Vikan


Vikan - 04.07.1974, Blaðsíða 33

Vikan - 04.07.1974, Blaðsíða 33
PRESTSLAUS ÚTFÖR mig dreymdi Virðulegi draumráðandi! Ég ætla að biðja þig að ráða f yrir mig einkennilegan draum, sem ég fæ ekki með nokkru móti skilið, en ég er f ullviss um, að hann er á engan hátt af leiðing hugs- ana minna í vöku og stendur heldur ekki í neinu sam- bandi við atburði, sem fyrir mig hafa komið. Draumurinn var á þessa leið: Ég þóttist vera hoppandi og hlæjandi í kirkju. Þar fór fram jarðarför, en enginn prestur var viðstaddur, heldur einungis ég og móðir mín og móðir hins látna, en hann kalla ég X. Hann lá í kistu, sem stóð fyrir framan altarið svo sem tíðkast við jarðarfarir. Reyndar vissi ég af því að f leiri voru þarna — til dæm- is öll systkini hins látna og konan hans — en ég sá þá ekki. Þegar við erum á leiðinni út úr kirkjunni að athöfn- inni lokinni, segir mamma mjög alvarleg: Hræðilegt, að þessi ungi maður skuli deyja. Þá kallaði ég upp, hver væri dáinn eins og ég vissi það ekki, en enginn svaraði mér. Inni í kirkjunni var allt í dökkum litum, kirkjan svört og dökkir skuggar umluktu allt. Ég f ór að gráta, þegar enginn svaraði spurningu minni, en þegar út kom, reyndi ég að fela tárin. Ekki sá ég, þegar kistan var borin út úr kirkjunni. Við mamma fórum heim að athöfninni i kjrkjunni lokinni og þar lagðist ég upp i rúm og grét með þung- um ekka. Og í marga daga á eftir mátti ekki minnast á X, þá var ég farin að gráta. í raunveruleikanum er X lifandi og hann er bróðir vinkonu minnar. Ég þekki hann ekki neitt, veit bara rétt hver hann er, en mömmu hans þekki ég afskap- lega vel. Ég bið þig að fleygja þessu bréfi ekki beint i rusía- körfuna, því aðdraumurinn veldur mér töluverðum á- hyggjum, vegna þess hve skýr hann var. Ég hef f lett upp í draumaráðningabókum og reynt að ráða draum- inn sjálf, en hef ekki getað komizt að neinni niður- stöðu. AAeð fyrirfram þökkum fyrir birtinguna og von um ráðningu á þessum draumi. S.S. Þó að þú þekkir X ekkert sem stendur, virðist allt benda til þess að á næstunni takist með ykkur nokkur kunningsskapur og jafnvel ævarandi vinátta, sem verður ykkur báðum til mikillar gleði og hamingju. Og X á áreiðanlega langt og viðburðaríkt líf fyrir hönd- um. MEÐ BARN i FANGINU Kæri draumráðandi! Ég ætla að biðja þig um að ráða þennan draum f yr- ir mig. I draumnum hélt strákur, sem ég þekki, á svein- barni og bar hann greinilega mikla umhyggju fyrir barninu. Mér féllust hendur, því að mér þótti hann vera svo yndislegur við barnið og þetta var svo falleg sýn. Mig langaði afar mikið til að halda á barninu og sýna þvi eins mikla hlýju og hann gerði. Ég lagði tæp- lega í að biðja hann um leyf i til að halda á snáðanum, þvi að ég var viss um aðhann neitaði mér um það. Eft- ir dálitla stund herti ég mig þó upp og bað hann um leyfi til að halda á drengnum og mér til mikillar undrunar veitti hann það tafarlaust og rétti mér barn- ið. Ég hafði séð hann kyssa barnið svo fallega og mig langaði til að gera það einnig. Ekki man ég hvort ég bað hann um leyfi til þess. En ég var hrædd um að ég kyssti ekki barnið af eins mikilli blíðu og hann og að hann veitti því eftirtekt. Ég kyssti barnið og rétti hon- um það svo. Mér þótti ég hafa kysst barnið hálf hranalega, en þegar hann leit á mig gat ég ekki séð annað á honum, en að honum hefði fundizt allt í lagi með kossinn. Samt var ég hrædd við álit hans á kossinum og um- hyggju minni fyrir barninu. I draumnum stóð ég í að minnsta kosti tveggja metra fjarlægð frá honum. Með fyrirfram þökkum fyrir birtinguna. Böl er að þá barn dreymir, nema sveinbarn sé og sjálfur eigi, segir gamalt orðtæki. Ekki þarft þú þó að taka það bókstaflega hvað þennan draum áhrærir, því að hann er að flestu leyti gæfulegur. Líklegt er að milli ykkar, þín og piltsins, takist nokkuð nánari kunn- ingsskapuren til þessa og líklega verður þú til þess að stofna til nánari kynna. Einhverjar áhyggjur hefur þú af því, að vináttan fari ekki eins og þú hefðir helzt kosið, en sá ótti virðist fullkomlega ástæðulaus. ÚTI I RIGNINGU Kæri þáttur! Mig dreymdi, að ég var á gangi úti í holtinu hérna vestan við þorpið. Mér fannst eins og ég væri ein á ferð og undi ég einverunni einkar vel. Allt í einu fór að rigna. Ég var illa klædd og óttaðist þess vegna, að ég yrði gegndrepa og það myndi slá að mér. En það var alveg logn og þess vegna fannst mér ég ekki vökna að ráði í gegnum fötin. Sem ég var þarna á gangi varð mér litið í átt til þorpsins og sá þá að yfir því var fallegur regnbogi, allavega litur, og þóttist ég sjá bæði gullin og silfruð litbrigði í honum, þó að þeir litir séu annars ekki venjulegir í regnboganum. Ég var að hugsa, hvað ég væri lánsöm að sjá þessa fallegu sýn, því að mér fannst eins og allir aðrir þorpsbúar væru svo vant við látnir, að þeir yrðu af henni. Ég ákvað því að hraða mér sem mest ég mætti heim í þorpið og láta fólkið vita af þessu sérkennilega fyrirbæri, svo að f leiri en ég ein mættu njóta góðs af því. En ég vaknaði, áður en ég var komin alla leið. Ég vona, að þú sjáir þér fært að ráða þennan draum, því að hann var mjög skýr og samfelldur. Með beztu kveðju. Jórunn. ^ Það verða einhverjar umtalsverðar breytingar þarna í þorpinu og að öllum líkindum mjög mikil gróska í atvinnuvegum. En batnandi efnahagurinn verður ekki tekinn út með sældinni einni saman, því að einhver sorg verður samfara honum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.