Vikan

Issue

Vikan - 11.03.1976, Page 18

Vikan - 11.03.1976, Page 18
„ÉG Ji EKKi JiNNJi i Bandaríski leikritahöfundurinn Tennessee Williams hefur sett töluverðan svip á íslenskt leikhúslíf í vetur. Sýning Þjóðleikhússins á Sporvagninum Girnd eftir hann síðastliðið haust vakti mikla athygli og hefur hlotið góða aðsókn. Skömmu eftir áramót frumsýndi svo Leikfélag Akureyrar Glerdýrin, en fyrir það leikrit varð Tennessee Williams fyrst þekktur höfundur. Tennessee Williams hefur nýlega gefið út endurminningar sínar, og á byggð. ,,Ég hef aldrei skrifað um neinn löst, sem ég hef ekki kynnst af eigin raun." Þetta lét bandaríski leikritahöfundurinn Tennesse Williams hafa eftir sér fyrir mörg- um árum, en í leikverkum sínum hefur hann meðal annars fjallað um grimmd, græðgi, drykkjusýki, eiturlyfjafíkn og óseðjandi kyn- hungur svo eitthvað sé nefnt. Tennesse Williams hefur aldrei skýrt frá- því, hvort hann telur kynvillu til lasta, en hann hefur fjallað um hneigð til sama kyns í verkum sínum. Og í nýútkomnum endurminningum sínum dregur hann enga dul á, að hann laðist fremur að körlum en konum. Hann kveðst aðeins einu sinni hafa sængað með konu. Sú var brjóstastór stúdína, sem hann kynntist í háskólanum í lowa. Tennesse Williams tók ungur að skrifa. Sautján ára samdi hann þeim er þessi grein aðallega fyrstu sögur sínar og orti sín fyrstu Ijóð. Þá var hann svo feim- inn, að hann blóðroðnaði ef einhver leit beint framan í hann. Skömmu seinna sá hann sýningu á Afturgöngum Ibsens, og eftir það var hann staðráðinn í að verða leikritahöfundur. Williams varð að hætta námi í kreppunni, því að þá dróst skósala föður hans, en hann var skókaup- maður, mjög saman. Williams var þó ekki óheppnari en svo á at- vinnuleysisárum kreppunnar, að hann fékk starf hjá International Shoe Company, þar sem hann burstaði skó í þrjú ár. Síðan hóf hann nám að nýju, en það gekk á ýmsu. Árið 1935 fékk hann tauga- áfall, og háskólaprófi lauk hann ekki fyrr en árið 1939. Þá hafði hann löngu ákveðið að gerast leikskáld og lagði því bæði Þóra Friðriksdóttir sem Btanche og Margrét Guömundsdóttir sem systir hennar í Sporvagninum Girnd í Þjóðleikhúsinu. Tennesse Williams við ritvélina. i mörg ár gat hann ekki skrifað neitt án þess að nota einhvers konar vímugjafa. 18 VIKAN 11. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.