Vikan


Vikan - 19.09.1956, Page 2

Vikan - 19.09.1956, Page 2
Er hœgt að taka gagnfrœðapróf úr kvöldskóla. Eru ekki kvöldskólar í Reykjavík? Hvar eru þeir? Hvað er námsgjaldið mikið . . . SVAR: Það eru ekki margir kvöld- skólar i Reykjavík, en þó eru þeir til, t. d. Kvöldskóli KPUM og Náms- flokkar Reykjavíkur. Við snerum okkur til skólastjóra Námsflokkanna varðandi spurningu þína. Hann segir að skóli sinn kenni ekki undir neitt sérstakt próf, en að í Námsflokkunum séu flokkar á mis- munandi stigi í mismunandi greinum, og að nemendur, sem eru að lesa utanskóla undir próf geti oft haft mikið gagn af þeim. Sennilega er sama að segja um aðra kvöldskóla. Hvað á ég að vera þung, þegar ég er 16 ára og 161 sm. á hœð? Hvaða litir fara mér bezt? Eg er með dökk-skolbrúnt hár með rauð- leitum blæ og dálítið rauð í andliti? Hvemig er bezt að venja sig af að naga á sér neglurnar? SVAR: Haefileg þyngd mun vera um 58 kg. Sennilega mundu hlutlausir dökkbláir og grænir litir fara þér vel. Einnig hlýlegir „beige“litir, brún- leitir og eggjaskurnlitir. Þar sem við vitum hvorki hvemig augun í þér eru á Iitinn né hvort kinnamar eru gulrauðleitar eða fjólurauðleitar, getum við ekki nefnt fleiri liti. Einfaldaata ráðið til að hætta að naga neglumar er að bera á þær bragðvont efni. Bg hafði mikið Ijóst hár, en ég hef legið á sjúkrahúsi og hárið á mér var svo rytjulegt, þegar ég kom hoim, að ég klippti mig. Hvað á ég að gora til að fá sitt hár aftur sem fyrst. líér fer það svo Ula að hafa stutt hár. SVAR: Rakstur er liklegur til að örva hárvöxtinn, af því að hann ertir hársvörðinn. Aftur á móti er það tæp- ast rétt, að snoðklipping örvi hár- vöxtinn, nema bara hvað hárið vex hráðar meðan það er stutt. Það eyk- ur líka blóðsókn til hárnabbanna, ef ioft leikur mikið um höfuðið, en við það örvast hárvöxturinn. Þú ættir því að ganga sem mest berhöfðuð. Kínín og járn hafa gott orð fyrir að *uka mikið hárvöxtinn. Keramít er Hka mikið notað í þessu skyni. Af útvortis lyfjum eru kolesterín og vaselin álitin auka mikið hárvöxt. En óvíst er hvort það er lyf junum sjálf- um að þakka eða hvort nuddiö, þegar lyfiö er borið á, örvar hárvöxtinn. Báðum lyf junum er nuddað inn í hör- undið kvölds og morgna, tíu mínút- ur S senn. *U cetlaði að reyna að biðja þig mn að birta fyrir mig kvœðið um hcma Béttu slmamœr......... SVAR: Kvæðið um hana Bellu simamær hafa þau Adda ömólfs og ólafur Briem simgið inn á hljóm- plötu með aðstoð hljómsveitar Carls Billichs. Við vitum aftur á móti hvorki eftir hvern lagið né textinn er. Halló! Halló! Já, hvað heitið þér? Hvað viljið þér mér, i bíó, ónei! Ég þekki’ yður ei. Halló! Halló! Nei, ert þetta þú? Ég þekki þig nú, þá semjum við frið, þar slóstu mér við! Og augun hennar eru bæði blá og djúp og skær, hún brosir dátt og hlær. Hún Bella, Bella, Bella, Bella simamær er ekki alveg fædd i gær! Hún Bella, Bella, Bella, Bella simamær. Hún kann á flestum hlutum skil og kallar Viðtalsbil! 1 ástarmálum gildir aðeins forgangshrað, ég ætti bezt að vita það! Já, i fjöri jafnt sem fegurð allar út hún slær. Hún Bella, Bella, Bella símamær! Svar til Biggu: Þú getur skrifað utan á bréf tíl Bing Crosby c/0 Metro-Goldwyn-Mayer Studios, Cul- ver City, California, U.S.A. Heimilis- föng allra hinna leikaranna, sem þú hefur beðið um, hafa áður verið birt — að minnsta kosti einu sinni. Og af tillitsemi við þá sem engan áhuga hafa fyrir leikurum, verðum við að minnsta kosti að reyna aö forðast slíkar endurtekningar. Getur þú ekki komið mér í sam- band eða vísað mér á mann, sem smíðar skip inn í flöskur eftir mynd. Mig langar til að gefa manninum mínum slíkt líkan af fyrsta bátnum sem hann var með, í afmœlisgjöf t nóvember, og þvi er ekki langur tími til stefnu. SVAR: Þetta er frumleg og skemmtileg hugmynd, en því miður vitum viö ekki um neinn, sem smið- ar slík líkön hér á landi, en kannski einhver lesenda Vikunnar geti orðið þér hjálplegur og bent okkur á mann, sem fæst við slíkt. Við munum því geyma heimilisfangið þitt og láta þig vita, ef til kemur. En þetta verð- ur varla fyrir næsta afmælisdag mannsins þíns. Annars höfum við nýlega lesiö i einhverju dönsku blað- anna (sennilega Familijoumal eða MUNIO NDRA MAGASIN Hjemmet) um danskan mann, sem hefur haft sýningar á slíkum skips- líkönum. En því miður vitum við hvorki nafn hans né heimilisfang, Blrling á nalnl, aldri og lieimilisfangi svo það kemur að litlu haldi. kostar 6 krðnnr. BRÉFASAMBÖND Viltu segja mér heimilisfang Lindu Darnell. SVAR: Linda Darnell leikur hjá kvikmyndafélaginu Fox. Utanáskrift hennar er því c/o 20th Century Fox Studios, Beverly Hills, Hollywood, California, U.S.A. Viltu birta fyrir mig dœgurlagið um hana Önnu. Ég kann lítið úr því, en einhvers staðar kemur þetta fyrir: „horfðu á, horfðu á, horfðu á“ og svo „vekur þrá, vekur þrá, vekur þrá“ . . . SVAR: Ragnar Bjarnason mun hafa sungið þetta inn á hljómplötu. Sigríður Friðriksdóttir (við pilta eða stúlkur 13—15 ára), Aðalstræti 39, Patreksfirði — Guðrún og Helga Jóhannsdætur (við unglinga 14—16 ára) Aðalstræti 45, Patreksfirði — Andrés Þórðarson (við stúlkur 19— 22 ára), Aðalstræti 79, Patreksfirði Gerður Sveinbjörnsdóttir (við pilta og stúlkur), Norðurfirði, Strandasýslu. — Hulda Svansdóttir (við pilta og stúlkur), Djúpavík, Árneshreppi, Strandasýslu. — Krist- ján Pétursson (við pilt eða stúlku 17—22 ára), Skriðufelli, Barðaströnd, V.-Barð. Ein er ungmey, sem öllum lízt vel á, og sem yndi er hverjum að sjá. Horfðu á, horfðu á og þá fer hennar mynd aldrei úr huga þér. Hvað er við þessa vinsælu snót, sem þér vekur slíkt hugsanarót, og þér vor finnst er vetur er á? Vekur þrá, vekur þrá, vekur þrá. Og ef hún Anna er við má heyra harmsáran nið, frá brostnum hjörtum berast andvörp löngunairsár, en öll þau örlagarök ei eru ungmeyjarsök, þvl hún er aðeins ung og hrein sem himinninn blár. Anna hefur eitthvað, sem ofar öllu er, já, eitthvað sem vekur þrá hjá þér. ó, það dýra hnoss, ef þú fengir kross henni hjá. Anna brosir, allt er vaíið í geislahjúp, sem umlauk sálar þinnar djúp. ó, það dýra hnoss, 6 nú fæ ég koss henni hjá. Svör við „Veiztu — ?“ á bls. 4: 1. b). Forsætisráðherra Indlands. — 2. Sveitastúlkan, sem sýnd var hér í Tjamarbíó. Leikritið var sýnt í Þjóðleikhúsinu undir nafninu Vetr- arferð. — 3. í stinningsgolu (7,5—9,8 m. á sek.). — 4. Enginn. Báðir eru persónulegir fulltrúar konungsins. — 5. Ekkert þeirra liggur að sjó. — 6. Ulugi og Atli. — 7. 1896. — 8. Klar- inett. — 9. Moskva. París og Berlín ern næstum eins stórar. — 10. Myrkur. FORSÍÐUMYNDINA tók Magnús Th. Magnússon. Sendið mér »-—----------> mánaðarlega, til þess að ég sé viss um að sjá hvert hefti. Hérmeð sendi ég: □ kr. 80.00 fyrir eitt ár. □ kr. 140.00 fyrir tvö áx. □ kr. 190.00 fyrir þrjú ár. Nafn .................... Heimili ................. Sendið þessa pöntun tii ERLEND TIMARITy SIGTÚNI 59, REYKJAVÍK Útgnfandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J- 4stþórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.