Vikan


Vikan - 04.07.1974, Blaðsíða 35

Vikan - 04.07.1974, Blaðsíða 35
hann væri ekki alvanur maga- skurðum. Og hann hafði fengið borgun fyrir þetta verk. Rósa hafði borgað honum með hverjum eyri, sem hún átti afgangs af kaupinu sinu á simastöðinni. Hann gat aldrei þolað tengda- föður sinn. Hann var afbrýði- samur vegna tengsla hans og Rósu. Hún þoldi aldrei eitt öfugt orð i garð fööur sins, og þóttist aldrei þurfa að afsaka ónotin i honum. Það var eins og eitthvert samkomulag með þeim tveimur, einhver samúð, þrátt fyrir öll ónotin, sem þau sýndu hvort öðru. Sannast að segja töluðu þau aldrei vingjarnlega saman. Rósa hafði verið sex ára þegar móðir hennar dó, og þá hófst þetta inni- lega samband þeirra feðginanna. Læknirinn sagði, eins og við sjálfan sig: — Ég tók á móti barni hjá Sorren i dag. Strákur. Myndarlegur strákur. Skuggi ræskti sig og sagði: — Hvar er Rósa? Moline svaraði: — Við vorum i veiðiferð. Ég varð að snúa við. Hún er hjá honum Elg. — Er Vikki hjá henni? — Nei, hann kom heim með mér. Augun i gamla manninum urðu illileg og hann kipraði munninn. undir yfirskegginu. — Þú skildir hana eftir án þess að Viktor væri með henni. Aleina hjá þessari fyllibyttu? — Hafðu engar áhyggjur af honum Elg. — Þér er auðvitað alveg sama, hvað fyrir hana kemur. Augun boruðu i augu læknisins. — Elgur er vinur minn. Og hann er ekkert að drekka núna. — Þér væri betra að fara og ná i hana. Læknirinn svaraði hálf- reiður :— Ég þarf nú fyrst og fremst að sofa dalitið, og svo þarf ég að fara aftur til Sorrens. — Þú metur allt meira en Rósu. — Það er nú einmitt aðalgallinn á mér, sagði læknirinn, og var nú ekkert reiður lengur, — að ég met ekkert meira en hana. — Þú ætlar þá ekki að fara eftir henni? — Nei, svo vitlaus er ég ekki. — Þá ætla ég sannarlega að fara sjálfur. Þó að eigin- maðurinn meti hana einskis, þá gerir faðirinn það að minnsta kosti. Hann stóð upp, hneppti að sér frakkanum, rétt eins og vetrarkuldi væri úti, en ekki hlýtt sumarkvöld. Hann komst út að eldhúsdyrunum, en svo sótti hann i sig veðrið, en þó ekki einbeitt- lega, og sagði. — Skjóttu mér út að skóginum. — Nei. Hversvegna læturðu hana ekki i friði? Henni er alveg óhætt. — Þú vilt þá ekki skjóta mér? — Nei. Læknirinn hafði nú aldrei haft mikla löngun til að vera vingjarnlegur við gamla manninn. Nú fann hann einkenni- lega ánægju af þvi að veita honum mótstöðu. Þegar Skuggi gekk til dyra, kallaði Moline á eftir honum: — Farðu nú ekki að villast! Svarið kom um hæl. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af mér. Og útihurðin skall að stöfum. IV. Hitinn var rétt eins og eitthvað lægi ofan á henni og ætlaði að kæfa hana. Rósa vaknaði og hreyfði höfuðið til beggja hliða til þess að losna úr svitabaðinu, sem það var i. Elgur hafði steinsofið i kojunni sinni. Hún var að horfa á hann gegn um alla hitasvækjuna. ^ Hann hafði virzt svalur, þar eð A hann var afklæddur' alveg niður að stuttbuxunum og hörundiö var SKÓGINN Framhalds saga 2. hluti 27. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.