Vikan

Tölublað

Vikan - 03.09.1976, Blaðsíða 28

Vikan - 03.09.1976, Blaðsíða 28
Winther vinsælustu og bestu þríhjólin Varahlutaþjónusta. örHm Spítalastíg 8, simi 14661, pósthólf 671. V Þetta er bara spurning um skipulagningu. Nú er ég búinn að koma öllum krökkunum fyrir. N MARL Hann var ljóshærður og myndarlegur maður og það sást ekki á vaxtarlagi hans, að hann var þegar orðinn fertugur. Honum var að vísu tíðlítið á barm hennar, en þó var hann á engan hátt óþægilegur. Auk þess var að- stoð hans mjög kærkomin. Mari- anne varð að ná valdi yfir þessum nýju kringumstæðum í lífi sínu og hann var henni hjálplegur við það. Búningsherbergið, sem hún hafði fengið til afnota, var líkast blómabeði. Það var engu líkara en að öllum rósum, garðnellikkum og túlípönum Parisarborgar hefði verið safnað þarna saman, svo mjög hafði vinum hennar verið áfram um að taka hver öðrum fram. Þarna var stór vöndur frá Talleyrand, annar frá Fortuneé og vini hennar Ouvrad. Og viti menn Fouché hafði líka sent henni blóm. Nafnspjald M. Fercoc fylgdi einum litlum vendi. Fjólur bárust frá Napóleon og aðeins þessi þrjú orð. ,,£g elska þig, N.“ „Sjáið,“ sagði Arcadius blíðlega. „Hvernig getið þér annað en verið hugrökk, þegar yðu^ er sýnd svona mikil ástúð? Og hugsið yður, hann verður mættur. Komið og sjáið.“ Á meðan Agathe fór að rýma til í búningsherberginu, tók Arcadius Marianne við hönd sér og leiddi hana á bak við forhengið á Ieikviðinu. Aðstoðarfólk var þar á þönum ! fram og aftur, en í hljómsveitargryfjunni voru tón- listarmennirnir að stilla hljóðfæri sín. Þegar var búið að kveikja á ljósaröðinni fremst á leiksviðinu. Handan við forhengið mátti greina raddir áheyrenda. Arcadius hnippti í hana. „Sjáið" Stórar ljósastikur lýstu upp leikhúsiö. Þarna voru sendimenn erlendra ríkja og fyrirfólk landsins. Marianne fann að hjarta hennar tók að slá örar, er hún sá madame de Talleyrand í einni stúkunni ásamt fjölda vina. Tallcyrand sjálfur var í annarri stúku og nokkrar stássmeyjar þar hjá honum. Dorothée var svo i hinni þriðju og þarna var Eugene fursti ásamt systur sinni Hortensu. Arcadius benti henni á ýmsa aðra: Kurakin fursta, Cambaceres kanslara, hin fagra madame Récamier í kjól úr híalíni og með Ijósrauöa hanska. Þarna voru líka Fortunée Hamelin og hinn myndarlegi Ouvrad. í stúku gegn þeim sat svo Adelaide d’Asselnat. Hún var í plómulitum flauelskjól og með vefjahött sem Marianne hafði gefið henni Hún hélt spangar- gleraugunum virðulega upp að andlitinu og virti fyrir sér hitt fólkið, stolt og allt að því drottnunargjörn á svipinn. Þetta var mikil fagnaðarstund í lífi hennar. Aftur hafði hún haldið innreið sína i samkvæmislífið. Svipbrigðalaus þjónn gætti dyranna á stúku hennar, þar sem hún sat í tígulegum einmanaleik slnum, á meðan allar aðrar stúkur voru þéttsetnar. „Hér virðist allt keisaradæmið vera samankomið eða því sem næst,“ hvíslaði Arcadius. „Og allir stundvísir. Það er greinilegt, að keisarinn er í þann mund að koma. Innan skamms mun allt þetta fólk falla að fótum yðar.“ Augu Mariannes voru rígnegld við stóru stúkuna, þar sem Napóleon myndi sitja ásamt Pouline systur sinni og einum eða tveimur öðrum frá hirðinni. „Á morgun,“ muldraði hún, „mun hann leggja af stað til Compiegne á fund keisara- ynjunnar. Hvað varðar mig um ást annarra. Aðeins hann einn skiptir máli og hann er á förum.“ „En í kvöld er hann yðar,“ flýtti Jolival sér að segja svo að henni gæfist ekki tími til þess að láta dapurleikann ná tökum á sér. „Farið nú og ljúkiö öllum undir- búningi.Hljómsveitin fer að byrja á forleiknum. Hann hafði rétt fyrir sér. Marianne hafði hvorki tíma né rétt til þess að hugsa einungis um sjálfa sig. Á þessari stundu átti leikhúsið hana óskipta. Hún var orðin sönn listakona og sem slík mátti hún ekki bregðast þeim sem treystu henni. Marianne d'Asselnat varð að þoka fyrir Mariu Stellu. Hún endurgalt hinar vinalegu kveðjur. sem bárust henni úr öllum áttum og fór inn í búnings- herbergið, þar sem Agathe beið hennar með blómvönd, kamilluhvítan líkt og baldursbrá. Hún rétti henni hann og hneigði sig. „Vikapiltur kom með hanrt," sagði hún og Marianne var spennt að sjá hvað stæði á litla kortinu sem fylgdi. Það voru aðeins tvö orð, nafn, „Jason Beaufort." Ekk- ert annað. Hann hafði þá líka hugsað til hennar. En hvernig mátti það vera? Var hann kominn aftur.til Parísar? Næstum ómótstæðileg löngun greip hana og hún var komin á fremsta hlunn með að fara aftur inn á sviðið og gægjast út um fortjaldið, til þess að vita hvort hú.n kæmi nokkurs staðar auga á hann. En það var um seinan núna. Þegar var farið að heyrast í fiðlunum og kórinn hlaut að vera kominn á sviðið. Brátt myndi fortjaldið falla. En er hún lagði blómvöndinn frá sér, bærðist einkennileg tilfinning innra með henni og rak á brott allan ótta. Einungis með þessum fáeinu blómum hafði Jason megnað að færa eitthvað af styrk sínum og áræðni inn í þetta búningsherbergi. Hann var þessi 28 VIKAN 36. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.