Vikan


Vikan - 28.02.1957, Side 14

Vikan - 28.02.1957, Side 14
ASIMIIMN Vramhald a/ bU. 11. Hver er þar? spurði Jóakim syf julega. — Leggðu á flótta, sagði Carlos við bróður sinn, sem hljóp af stað með fótinn í fanginu. — Hver er þar ? kallaði Jóakim aftur, nú glað- vakandi. — Þjófar, septi hann svo, þegar hann fann ekki fótinn. — Á fætur með þig, sagði Carlos við asnann. Svo sió hann hann með grein, sem hann hafði haft með sér. Þá loksins reis asninn á fætur og lagði af stað. En nú var Jóakim búinn að gefast upp á að finna fótinn, og kom hoppandi á einum fæti. — Þjófar, æpti hann. En allt i einu datt hann endilangur og hrópaði enn einu sinni þjófar, áður en hann þagnaði alveg. Drengirnir forðuðust aðalgöturnai’. Carlos gekk á undan og Blanco fylgdi honum hlýðinn. Á baki hans dinglaði tréfóturinn. — Við verðum að flýta okkur. Amerikaninn er alveg vís til að taka annan strák, ef við verðum ekki komnir þangað fyrir klukkan átta. Allt í einu stanzaði Blanco og fór að krafsa i þurrt hrossatað með einum hófnum. Hann var sýnilega svangur, en gat ekki ákveðið sig að kippa upp nokkrum grasstráum, sem stóðu upp úr hrossataðinu. — Áfram með þig, sagði Carlos. — Við erum að flýta okkur, sagði Luis. Loks hafði Blanco ákveðið sig. Með fyrirlitning- arsvip kippti hann upp stráunum og tuggði þau. Carlos sló hann I síðuna og Luis ýtti á eftir hon- um. Og loks lagði Blanco aftur af stað, tyggjandí síðustu stráin. En hann gekk hægt og stanzaði oft og hrein. — Hann gerir þetta viljandi, sagði Luis. — Við komumst þangað aldrei í tæka tíð. Klukkuna vantar tuttugu minútur i átta. Strætisvagnarnir óku á fleygiferð um borgina í allar áttir, alveg troðfullir, þó snemmt væri. Allir blindu betlararnir voru komnir á stjá. Kirkjuklukkan á San Juan de Dios kirkjunni hringdi til messu. — Áfram Blanco! kallaði Carlos. Og Blanco skokkaði af stað með flipann upp í loftið og dró- hófana eftir gangstéttinni. Skyndilega losnaði tréfótur Jóakims og fór að slást utan í síðuna á honum. Blanco snarstanz- aði. Svartur bíll, sem allt í einu kom út úr lítilli hliðargötu eins og stór, blind skepna, hlykkjaðist nokkrum sinnum til á götunni og lenti að lokum á Blanco — þar sem hann stóð graf- kyrr og var án efa að velta þvi fyrir sér, hvern- ig hann gæti losnað við tréfótinn. — Aftur á bak, Blanco, hrópaði Luis skelf- ingu lostinn. Hann þreif í taglið á honum og reyndi árangurslaust að fá hann ti) að hörfa upp á gangstéttina. Hróp Luisar barst Carlosi til eyrna. Hann leit við og sá Blanco liggjandi á bakinu á götunni með fæturna stífa út í loftið og munninn í ryk- iiiu á götunni. Hann andaði með erfiðismunum. — Hann er búinn að vera, asninn þinn, sagði böndi nokkur, sem hafði beygt sig niður að Blanco og þuklað á kviðnum á honum. Carlos beygði sig líka niður að Blanco og þyeifaðí á kviðnum á honum. — Snertu hann ekki, ságði Luis. Þú meiðir hann. Carlos barði sér á brjóst með krepptum hnef- um. — Hugsarðu nokkuð um mig, Luis? ©g finn líka til. — Leyfðu honum að deyja í friði, sagði Luis lágt. Hann laut höfði og bætti við: — Þér hefur skjátlast. Heilög guðsmóðir hefur ekki gefið þér Blanco. Ef hún hefði gefið. þér hann, þá hefði ekkert komið fyrir hann. Það fór titringur um Blanco og hann reis með erfiðismunum á fætur, eins og til að mótmæla þessum orðum. Svo lagði hann af stað. — Hún hefur víst gefið mér hann, hrópaði Carlos sigri hrósandi. Það er ekkert að Blanco! Hann þreif í flýti af sér skóna, sem voru að 848. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1 margvís — 4 likamsop — 7 eigi að síður —10 dreif —11 kvenmannsnafn — 12 framför — 14 forsetning — 15 (ó)greio leiu — 16 gera mattvana — 17 bókstafur — 18 hraus hugur við — 19 gera holu — 20 dúka- 'eíni — 21 flokksdeild — 23 not — 24 gæzlu — 25 gjarðir — 26 band — 27 í munni — 28 deilur — 29 hljóð — 30 einangrunarefni — 32 tveir eins — 33 á litinn — 34 ung- viði — 34 frumefni — 36 úrgang- ur — 37 byrði — 38 fljót — 39 til baka (útlent) — 41 skinpoki — 42 bræða saman — 43 blástur — 44 skvamp — 45 miskunn — 46 endir — 47 hús — 48 tala — 50 jökull — 51 málmur — 52 dysja — 53 tónn 54 skjalfesta — 55 líkamshluti — 56 á húfu — 57 sára — 59 efna — 60 meira en nóg — 61 gefa frá sér hljóð — 62 kvenmansnafn, þf. — 63 tímabilið — 64 orkugjafa. Lóörétt skýring: 1 stjói-nmálasamtök — 2 steingert efni — 3 keyrði — 4 þjóðar maður — 5 grjótlendi — 6 frumefni — 7 eins — 8 óhreinka — 9 tónn — 11 kvendýr — 12 ungviði — 13 söluupphæð — 15 til kaups (forn ending) — 16 stillur — 17 meltingarfæri — 18 manns- nafn, þf. — 19 á sígrænum trjám — 20 lykkja — 22 kvenmansnafn — 23 vegg — 24 hlíf — 26 lurk — 27 opið svæði — 29 skorkvikindi — 30 maður — 31 bæta — 33 málæði — 34 skemmt- un — 35 ílát fyrir mjöð Stuttungs — 36 úldin — 37 grind — 38 kirkjuhérað — 40 mansnafn — 41 þekkt — 42 strik — 44 aðeins — 45 gagni — 47 fara — 48 kvenmannsnafn — 49 fjar- stæða — 51 mansnafn — 52 störfuðum — 53 særa — 54 fæðingu — 55 gælunafn, þf. — 56 tengsl við vél — 58 sagnfræðingur — 59 púka — 60 sómi — 62 hjálparsögn — 63 tímabil. Lausn á krossgátu nr. 847. LÁRÉTT: 1 slappur — 7 skattar — 14 kar — 15 próf — 17 óreiða — 18 Atos — 20 tramp — 22 flak — 23 mlnus — 25 Óla — 26 all — 27 mn — 28 Sir — 30 lurka — 32 G.A. — 33 Tao — 35 gimbrar — 36 sað — 37 ráns — 39 etur — 40 skautasvellið — 42 spar — 43 lull — 45 lin — 46 klaufar — 48 læk — 50 Ok — 51 mólum — 52 rak — 54 fa — 55 til — 56 mas — 58 ræsir — 60 klak — 62 Arnar — 64 Kant — 65 naflar — 67 naut — 69 aga — 70 aflaðir — 71 starrar. LÓÐRÉTT: 1 skammta — 2 latína — 3 Aron — 4 pp — 5 urt — 6 róró — 8 kóp — 9 ar — 10 tefla — 11 Till — 12 aða — 13 raknaðr — 16 fallbyssumann — 19 S.U.S. — 21 maur — 24 Signu — 26 akr — 29 ristill — 31 Rakelar — 32 gauð — 34 orkan — 36 still — 38 áar — 39 ell — 40 spik — 41 lurar — 42 slokkna —• 44 skartar — 46 kól — 47 aumr — 49 æf- inga — 51 mikla — 53 kæk — 55 tafl — 57 SAAS — 59 Saar — 61 laf — 62 Ari — 63 Rut — 66 að — 68 ta. detta af honum og skokkaði berfættur af stað á eftir asnanum. Luis elti þá. En þegar Blanco hafði hlaupið nokkur skref, stanzaði hann. Hann riðaði á fótunum og það fór titringur eftir hryggnum á honum. — Áfram Blanco, reyndu að minnsta kosti, sagði Carlo biðjandi. Við erum næstum komnir að Gracia-torginu. Blanco horfði hryggum augum á drenginn. Hnén létu undan. Hann valt á hliðina með höfuðið upp á gangstéttina. Hann lokaði augunum og grái flipinn á honum huldi tennurnar. Eftir það hreyfði hann sig ekki framar. — I þetta skipti er hann alveg dauður, sagði Luis. — Já, hann er dauður, svaraði Carlos. Og Ameríkumaðurinn sagði að ekki þýddi fyrir mig að koma asnalausan. Drengirnir þögðu báðir svolitla stund. Svo tók Luis upp tréfót Jóakims. — Tréfóturinn hefur ekkert skemmst. Við skulum skila Jóakim honum. En hvernig eigum við nú að skila honum Blanco ? Carlos svaraði ekki. Hann settist á gangstétt- arbrúnina, laut höfði og krafsaði lengi í götu- rykið með stóru tánni. — Nú verðum við að selja hnetur, sagði hann að lokum. Svör við „Veiztu — ?“ á bls. 4: 1. a) Gamal Nasser, b) Richard Nixon, c) Joseph (Broz) Tito, d) Nikita Kruséff. 2. Eyja á Breiðafirði. — 3. Indíánabátarnir kanúar, en eskimóabátamir kajakkar. — 4. Leslie Howard. — 5. Jakob. — 6.....mimdu eftir Iæknum. — 7. Arrivederci, sama orðið og í slagaranum vin- sæla, sem hefur gengið að undanfömu „Arrive- derci Roma“. — 8. Miðjarðarhafið. — 9. Kenya. — 10. Stafur. Þetta er ekki eintómur leikur. Framháld af bls. 9. vinnu í mjólkurbar föður síns eða vera að búa sig undir stefnumót. En klukkan hálf sjö er kvikmyndadísin Jean jafnvel of þreytt til þess að þvo fram- an úr sér sminkið. Þegar búið er að hjálpa henni úr brynjunni, flýtir hún sér í galla- buxurnar og peysuna, setur upp prjóna- húfuna og ekur heim til hótelsins. Þar bíður hennar kvöldverður og klukkan níu er hún háttuð. Svona er ævi Jean Sebergs um þessar mundir. Langur vinnudagur — og þar með er í rauninni allt upp talið. Kannski er hún heppnasta stúlka ver- aldar. En hún hefur vissulega lítinn tíma til að átta sig á því. — MICHELE DEARING AÐ DUGA EÐA DREPAST Framhald af bls. 13. Hann lokaði skjalatöskunni og stóð upp. „Ég kem seinna.11 „Þú getur sparað þér þá fyrirhöfn,“ sagði ég. „Hættu þessari vitleysu. Þjóðverjarnir munu hvort sem er yfirheyra mig aftur." „Hversvegna heldurðu að við förum að afhenda þig Þjóðverjunum?" spurði hann hikandi. „Nú, liggur það ekki í augum uppi? Þeir eru húsbændurnir, þið þjónarnir." „Samvinna okkar byggist á gagnkvæmu trausti og samvinnu." „Og eruð þið með her i Berlín eins og þeir eru með her á allri Italíu ?“ „Þetta er samkvæmt samkomulagi." „Segðu Mussolini þá skrítlu,“ urraði ég. Og með það fór aumingja maðurinn. Framháld f nœsta blaöi. 14

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.