Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 11.03.1976, Qupperneq 43

Vikan - 11.03.1976, Qupperneq 43
LJÓMANDI MARENGSTERTA 200 gr. flórsykur (sigtaður) 4 eggjahvítur 100 gr. smátt brytjað súkkulaði 100 gr. niðursneyddar döðlur. Stífþeytið eggjahvítur og 5 matsk. af flórsykrinum saman. Bætið síðan afganginum af flórsykrinum ásamt súkkulaði og döðlum var- lega saman við. Smyrjið ofnplötu vel með Ljóma og sáldrið hveiti yfir. Jafnið deiginu í tvo kringl- ótta botna á plötuna og bakið i 2 klst. við 100°C (210°F). 1-2 pelar þeyttur rjómi Þeyttur rjómi settur á milli botn- anna og ofan á, ef vill. Kakan sett saman 4-6 klst. áður en hún er borin fram. JARÐARBERJATERTA 4 eggjahvítur 1 bolli sykur 2 bollar kókosmjöl 100 gr. brytjað suðusúkkulaði 1 peli rjómi 1 heildós jarðarber Eggjahvítur og sykur stífþeytt saman. Kókosmjöli og súkkulaði blandað varlega saman við. Smyrjið ofnplötu vel með Ljóma og sáldrið hveiti yfir. Jafnið síðan deiginu í tvo kringlótta botna á plötuna Bakist við 150°C (300°F) í u.þ.b. 30 mín. Botnarnir lagðir saman með ein- um pela af þeyttum rjóma ásamt einni dós af jarðarberjum, sem eru marin út í rjómann. APRIKÓSUTERTA 125 gr. bráðið Jurta 125 gr. flórsykur 3egg 125 gr. hakkaðar möndlur (200-300 gr) apríkósumauk (ekki of sætt) 1 peli þeyttur rjómi Jurta, flórsykur og eggjarauður hrært saman, þar til hvítt. Bæt- ið þá möndlunum saman við. Bætið siðast stífþeyttum hvítun- um varlega út í. Látið apríkósumaukið í botninn á Ljóma smurðu eldföstu móti, og hellið síðan deiginu yfir aprí- kósurnar. Bakað í 1 klst. við 150°C (300° F). Kökuna má bera fram í mótinu ásamt þeyttum rjóma. Einnig má láta kökuna bíða í mótinu til næsta dags, láta hana þá á fat og skreyta hana með þeytt- um rjóma. 11. TBI». VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.