Vikan


Vikan - 28.02.1957, Blaðsíða 12

Vikan - 28.02.1957, Blaðsíða 12
Mý framhaldsfrásögn — og enra er hún sönn! m Þeir sem lásu söguna um Odette, munu ekki vilja láta þessa fara framhjá sér. Höfundurinn er maður- inn, sem barðist við hlið hennar í Frakklandi og sem hún átti eftir að giftast. Frásögn hans snýst um líf þeirra og baráttu eft- ir að þau féllu í hendur Þjóðverjum. Hann lýsir hinu ódrepandi hugrekki Odette, mönnunum sem þau kynntust í fangelsum og fangabúðum, vinum og óvinum, hetjum og hugleysingjum, eðallyndum and- stæðingum og hreinum föntum. Hann lýsir mikilli fórnfýsi og mikilli grimmd, ótal hættum og svakalegum ævintýrum og furðulegu ferðalagi með furðulegu fólki um rústir Þriðja ríkisins. Og hann lýsir endurfundunum við Odette. Þeir sem hafa gaman af að lesa um sanna heims- sögulega atburði, hljóta að fylgjast frá upphafi með þessari frásögn EFTIR PETER CHURCHILL URÐINNI var skellt á hæla mér og slagbröndunum skotið heim, Ferli mínum sem njósnara og skæru- liða var lokið. Mér leið herfilega. Þyngst lagðist það þó á mig, að ég vissi, að Odette lá þarna einhverstaðar í grend við mig,- að hún var líka orðin fangi. Ef til vill áttum við aldrei eftir að sjást framar, ef til vill mundvun við aldrei vita, hver orðið hefðu örlög hins. Þetta var á miðnætti hinn 16. apríl 1943. í 225 daga alls hafði ég verið bak við víglínu fjandmannanna. Fjórum sinn- nm hafði ég heimsótt þá — þrisvar með kafbát, einu sinni í fallhlíf. I 225 daga hafði ég barist við hlið frönsku skæru- liðanna. Hið hernumda Frakkland hafði verið vígvöllur minn. Nú var þessu lokið. Ekki svo að skilja, að ég væri búinn að gefa upp alla von. í fangelsisgarðinum hafði ég tekið eftir gildum bjálka, sem lá frá klefahúsinu og að múrveggnum, sem umkringdi það. Hinumegin við vegginn var þjóðvegurinn frá Annecy til Genf. Bjálki þessi var um sjö fet frá jörðu; það var því barnaleikur fyrir mann í góðri þjálfun að komast upp á hann. En verðirnir — það var verra að komast fram hjá þeim. Ég varð að byrja á því að komast að, hvenær varðmannaskipti fóru fram. Og ég var svo heppinn, að þeim hafði láðst að taka af mér arm- bandsúrið. Þjóðverjarnir hefðu áreiðanlega ekki gleymt þvi, ef ég hefði verið svo óheppinn að falla fyrst i henduinar á þeim. En eins og á stóð var ég fangi ítala. Annecy var í þeim hluta Frakklands, sem þeir höfðu her- numið. Þegar augu mín vöndust myrkrinu, svipaðist ég um í klefanum. Hann var ekki beinlínis glæsilegur. Það var ekkert í honum nema sex feta löng trébrík, sem mér var ætlað að sofa á. Engin dýna, engin ábreiða. Ég lagðist út af, vildi sofna, gat það ekki. Mér leið óskaplega illa. Ég hafði aldrei áðui' verið lokaður inni eins og dýr í búri. Stundum ótt- aðist ég, að ég mundi tryllast, ganga berserksgang. Ég varð að komast út úr þessari holu. Mér fannst ég vei'a að kafna. Og þó varð ég að bíða. Ég varð að ná tökum á sjálfum mér og bíða hins rétta tækifæris. Klukkan tvö eftir miðnætti var skipt um verði. Nýi vörðurinn hringl- aði klefalyklunum alla nóttina. Ég gat ekki hætt að hugsa um handtökuna. Þó voru þær hugsanir síst uppörvandi. Ég hafði látið þá taka mig í rúminu! Ég lifði þetta upp aftur í huganum, mundi ljóslega hvernig Odette haf'ði litið út, þegar Henri, þýzki njósnaraveiðarinn, hafði leitt hana inn í herbergið og menn hans læst járnunum um úlnliði mína. Ég minntist leitarinnar, hvernig þeir höfðu hellt úr skúffunum á gólfið og leitað eins og óðir menn að ieyniskjölutn, byssum, eiturtöflum. Og Odette hafði gengið um herbergið og týnt upp fötin min, eins og skyldurækin húsmóðir. Að einu leyti hafði ég verið heppinn. Ég hafði verið nýbúinn að losa mig við hálfa milljón franka, nokkrar handvélbyssur og talsverðan bunka af fölsuðum vegabréfum og skömmtunarbókum. Þeim þýzku hefði heldur en ekki verið skemmt, ef þeir hefðu fundið þetta í fórum minum. Eitt hafði ég þó vitað, að var þarna i herberginu, sem þeir mundu vilja gefa mikið fyrir að finna. Það voru afrit af fimm skeytum, sem ég hafði verið nýbúinn að fá frá London. Ég hafði geymt þau í veskinu mínu í jakkavasanum. 1 veskinu höfðu líka verið 70,000 frankar, hluti af fé því, sem ég hafði síðast haft meðferðis frá London. Nú var ég í jakkanum þarna í klefanum, en vasinn, sem veskið hafði átt að vera í, var tómur! Hann hafði verið tómur, þegar leitað var á mér í fangelsinu. Þó höfðu Þjóðverjarnir ekki leitað í vösum mínum, áður en þeir afhentu mig Itölunum! Þarna var gáta, sem ég ekki gat leizt. Hvar í ósköpunum var þetta veski, sem ekki gat einungis komið mér og Odette á jafnvel kaldari klaka en við vorum á, heldur haft í för með sér stórkostlegar hættur fyrir ýmsa félaga okkar? Ég minntist akstursins til fangelsisins, þessa stutta dapurlega ferða- lags, sem hlaut að enda með skilnaði okkar Odette. Við höfðum setið í baksæti bílsins með vopnaðan vörð á milli okkar. Við höfðum stigið út úr bílnum fyrir framan fangelsishliðið, og Odette hafði tekið fast i hendina á mér áður en hún var leidd burtu. Hver mundu nú verða örlög Odette, ef mér einhverntíma tækist að strjúka? Það mundi eflaust bitna á henni. Hver var þá skylda mín? Átti ég að strengja þess heit að láta eitt yfir bæði ganga? Svona leið nóttin. Mér var fært kaffi klukkan átta og um hádegi var mér leyft að fara út i fangelsisgarðinn og snæða hádegisverð. 1 garð- inum vai' slangur af Itölum, sumir við varðgæslu, aðrir fangai' eins og ég. Glaðlegur ungur hermaður trúði mér fyrir því á frönsku, að hann væri sífellt að hafna í Steininum. Heraginn, sagði hann og hló, ætti svo illa við hann. Þótt ég talaði ítölsku, ákvað ég að láta sem ég kynni það ekki. Ég vonaði, að verðirnir gættu sín þá síður í návist minni og eitthvað hrykki upp úr þeim, sem ég gæti haft gagn af. Ég hafði líka gott tækifæi'i til þess að vit'ða fyrir mér bjálkann, sem flóttavon min byggðist á. Ég sá ekki betur en hann mundi auðveldlega geta boi'ið þyngd mína. Að hádegisverði loknum, var ég fluttui' í stærri klefa, sem hafði það meðal annars til síns ágætis, að í honum var salernisskál. Auk þess voru slitur úr rúmdýnu á trébríkinni og dálitill gluggi hleypti dálítilli birtu inn í klefann. Allan þennan dag og fram eftir nóttu velti ég því fyi'ir mér, hvað ég ætti að taka til bragðs. Ég var ennþá ákaflega taugaóstyrkur. Það var eins og innilokunin Iamaði viljakraft minn. Þó var ég auðvitað orðinn ýmsu vanur. Ég hafði kynnst ýmsu misjöfnu þá 225 daga, sem ég var búinn að starfa sem brezkur njósnari og skæruliði i Frakklandi. Hjá því gat ekki farið. En þetta fannst mér voðalegt. Samanborið við þetta vai' það barnaleikur að varpa sér í niðarmyrkri út úr flugvél, sem þaut með 200 núlna hraða yfir land óvinanna. Hvað gekk eiginlega að mér? Ég spurði sjálfan mig þessarar spurn- ingar hvað eftir annað. Ég var maður á bezta aldri og í ágætri þjálfun. Ég kunni að berjast í návígi, var nákunnugur öllum bardagaaðferðum úr njósnaraskólunum brezku. Ég kunni að rota venjulegan meðalmann með einu snöggu höggi. Þó tók það mig alla nóttina að sigrast á þessu óskiljanlega þrek- leysi og viljaleysi, sem fangelsun mín hafði haft í för með sér. Það var mikið i húfi. Líf mitt lá sennilegast við að mér mistækist ekki. Klukkan sex var skipt um verði. Eftir þessu hafði ég látist vera að bíða. Þó tók það mig heila klukkustund að herða upp hugann og láta til skarar skríða. Það var örlítið gat á klefahuiðinni. Ég rak sígarettustubb í gegnum þetta gat og bað um eld. Vörðurinn stóð upp og nálgaðist dyrnar. Þegar hann sá, hve lítill stubburinn var, snerist honum hugur, og í stað þess að gefa mér eld, skaut hann slagbröndunum frá hurðinni, opnaði og steig inn. Ég horfði framan í hann og komst að þeirri niðurstöðu, að ég yrði að láta hann fá höggið á hökuna, en ekki gagnaugað, vegna hjálmsins. Á þessu andartaki stakk hann hendinni i treyjuvasann, dró upp silfurlitað sígareltuveski, opnaði það og otaði því brosandi að mér. Mér féll allur ketill í eld við þessa vingjarnlegu framkomu, og i stað 12

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.