Vikan


Vikan - 28.02.1957, Blaðsíða 6

Vikan - 28.02.1957, Blaðsíða 6
F/ð .vo/nm þridjung œvinnur! eftir BARBÖRU WACE SKÝRSLUR sýna, að flest okkar eyða þriðjungi ævinnar í rúminu, ýmist sofandi eða við að reyna að sofna. Við gefum okkur sjaldnast tíma til að velta því fyrir okkur, hvað svefninn sé í raun og veru, hvað gerist þegar við sofnum, hvað svefninn geri fyrir okkur og hvernig við getum bezt notið hans. Það er satt að segja tiltölulega stutt síðan vísindamenn fóru að velta þessum spumingum fyrir sér í fullri alvöru, og enn vantar mikið á, að þeir séu sammála. Þegar menn sofna, missa þeir í rauninni meðvitund um stundarsakir, eða að minnsta kosti því sem næst, því að þegar þú sefur, er heilinn ekki í eins föstum „svefni“ og líkaminn. Þú hefur enn dálitla heyrn, því að þú verður var við hættu- merki, eins og til dæmis brothljóð eða bamsgrát. Og þú ert ekki tilfinningalaus, því að þú vaknar oftast samstimdis, ef einhver kippir fast í rúmfötin. En ef þú værir algerlega með- vitundarlaus, eins og þú ert til dæmis við svæfingu í sjúkra- húsi, mundirðu ekki vakna við þessa hluti. Þegar þú sefur, má heita að öll starfsemi líkama þíns minki. Líkaminn grípur tækifærið til að gera ekki meira en rétt það sem þú þarfnast til þess að gefa ekki upp öndina. Blóðþrýsting- urinn fellur og minna af súrefni fer til heilans. Þú „hjarir“ — þaö er allt og sumt Andardrátturinn verður mun hægari. Flestir vöðvarnir taka sér frí frá störfum, þótt stöku maður gangi að sjálfsögðu í svefni; og öll byltum við okkur heilmikið á nóttinni. Hitastig líkamans lækkar. Líkami þinn rétt ,,hjarir“ satt að segja þar til þú vaknar. Sykurmagnið í blóðinu minnkar. Menn eru misjafnlega lengi að sofna. Venjulegast sofnarðu ekki á stundinni nema þú sért dauðþreyttur eftir líkamlegt erfiði. Það má teljast eðlilegt, að það taki fullorðinn mann um hálftíma að sofna. Spennan byrjar að hverfa úr vöðvum þínum strax og þú leggst út af. Heilastarfsemin minnkar smá- saman og sumir partar heilans hætta raunar að starfa um leið og þú lokar augunum, því að starfsemi þeirra byggist á sjóninni. Þegar þú sefur, missirðu gjörsamlega sjón, jafnvel þótt augu þín séu opin. Bragðlaukarnir hætta að starfa að sérfræð- ingar hyggja og lykt finnurðu ekki, sem er ein af ástæðunum fyrir því, að gas banar sofandi fólki. Tilfinning þín hverfur ekki alveg. Heymina missirðu síðast, rétt á eftir skilnings- gáfunni, sem skýrir það hversvegna fólk svarar oft eintómri vitleysu, þegar það er ávarpað hálfsofandi. Það getur heyrt, en skilur ekki. Imyndimaraflið sofnar aldrei alveg og minnið ekki heldur, og er það ein ástæðan fyrir því, að menn dreymir. Skilningarvitin koma aftur í öfugri röð, heymin fyrst. Þess- vegna borgar sig ekki að taka mikið af mikilvægum ákvörð- unum yfir morgunverðinum; gáfur þínar em kannski ekki enn alveg vaknaðar til lífsins. Um það em til margar kenningar, hvað stjórni svefni. Al- gengust er sú, að í heilanum sé „svefnmiðstöð", sem stjórni sveiflunum milli svefns og vöku. Það er oftast háttur mann- skepnunnar að sofa þegar dimmt er og vaka þegar bjart er og hún sér til að vinna. Þetta er því fyrst og fremst vanaatriði. Flestir fullorðnir sofa um átta klukkutíma af hverjum tutt- ugu og fjórum. Sumt „dugnaðarfólk“.þarfnast ekki nema fimm til sex tíma; annað, og alveg eins duglegt, þarfnast níu tíma eða jafnvel meira. Kornböm þurfa mikinn svefn til þess að örfa líkamsvöxtinn. Átján, nítján tímar er ekki of mikið handa þeim. Sex ára barn ætti að sofa í tólf tíma. Æskufólk þarfnast oftast meira svefns en það veitir sér. Napóleon sagði, að konur þörfnuðust átta tíma og karlar aðeins sjö — en um þetta er engin algild regla. Segja má, að ef þú getir alls ekki vaknað til vinnu vekjaraklukkulaust, þá þurfirðu einfaldlega að fara fyrr 1 háttinn og fá lengri svefn. Gamalt fólk þarfnast mun minni svefns en ungt: það leggur ekki eins mikið á sig og það er ekki að vaxa. Erfiðismenn þarfnast meiri svefns en til dæmis skrifstofumenn. Flest sofum við fast fyrstu tvo klukkutímana, svo verður svefninn ekki eins djúpur um hríð, uns hann dýpkar aftur í svosem tvo tíma áður en við byrjum að búa okkur undir að vakna. Þetta er algengast. En þeir eru samt margir, sem aldrei sofa fast, og aðrir, sem hafa aðeins eitt „djúpt“ svefntímabil. Ef þú stöðvar vekjaraklukkuna og sofnar aftur í hálftíma, kanntu að vakna þreyttari og syfjaðri en ef þú hefðir strax farið á fætur. Þú kannt að hafa byrjað nýtt „djúpt tímabil“ og verður þá að rífa þig upp úr þínum fastasta svefni, nærri því ruglaður. Hafðu ekki of miklar áhyggjur af því, þótt þú vakir stund- um of lengi. Með því að sofa öðru hvoru rækilega út, er hægt að bæta sér upp svefntapið. Það er undir einstaklingnum komið, hvernig bezt á við hann að liggja í rúminu. Margir líta svo á, að bezt sé að sofa á hliðinni, en það skiptir hreint engu máli, hvor hliðin það er. Það er vitleysa, að það sé vont fyrir hjartað að sofa á vinstri hlið. Sumir sofa á maganum, en stundum er afleiðingin bak- verkur eða hálsrígur, þar sem höfuðið er snúið. Fáðu þér eitthvað að borða! Farðu ekki svangur að hátta. Það er maganum eðlilegast að hafa eitthvað að starfa. Sé hann tómur, vill hann herpast saman og þú færð sultarverki, sem vekja þig. Ágætt er að drekka volga mjólk eða súpu áður en maður fer í háttinn. En manni ber að sjálfsögðu að forðast stórar máltíðir sem maginn þarf tiltölulega fljótt að losna við. Heilbrigð hreyfing gerir mann þægilega þreyttan, svo að það er stundum mjög til góðs að fá sér göngutúr áður en mað- ur fer að hátta. En forðastu að verða of þreyttur, því að ár- angurinn getur orðið vöðvaverkur, sem heldur fyrir þér vöku. Versti óvinurinn er taugaspenna og kvíði. Sennilegast borg- ar sig sjaldnast að fara beint í háttinn eftir að hafa staðið í stórræðum eða glímt við erfið vandamál, en oft flýtir „létt- ur“ lestur fyrir svefni. Umfram allt skaltu reyna að forðast að vera áhyggjufullur, þótt þér gangi illa að sofna. Minnstu þess, að það mun ekki hafa nein varanleg eftirköst í för með sér þótt þú vakir, því að líkama þínum er það samt hvíld að liggja í góðu rúmi. Því meiri áhyggjur sem þú hefur, því verr mun þér ganga að sofna. 6

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.