Vikan


Vikan - 27.06.1957, Side 15

Vikan - 27.06.1957, Side 15
PÓSTURINN Framhdld af bls. 2. legur, þegar maður ber saman launa- greiðslur hérna og í Svíþjóð. Svar til Nonna: Síminn auglýsti fyrir skemmstu, að óhjákvæmileg töf yrði á því, að þeir Kópavogsbúar, sem pantað hafa síma, kæmust í sam- band við umheiminn. Ástæða: drátt- ur á efnissendingu frá útlöndum. En þó munu Kópavogsbúar mega reikna með að fá símann í sumar. Dóttir mín er sendill í sumar hjá stóru fyrirtceki í Reykjavík. Hún er fimmtán ára. Vinnutíminn átti að vera frá níu til sex. Bn nú bregður svo við, að hún er sjaldnast komin heim fyrr en um sjö, er látin vinna klukkutima lengur en um var samið. Auk þess er hún oft látin vinna á lager fyrirtœkisins, en það verzlar meðal annars með vélar og vélahluti. Þetta virðist vera í meira lagi óhreint lagerpláss, þvi að vinnuföt telpunnar eru oft útötuð í oliu og einhverskon- ar feiti, þegar hún kemur heim. Nú vil ég spyrja, hvort VIKUNNI finnist ekki sem fyrirtœkið sé að ganga á gerða samninga f Mér sýnist sem það sé þarna búið að fá sér „lagermann“ fyrir svosem þriðjung þess sem slíkir menn venjulegast kosta. — Gröm móðir. SVAR: Öneitanlega virðist lager- vinnan eiga lítið skylt við sendils- stöðu. Hversvegna talið þér ekki við forstjórann ? 1 vetur sagði VIKAN frá þvi, að verið vœri að búa til nýja mynd eft- ir leikriti Shaws um mærina frá Orleans. Ung og óþekkt leikkona var valin i hlutverkið. Mig langar að skrifa henni, en er búin að týna blað- inu. Hvað heitir stúlkanf — Kata. SVAR: Jean Seberg. Hún er átján ára og á heima í Marshalltown, Iowa, U.S.A. Þessi spurning hefur víst áður ver- ið lögð fyrir „Póstinn", en þó vildi ég mega endurtaka hana: Er hægt að komast í vist til Bandarikjanna og hver eru launinf Eg er 22 ára og á LOFTKÆLDAR DIESELDRÁTTARVÉLAR VERÐLÆKKUN Þrátt fyrir hækkandi verðlag bjóðum viö íslenzkum bændum Deutz-dráttarvélarnar á lækkuðu verði. Meö stóraukinni framleiðslu og nýtízku framleiðsluháttum hafa Deutz-verksmiðjumar lækkað framleiðslukostn- aðinn til muna. Auk 11 ha. og 15 ha. Deutz-dráttarvólanna, sem þegar eru íslenzkum bændum að góðu kunnar, útvegum vér tvær nýjar stærðir, 18 ha. og 24 ha. Bændur, kynnið yður verð Deutz-dieseldráttarvélanna, áður en þér festið kaup á dráttarvél. Hlutafélaqið HAMAR heima í sveit, en hef verið einn vet- ur á húsmœðraskóla. — K. K. SVAR: Hægt mun það vera, en það tekur langan tíma og talsverða fyrirhöfn að koma þessu í kring. Til dæmis getur það tekið nokkra mán- uði að fá vegabréfsáritun — og fæst hún þó ekki undantekningarlaust. — Samkvæmt góðum heimildum, munu útlendar stúlkur mega reikna með 100—150 dollara mánaðarkaupi t. d. í New York. Allt frítt að sjálfsögðu og venjulegast einn og hálfur frídag- ur á viku. Finnur! Þú getur eflaust fengið upplýsingar um þetta, ef þú snýrð þér til Barnaverndarnefndar. í>ú getur naumast látið þetta afskipta- laust. BRÉFASAMBÖND Birting á nafni, aldri og' heimilisfangl kostar 5 krónur. Sigurbjörg Isaksdóttir, Kelduhverfi, N.-Þing. og Kristin Erlingsdóttir, Ásbyrgi, Kelduhverfi, N.-Þing., báð- ar við 16 til 19 ára pilta. — Hulda Hraundal (við 19—24 ára pilta) og Elsa Júlíusdóttir (við 17—20 ára pilta), báðar á Klapparstíg 3, Kefla- vík. — Þuríður Bjarnadóttir, Hverf- isgötu 60, Rvík., og Inga Gunnars- dóttir, Laugaveg 68, Rvk., báðar við 18—22 ára sjómenn. — Huida Tómas- dóttir (við 15—18 ára pilta), Kamba- stíg 6, Sauðárkróki. 1 flestum stórborgum, við helstu gatnamót og á fjöl- förnum strætum fylgist SOLARI-klukkan með tíman- um og birtir vegfarendum vikudag, klukkustimd og mínútur. ÍTTMnMpjp 8 44 Klukkan sýnir á ljósan hátt hvað tímanum líður og birtir auk þess auglýsingar frá ýmsum fyrirtækj- um. Hver auglýsing birtist 20 sinnum á klukkustund. I Reykjavík er SOLARl-klukka á Söluturninum við Arnarhól. Þeir, sem eiga leið um Hverfisgötuna, vita hva'ð tím- anum líður. H.F. EIMSKIPAFELAG islands AUKAFUNDUR Áukafundur í hlutafélaginu Eimskipafélag Islands, verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugardag- inn 9. nóvember 1957 og hefst kl. 1% e. h. DAGSIvRA : 1. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. Aðköngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og um- boðsmönnum hluthafa, dágana 6.—8. nóvember næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn í aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Óskað er eftir að ný um- boð og afturkallanir eldri umboða séu komin skrifstofu félags- ins í hendur til skrásetningar 10 dögum fyrir fundinn, þ. e. eigi síðar en 30. okt. 1957. Reykjavík, 11. júní 1957. STJÓRNIN. VIKAN 15

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.