Vikan


Vikan - 28.02.1957, Side 7

Vikan - 28.02.1957, Side 7
HEIMSINS MESTIJ PÖRIJPILTAR Nokkrar sögur um óforbetranlega prakkara frá ýmsum löndum OLL höfum við einhverntíma gert prakkarastrik, tekið okk- ur fyrir hendur að koma einhverjum í klípu eða vandræði að yfirlögðu ráði. Stöku maður hefur jafnvel orðið allt að því heimskunnur prakkari. Þar má til nefna Bretann Theodore Hook. Hook var vel efnum búinn og hann var aðeins 21 árs þeg- ar hann tók sér fyrir hendur að koma hluta af London á annan endann. Það var árið 1809. Hann þekkti konu að nafni frú Tottenham, og var hún einn ötulasti veizluhaldarinn í samkvæmisstétt borgarinnar. Hún var möndullinn, ef svo mætti orða það, sem prakkarastrik hins unga manns snerist um. Pyrst sendi hann frá sér meir en 4,000 boðskort, þar sem öllu mögulegu og ómögulegu fólki var boðið til frú Tottenham á tilteknum degi. Næst tók hann að sér að panta allt milli himins og jarðar hjá kaupmönnum borgarinnar og stefna þeim með varninginn heim til frúarinnar sama dag. Árangurinn var ótrúleg ringulreið. 1 Berners stræti, þar sem frúin átti heima, varð naumast þverfótað fyrir prúðbúnum ,,gestum“, kaupmönnum, sendlum og ökumönnum. Borgarstjóri Lundúna og hertoginn af Gloucester óku til veizlunnar í skraut- vögnum sínum, og vissu ekki fyrri til en þeir sátu fastir innan um aragrúa líkvagna, ölvagna, kolavag'na, slátrara, bak- ara, sótara, sendiboða, múrara, málara, smiða og verkamanna, sem allir þóttust eiga erindi við hina ólánsömu hefðarfrú. Að lokum varð að kalla út lögregluna til þess að koma í veg fyrir uppþot, en Hook og vinir hans fylgdust með atburðunum úr kaffistofu í grendinni. Bandaríkjamaður fann upp á prakkarastriki, sem líka varð frægt þótt það væri mjög af öðrum toga spunnið. Maður þessi átti hringleikahús á Coney Island í New York. Hann ferjaði á laun fullorðinn fíl 17 mílna leið út í Staten Island. Stella, eins og fíllinn var kallaður, fannst daginn eftir á reiki á ströndinni. Hinn óvænti og dularfulli fíll komst strax á for- síður dagblaðanna. Enginn gerði kröfu til fílsins og enginn hafði hugmynd um, hvaðan í veröldinni hann var kominn. Get- gátur komu jafnvel fram um það, að hann hefði synt frá Afríku til Ameríku! Að lokum gaf eigandinn sig þó fram og prakkara- strikið varð þannig ókeypis auglýsing fyrir hringleikahús hans. Wilhelm Voigt hét Þjóðverji, sem tók sér fyrir hendur að gera grín að þýzka hernum. Voigt var óneitanlega mesti misyndismaður og hafði oftar en einu sinni lent í Steininum. Hrekkjabragð hans gerði prússneska hernaðarandann að at- hlægi um gjörvalla Evrópu. Þetta var árið 1906. Voigt byrjaði með því að lesa allt, sem hann komst yfir, um þýzkar herreglur og heraga. Svo náði hann sér í kapteinsbúning, fór í skrúðann og hélt til Köpnick herbúðanna. I herbúðunum náði hann sér í sex dáta og skipaði þeim að fylgja sér, og fjóra til viðbótar nældi hann í skammt frá her- búðahliðinu. Næst lá leiðin í ráðhúsið í Köpnick, þar sem Voigt handtók borgarstjórann og lét aka honum í burtu, lét hið sama ganga yfir borgarstjórafrúna, sem tekin var á heimili sínu, og hélt að því loknu með menn sína til skrifstofu bæjargjaldkerans og gerði alla sjóði upptæka. Voigt losnaði við dátana með því að senda þá einn og einn í einu út í buskann, losaði sig við kapteinsbúninginn í einu af náðhúsum bæjarins og birtist úti á götu sem óbreyttur heiðar- legur borgari. Hann lék þó ekki lengi lausum hala, því löglegan klófesti hann, og aftur var hann sendur í Steininn. En fréttin um afrek hans barst út um allan heim og gladdi alla friðsama menn. Hann hafði með hrekkjabragði sínu sýnt fram á þá heimskulegu virðingu, sem menn gátu borið fyrir skrautlegum einkennisbúningi. Á meðan hann sat í fangelsinu bárust hon- um gjafir og þakkarbréf víðsvegar að úr heiminum. Horace de Vere Cole hét konungur hrekkjalómanna í Bret- landi. Hann var efnaður yfirstéttarmaður og varð mágur Cbamberlains forsætisráðherra. En ekki aftraði þetta honum frá því að skipuleggja og framkvæma hvert prakkarastrikið öðru frumlegra og skemmtilegra. Hann fór í ,,opinbera“ heimsókn til brezka flotans sem „keisarinn í Abbysiníu." Á háskólaárum sínum taldi hann yfir- völdunum i Cambridge trú um, að „soldáninn í Zanzibar og fylgdarlið hans“ hygðist heiðra þau með opinberri heimsókn. Bæjarstjórnin tók á móti hersingunni — honum og vinum hans — með mikilli viðhöfn. Cole og kunningjar hans voru það líka, sem löbbuðu sig niður á Piccadilly í London dulbúnir sem verkamenn og grófu ferlegan skurð út í miðja götu. Skurðurinn var látinn af- skiptalaus dögum saman, gangandi og akandi til mikils óhag- ræðis, áður en menn komust að sannleikanum. I annað skipti lá Cole í góðan hálftíma á einni mestu um- ferðargötu Parísar. Hann var hálfur undir gamalli bíldruslu, sem hann lést vera að gera við, og árangurinn var stórkost- leg umferðarflækja og tugir lögregluþjóna, sem ekki vissu sitt rjúkandi ráð. Cole gerði þetta í sambandi við veðmál, en oftast áttu prakk- arastrik hans annars rætur sínar að rekja til hreinræktaðs prakkaraskapar. Einu sinni tókst honum að komast óséðum út í sýningar- glugga stórrar húsgagnaverzlunar, og í það skipti átti það fyrir hinum furðu lostnu vegfarendum að liggja að sjá alklæddan karlmann liggjandi upp í dýrindis hjónarúmi. Öðru sinni skoraði hann á þingmann að koma í kapphlaup frá þinghúsinu til Victoriu járnbrautastöðvarinnar, um mílu vegarlengd. Þingmaðurinn þóttist vera talsverður hlaupari, og ekki leið á löngu þar til hann fór fram úr Cole. En það hefði hann ekki átt að gera. Sá síðarnefndi byrjaði að hrópa hástöfum: „Stöðvið þjófinn!“ og vesalings þingmað- urinn var fljótlega handsamaður. Þegar Cole bar að, sakaði hann þingmanninn um að hafa stolið frá sér gullúri. Hann krafðist þess að leitað yrði á hon- um, og mikið rétt: í jakkavasa hans fannst gullúr með nafni Coles. Cole hafði vitaskuld laumað því í vasa þingmannsins áður en kapphlaupið hófst, en allt um það mátti aumingja mað- urinn dúsa í nærri því klukkutíma á lögreglustöðinni áður en Cole féll frá ákærunni. En það hafa fáir efni á því nú á dögum að vera prakkarar á borð við Cole. Til dæmis mun heimsókn „Abyssiníukeisara“ hafa kostað hann nærri 200,000 krónur. En hann var líka forríkur. — DAVID GUNSTON ^IIMnMHMniHMMIIMMIMimHIIMIIMMMMMMMMMIMIMMIHMMHMHMHMHIMIIHMMIMMIIIHMIIIIMHMIIMMIMMMMMMMIIMMMir^ Kunnáttumenn ferð og flugi SERFBÆÐINGAR Saineinuðu þjóðanna fara víða, sjá inargt, 1 kynnast mörgu. Þeir hafa verið sendir til landmælinga upp á : t.inda Himalayafjalla, ferðast mánuðum saman um frumskóga | Amazon í leit • að nytjaviði, sótt sjóinn víðsvegar um heim til É þess að kenna mönnum að veiða og liagnýta fisk. — Myndin er | af einum þessara manna í Honduras. Hann er búfræðingur. Hann = miðlar hinuni innfæddu af þekkingu sinni. Hér er hann að hjálpa | einum þeirra að handsama óþægan kálf. 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.