Vikan

Eksemplar

Vikan - 11.03.1976, Side 16

Vikan - 11.03.1976, Side 16
Viðtal við Einar Olgeirsson SHANGRI LJt I/X0 Sja m RsmuNA Húsavík er vaxandi bær, og augu manna hafa loks opnast fyrir framtíð hans sem ferðamannaparadísar sumar og vetur, jafnt fyrir innlenda menn sem útlenda. Það hefur þótt mjög forvitnilegt við hver undanfarin áramót, hverju völva VIKUNNAR mundi spá um óorðinn tíma, því að hún hefur þótt furðu sannspá og margir vafalaust haft hliðsjón af forsjá hennar hverju sinni. í árs- byrjun 1975 spáði hún því t.d., að Húsavík yrði nokkuð i fréttum það árið, og er það nú á allra vitorði, að einnig þar hafði hún rétt fyrir sér. Jarðskjálftarnir þar nyrðra hafa hrellt marga, og húsvíkingar sjálfir hafa hrist þar sundur og saman og lifað í eilífum ótta við eitthvað meira...hvað, veit enginn. Þetta út af fyrir sig mundi margur segja að væri nægilegt efni í umsögn völvunnar, en annað er það, sem færri vita, að þar nyrðra hefur gerst ýmislegt nú á síðustu árum, sem húsvíkingum mundi þykja ekki ómerkilegra en skjálftarnir. Húsavík hefur breyst á tiltölulega stuttum tíma úr litlu útkjálkaþorpi í virðulegan bæ, sem býður upp á allar þær þjónustumiðstöðvar, sem nauðsyn- legar þykja, — og þær mjög virðulegar og tilkomumiklar. Dæmi skal nefnt hér, sem ferðamönnum þykir fengur í, en það er hótel mjög nýtískulegt, með stórum samkomusöl- um og öllum þeim útbúnaði, sem bestur er fáanlegur. Og ekki síst vel þekktum og þjálf- uðum hótelstjóra, sem af kunnáttu, áhuga og staðfestu rekur hótelið með mikilli prýði og höfðingskap og tekur virkan þátt í bæjarmálum á ýmsan hátt, þannig að bæjarbúar segja sín á milli, að það sé hans verk, hvað bærinn hefur tekið miklum stakkaskiptum, sérstaklega á þeim sviðum, sem að ferðamálum lýtur. Kannski var það þessvegna, að ferðamála- ráðstefnan 1975 var haldin þar nyrðra, ekki vitum við það svo gerla, en víst er, að þar var hún haldin, hótelstjórn og húsvíkingum til mikils sóma. Það vita allir, að blaðamenn sniglast víða þar sem ráðstefnur eru haldnar, af einskærri forvitni, því færri eru forvitnari en þeir. Og jr því að ég var nú kominn þangað, því tá ekki að forvitnast dálítið um hótelið, Húsa- /ík og hótelstjórann svona í leiðinni? Og endir- inn á því varð svo auðvitað sá, að ég fór að ræða við hótelstjórann, sem ég reyndar þekkti af gömlum kynnum af Hótel Sögu í Reykja- vík, en hann er Einar Olgeirsson aðstoðar- tótelstjóri á Hótel Sögu, sem margir kannast við og í Súlnasalnum hefur hann mörgum hjálpað við útvegun sætis við borð, þegar þröng hefur verið á þingi. — Ég tók í rauninni við rekstri hótelsins hérna strax í ársbyrjun 1975, en gat sjálfur ekki flutt hingað norður fyrr en þrem mánuðum síðar vegna uppsagnarfrests í mínu fyrra starfi, sagði Einar. Hótelið er rekið af hlutafélagi, sem stofnað var um það, og eru stærstu hluthafarnir Húsavíkurbær, Flugleiðir, Kaup- félag þingeyinga, og síðan fjöldinn allur af einstaklingum á Húsavík og nágrenni, sem eiga þar hlutafé. Því menn virðast hafa tekið hér höndum saman um að koma þessari aðstöðu upp, og hafa húsvíkingar gert það með míklum glæsibrag. — í tilefni þess að ferðamálaráðstefnan er haldin hér, vil ég taka það fram, að hótelið er alveg einstaklega vel sett til ráðstefnuhalds hélt Einar áfram. Af slíku hefi ég nokkra reynslu eftir þau 10 ár, sem ég var á Sögu. Þar var mikið um ráðstefnur, svo ég kynntist ýmsum kostum og göllum, sem á því voru þar. Einar Olgeirsson hótelstjóri á nýja hótelinu á Húsavik. Einar /ærði fyrst I Sjálfstæðishús- inu við Austurvöl/ hjá Schröder yfirþjóni og var á Gullfossi á sumrin. Síðar fór hann að Hóte/ Sögu, þar sem hann var aðstoðarhótel- stjóri. Þar var hann í um 10 ár, eða þangað til hann tók við núverandi starfi. 16 VIKAN 1 1. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.