Vikan - 05.10.1967, Side 15
Thoresen galt honum greiðann óbeint: Hún er fyrir-
mynd, sem oft bregður fyrir í verkum hans: Ger-
trud í Redaktören, Fiskerjenten og Leonarda, einnig
er hún fyrirmynd hans í Maríu Stúart.
Björson hafði rétt fyrir sér er hann kvað:
Aldri kuer du várens skudd;
hvor der er gjærende krefter,
skyter det áret efter.
Hann varð mikilvirkur og uppskeruna þekkja all-
ir. — Um þessar mundir kemur fyrsta bók frú Thore-
sen á prent, ljóðakverið Digte af en Dame, höfundar
ekki getið, en útgefandínn er Björnstjerne Björnson!
— Hér fær ást frúarinnar, forn og ný, útrás á papp-
írinn.
Árið 1861 verður Björnson þjóðleikhússtjóri í
Kristjaníu og leggur um svipaðar mundir í Suður-
landaför. Sama ár flytur frú Thoresen með börn sín
til Kaupmannahafnar, a. m. k. meðfram sökum þess,
að atvinnuhorfur væru þar betri. Henni vegnaði líka
vel þar, eignaðist fjölmarga mikilsvirta vini. Eftir
ársdvöl þar kom út eftir hana smásagnasafn, á næsta
ári skáldsaga. Árið 1866 þótti hlýða að rita æviágrip
hennar í virðulegasta blað borgarinnar, og höfund-
urinn var enginn annar en Georg Brandes. Þau urðu
virktavinir, en líkur eru til, að hann hafi verið hrifn-
ari af konunni en skáldinu í konunni. Fyrrgreint ár,
er hún hefur tryggt sig í sessi, flytur hún þó aftur
til Noregs og lætur svo heita, að flutningnum valdi
„persónulegar ástæður“. — Um svipaðar mundir
hverfur Grímur Thomsen heim til fslands og kom
aldrei aftur til Danmerkur. Axel sonur þeirra Mag-
dalenu var þá orðinn sjóliðsforingi, en lenti í úti-
stöðum við yfirboðara og var veitt lausn úr sjólið-
inu 1866. Talið er, að hann hafi síðar ráðizt á kaup-
skip og látizt í Kína.
Grími hafði á þessum árum skilað vel upp met-
orðastigann. Hann þjálfaði sig í diplómatik og orkti
í laumi. Hann varð skrifstofustjóri í utanríkisráðu-
neytinu og tíðum erindreki Danastjórnar erlendis. Frá
þeim árum mun saga Gröndals um Grím:
Ensk hefðarkona hafði boðið honum til tedrykkju.
Er hún bauð honum sykurinn, varð honum á að taka
molann með fingrunum, en ekki með sykurtöngunum.
Þykktist frúin við og fleygði sykurkarinu út um
gluggann. Grímur lét sér hvergi bregða, saup hinn
rólegasti úr bollanum, fleygði honum síðan á eftir
karinu og hélt áfram samræðum við frúna eins og
ekkert hefði í skorizt. — Öðru sinni var hann í vin-
fengi miklu við primadonnu eina og sótti hana í
vagni að loknum sýningum. Mætti þá prúðbúinn,
hafði yfir sér svarta slá, fóðraða rauðu silki. Eitt
sinn ber svo við, er hann réttir leikkonunni höndina
til að hjálpa henni upp í vagninn, að hún hikar við,
því að hann nam ekki við leikhúströppurnar — og
á milli var forarpollur. Grímur kippir þá slánni af
herðum sér og lætur falla yfir pollinn, en primadonn-
an stígur taktvíst út á rautt silkið og upp í vagninn,
síðan er ekið burt án þess svo mikið sem að líta um
Grímur átti brjóstmynd af Magdaienu,
sem brotnaSi á elliárum hans. Þá varð honum að orði:
Svona fer allt sem mér þykir vænt um.
Myndirnar eru af Magdalenu
á efri árum og
Grími á Bessastöðum ásamt hundinum sínum.
öxl.
Þótt Grímur kæmist til mikilla metorða, dró hann
enga dul á þjóðerni sitt. í diplómataveizlu í Briissel
spurði belgískur fyrirmaður Grím:
„Hvaða tungumál talið þið eiginlega þarna norður
á íslandi?“
„Þar er töluð belgíska", anzaði Grímur snöggt, og
setti spyrjandann hljóðan. — Grímur lét sér ekki
nægja á þessum árum að há einvígi í orðum, heldur
segir sagan, að hann hafi átt í vopnaviðskiptum, háð
einvígi í Brussel, verið særður og legið.
Frú Thoresen kvaðst vita, að miklir örðugleikar
mundu bíða hennar í Noregi. Bjömson var um þessar
mundir í Kristjaníu (Oslo), og bar fundum þeirra
brátt saman. Hann heimsótti hana, og hún var tíður
gestur hans. Þó áttu þau oft í erjum. Hann var glað-
ur og góður í gær, reiður og vondur í dag. Ást henn-
ar hefur í senn þreytt hann og glatt. Vinátta þeirra
hafði verið svo náin, að hún hataði þann hjúp for-
dildar og sýndarmennsku, sem hann brá yfir sig á
opinberum vettvangi og hún taldi nú nær samgróinn
Framhald á bls. 44.
40. tbi. VIKAN 15