Vikan - 27.06.1957, Qupperneq 13
„Jæja, hver drap hann þá?“
„Einhver," sagði Eldridge lágt, „einhver, sem ekki er vel við mig, að
ég ætla.“ Andlit hans var rautt og þrútið og það var dálítill skjálfti í
höndunum.
Doan fékk sér sæti á einum garðstólnum. Eldridge settist á annan.
Sá vai' alveg upp við húsvegginn.
,,Concha!“ kallaði hann. „Viský!“
Stúlka kom út um bakdyrnar. Hún var með flösku og tvö glös á bakka.
Hún var ung og grönn og fislétt, og það glampaði á hrafnsvart hárið i
sólskininu.
„Helltu í glasið hans,“ sagði Eldridge. „Villtu vatn út í, Doan?“
,,Nei,“ sagði Doan og horfði á Conchu. „Hvar fannstu hana þessa?"
Concha bar bakkann til Eldridges og hann hellti glasið sitt nærri því
fullt.
„Þetta er þessi Doan, sem ég var að segja þér frá, Concha,“ sagði hann.
„Við Concha erum gift, Doan?“
„Ný?“ spurði Doan. „Hvað gerðirðu við hina konuna þína, þessa sem
þú skildir eftir í Bandarikjunum ?“
„Skildi við hana.“
„Veit hún það?“
„Nei, sjálfsagt ekki,“ játaði Eldridge. „Ég hef einhvernveginn aldrei
komið þvi í verk að segja henni, að við værum skilin.“
Doan bar glasið upp að vörunum og hélt áfram að horfa á Conchu.
Hún leit upp núna og horfði beint framan í hann. Og hatrið skein úr aug-
um hennsu-.
„Komdu, væna,“ sagði hann vingjarnlega. „Kannski þú smakkir á
þessu áður en ég drekk það.“
Cincha steig til hans, og þreif af honum glasið. Hún drakk ekki úr þvi.
Hún þeytti því í húsvegginn og það brotnaði í þúsund mola.
„Nei, heyi'ðu mig nú Concha mín,“ sagði Eldridge í umvöndunartón.
Concha þrammaði inn um bakdyrnar og skellti á eftir sér.
„Hún er dálítið feimin við ókunnuga,“ sagði Eldridge.
„Þú segir ekki!“ sagði Doan.
„En þú mátt ekki halda, að hún fari að eitra fyrir þig. Blessaður vertu,
hún hefur ekki meira vit á eitri en ég.“
,,Eg var einmitt hi'æddur um það.“
„Jæja, drekktu þá af flöskunni,"
„Æ, ég held ég sleppi því," sagði Doan. „En láttu það ekki hamla þér
þú getur orðið fullur fvrir okkur báða.“
Eldridge ypti öxlum og saup á glasinu. „Jæja, Doan, hvað bjóða þeir?“
„Hvað áttu við?“ spurði Doan.
„Hvað bjóða þeir af peningum? Hvað vilja þeir borga mér heima?“
„ó, þú átt við það! Þeir sögðust ekki treysta sér til að fara hærra en
í krónur núll, núll, núll, núll.“
„Núll, núll —Eldridge teygði fram höfuðið. „Hvað segirðu! Áttu
við, ekkert?“
„Þú hittir naglann á höfuðið," sagði Doan.
„Þeir skulu ekki komast upp með þetta! Ég fer beint heirn til Banda-
í'íkjanna og set allt á annan endann!“
„Nei, væni minn.“
„Og hvei'svegna ekki?“
„Ertu blindur, maður?"
„Áttu við þig?“ sagði Eldridge. „Áttu við, að þú getir stoppað mig?“
„Já,“ sagði Doan hæglátlega.
,,Ha!“ sagði Eldridge og saup aftur á glasinu. „Jæja, en þér skjátlast.
Þú getur ekki stoppað mig. Og jafnvel þótt þú gætir það um stundarsakir,
þá ætti mér varla að verða skotaskuld úr því að komast heinx eftir að þú
ert farinn."
„Jú,“ sagði Doan, „Um eitt veit ég, sem gæti stoppað þig hérna fyinr
fullt og allt.“
„Og hvað er það?" spurðx Eldridge og glotti.
„Jarðarför," ansaði Doan. „Þín eigin jarðarför."
„Ja, ef ég væri dauður, þá færi ég auðvitað ekki langt. En heyrðu
mig! Hvað áttu eiginlega við?“
„Það sem þú heldur.“
Eldridge hafði lagt skammbyssuna í kjöltu sína. Nú tók hann byssuna
xipp og hoi-fði til skiptis á hana og Doan. Doan hreyfði sig ekki. Eldridge
lagði byssuna frá sér aftur og saup á glasinu.
„Þú mundir ekki þora að snerta mig hérna í Mexiko,“ sagði hann. „Ég
á vini hérna, skal ég segja þér.“
Doan ypti öxlum. „Manstu eftir náunganum, sem var saksóknari, þeg-
ar þú hypjaðir þig frá Bay City?“
„Áttu við Bumpy? Jú, víst man ég eftir svíninu að tai'na."
„Hann vei'ður sennilegast næsti fylkisstjórinn okkar."
„Bumpy?“ sagði Eldridge undi'andi. „Fylkisstjóri?“
„Já. Ef einhver lenti í klípu hérna, gæti Bumpy bjargað honum með
þvi að snúa sér beint til stjórnarvaldanna. Fylkisstjóraembættinu fylgja
talsverð völd, sjáðu til.“
Eldiidge klóraði sér í höfðinu. „Þú ert búinn að reikna þetta a.llt út,
er það ekki?"
„Jú."
„Hvað fæi'ðu fyrir þetta?“
„Bara þetta venjulega, sem ég set alltaf upp — 150 dali á viku.“
„Ekki er það nú mikið," sagði Eldridge. „Hvernig litist þér á að vinna
til þúsund dollara?"
„Ágætlega. Eg hef hreint ekkert á móti peningum."
„Jahá," sagði Eldridge. „Svo að Bumpy karlinn hefur augastað á fylkis-
ÁnKAN
stjórastólnunx. Það gjörbreytir auðvitað nxálinu frá mínu sjónarmiði. Mér
yrði ekki stungið í Steininn, ef ég kæmi heim, þegar Bumpy væri orðinn
fylkisstjóri. Ég veit nóg um hann til þess að fá hann sjálfan dæmdan í
Steininn sex sinnum í röð. Hann þyrði ekki einu sinni að anda á mig. Doan,
ég gæti bókstaflega lagt undir mig fylkið! Gerirðu þér það ljóst! Segðu
mér nú eitt, ef þéi-' mistækist þessi sendiferð og ef ég héldi rakleitt til
Bandaríkjanna, mundirðu þá missa vinnuna?"
„Nei, það held ég varla,“ sagði Doan.
Eldridge kinkaði kolli. „Ágætt. Jæja, Doan, ég skal afhenda þér þúsund
dollara sama daginn sem ég kem til Bandax'íkjanna."
„Samþykkt," sagði Doan.
,,Nei!“ hrópaði Concha. Hún konx þjótandi út unx bakdyi'nar eins og
hvirfilvindur, tók sér stöðu fyrir framan Eldridge og stappaði niður fót-
unum. „Nei! Drykkjui-úturinn þinn! Svikarinn þinn! Þú tekur ekki skóla-
peningana! Nei og þúsund sinnum nei!“
„Hvað er nú þetta?" spurði Doan. „Þú ætlar þó ekki að fara að ganga
i skóla aftur, Eldridge?"
„Nei,“ sagði Eldi'idge. „En Concha ætlar að gera það. Hún ætlar i leik-
skóla. 1 Hollywood þar á ofan. Hxm segist ætla að verða heimsfræg kvik-
nxyndastjarna."
„Það var gaman að heyra," sagði Doan.
„Lygalaupurinn þinn!" sagði Concha við Eldridge. „Þú lofaðir að
senda mig! Þjófur!“
„Heyrðu mig nú, ástin íxxín —“
Concha benti á Doan. „Hvei'svegna ætlarðu að láta hann fá pening-
ana mína? Hversvegna, spyr ég!“
„Æ, vina mín.“ sagði Eldi'idge. „Vertu nú dálítið sanngjörn. Hvað eru
þúsund dollarar! Ekkei't! Vasapeningar! Þegar ég kemst heim, læt ég
Bumpy afhenda mér lykilinn að ríkiskassanum. Ég mun bókstaflega vaða
í peningfum. Ég skal kaupa þér heilt kvikmyndaver, ef þxi villt."
„Ha! Gi'obbhani!"
,,Æ, láttu ekki svona, ástin mín.“
„Þú ætlar að fara frá mér! Þú ætlar að strjúka nxeð þessum ýstrubelg!"
„En Concha þó!" sagði Eldridge. „Þú veizt ósköp vel. að það hefxir ekki
hvarflað að mér. Ég elska þig!“
Concha laut niður að honxim. „Heybrók!"
„Ég er engin heybrók!"
„Bautiste Bonofile!" hvæsti Concha framan í hann.
Og naumast var nafnið af vörum hennar fyrr en hetjan Eldridge ná-
fölnaði og byrjaði að skjálfa svo ofsalega, að hann var nærri fallinn af
stólnum! Framhald í nœsta blaði.
ÞAÐ er orðið ansi langt síðan þetta kvennagnll sást í
bandarískri niynd. Það er jafnvel vafamál, hvort óhsett
sé að kalla hann kvennagidl öllu lengur. Kannski kven-
fólkið sé búið að gleyma honum. En hvað um það, nu
eru mennirnir hjá Metro-Goldwyn-Mayer búnir að senda
eftir hommi aftnr til Frakklands og fá honum hlutverk,
í mynd með Eleanor Farker. Jií, hann heitir Jean Pierre
Aumont.
13