Vikan


Vikan - 05.10.1967, Side 32

Vikan - 05.10.1967, Side 32
* Vanti ykkur tækifærisgjöf þá munið Ronson. Ronson kveikjarar fyrir dömur og herra, fjölbreyttara úrval en nokkru sinni fyrr, einnig úrval af borðkveikjurum. EinkaumboS: I. GUÐMUNDSSON & CO. HF. Hverfisgata 89, Reykjavik. STJÖRNUSPÁ w Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Þú ættir ekki að draga þig út úr hópi kunningjanna. Þeir eiga enga tortryggni skilið af þinni hálfu. Þú hefur mjög skemmtilegt og tímafrekt verkefni við að glíma. Reyndu að prútta við þá, er þú verzlar við. 0 Vogarmerkið (24. september — 23. október): I vikunni fá vonir þínar byr undir báða vængi. Möguleiki, sem þú hafðir ekki reiknað með, stend- ur þér skyndilega opinn. Þú verður mikið í sam- kvæmum, en vertu vandlátari en undanfarið. Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí); Hafðu gát á tilfinningunum. Þú gætir sagt eitthvað sem þú skammast þín fyrir síðar meir. Það verður nokkuð róstursamt í kringum þig og þú færð ekki mikinn tíma fyrir þig persónulega. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Stemmingin á heimilinu og í kringum þig verður eins og bezt verður á kosið. Þú færð viðurkenningu á vinnustað sem vekja með þér nokkrar vonir. — Fimmtudagur verður svolítið óþægilegur. ff IVíburamerkið (22. maí — 21. júní): Þú færð heimsókn gamals kunningja, sem flytur þér athyglisverðar fréttir. Eitthvað gerist sem á eft- ir að verða þér mjög minnisstætt og þýðingarmikið eftir því sem tímar líða. Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): Þú verður að gæta þess sérstaklega þessa viku, að láta ekki aukaatriðin villa um fýrir þér. Þetta á einkum við um starf þitt. Reyndu eftir megni að koma reglu á hlutina umhverfis þig. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Það verða ýmis vandamál á vegi þínum þessa viku, en ef þú gefur þér tíma til að hugsa. geturðu ef til vill haft nokkra skemmtun af. Það verður dálítið uppistand á heimilinu, sem hreinsar loftið. £ W7 Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Nýjar fréttir verða til að kolivarpa áætlunum þín- um, og um leið auðvelda þér leið að settu marki. Hlýddu á ráð vina og kunningja sem reynslu hafa. Þú verður miðdepill í prívat samkvæmi. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ógúst): Það verða gerðar miklar kröfur til þín í vikunni og skaltu ekki hika við að taka nokkurn vanda á herðar. Þú ert einstaklega vel upplagður og kemur auga á margar smugur til bjargar. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Þú ætlar þér of mikið. Þú getur hæglega komið ýmsu af verkefnum þínum yfir á aðra, sem leysa þau eins vel af hendi. Það er ekki nauðsynlegt að þú gerir alla hluti sjálfur. & Meyjarmerkið (24.'ágúst — 23. september): Um helgina gerist eitthvað sem kemur þér úr nokkru jafnvægi og sækistu eftir að fara huldu höfði. Það er allt undir sjálfum þér komið hvemig út spilast þessa vikuna. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): 4 Þér finnst útlitið nokkuð dökkt og ert því kvíða- fullur. Ef þú leggur þig allan fram geturðu bjarg- að því sem mest er um vert, en mundu að þú færð ekkert fyrir ekkert. 32 VIKAN 40- tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.