið, gafst bófinn upp og hélt fokvondur
burtu.
BLESSAÐ
BARIMIÐ
Pabbinn: Ef þú ert búinn að
nota þessar bækur, skáltu ganga
frá þeim aftur, drengur minn.
Lilli: En ég var ekki að nota
þœr. Það var mamma.
Pabbinn: Það skiptir ekki máli.
Stingdu þeim inn í bókahilluna. Þeg-
ar þú sérð eitthvað á glámbekk áttu
að ganga frá því.
Pabbinn: Það er svei mér erfitt að komast að
þessu.
Lilli: Pabbi hefur
gleymt að ganga frá
stiganum, þegar hann
var búinn að nota hann.
Pábbinn: Þá er þetta búið, guði
sé lof. Æ, hvar er stiginn?
Pábbinn: H-j-á-l-p!
Lilli: Pábbi verður hreykinn af mér, þeg-
ar liann sér að ég hef gengið frá stiganum
óbeðinn.
10
11