Vikan

Tölublað

Vikan - 03.09.1976, Blaðsíða 39

Vikan - 03.09.1976, Blaðsíða 39
hlær best. Sakamá/asaga eftir A/den Kimsey. ákvað að koma Harry fyrir kattar- ncf. Fyrst datt mér eitur í hug — en svo hvarf ég frá því. Heiðarlega kúlu átti hann Harry minn skilið að fá í hausinn. Ég ákvað að koma fingraförum Mavisar Davis á skammbyssuna, en gerði mér ekki alveg ljóst, hvernig ég kæmi því við. Hyggilegra var að skjóta Harry blátt áfram sjálf og hverfa svo á braut til einhvers ríkis, sem ekkert samband hefði við Bandariki Norður- Ameríku. Auðvitað tæki ég með mér nokkur hundruð þúsund dali úr bankanum. Ég kveið því ekki, að skotfimin brygðist mér. Ég átti einu sinni vin, sem var í lögreglunni — ég hef alltaf verið veik fyrir einkennisbún- ingum. En ég hafði ekkert vopn hand- bært. Ég fór því beina leið í vopnasölu Wallys. Wally var vinur Harrys og ég sagði honum, að ég ætlaði að gefa Harry skammbyssu í afmælisgjöf. Gjöfina sagðist ég hafa valið með tilliti til allra þeirra villimanna, sem Harry gæti hvenær sem var hitt á ferðum sínum um heiminn... Wally var ákaflega skilningsríkur og valdi byssuna af sérstakri kost- gæfni, svo og skotfærin. Næstu vikurnar — Harry var farinn aftur á sjóinn — dró ég mér þrjú hundruð þúsund dali af ýmsum bankareikningum í bank- anum, skipti þeim í þúsund dala seðla og faldi þá í krókódílaskinns- töskunni minni ásamt sammbyss- unni. Þegar Harry kom aftur til hafnar, fór ég með töskuna í ástarhreiður þeirra Mavisar Davis. Það var föstudagur. Ég var með flugmiðana I töskunni og næsta mánudag yrði ég stödd á eyju í Suður-Kyrrahafi, svo ekki gæti ég orðið viðstödd útför Harrys. Ég opnað dyrnar á íbúð Mavisar Davis með lyklinum og greip þau mjög önnum kafin í rúminu. Ég þurfti þvx ekki að efast um, að grunur minn var réttur. En ég vildi samt njóta dauðauggs Harrys út í æsar. Ég miðaði byssunni á hann. Mavis æpti og stökk upp úr rúminu. Harry fór hins vegar að skellihlæja. Ég ákvað þá að drífa þetta af. Búmm kvað við í byssunni og Harry hló enn hærra. Ég hleypti af aftur og enn hló Harry. Ég hleypti af í þriðja sinn og Harry grét af hlátri. Ég greip aðra hleðslu úr töskunni og flýtti mér svo mjög, að þúsund dala seðlar fuku út um allt. Mavis æpti aftur og svo heyrði ég hana skella dyrunum á eftir sér. Harry hætti að hlæja og reif af mér byssuna. Hann tók mig í fangið og sagði: ,,Þú litla, heimska gæs — þú vissir, að Wally er vinur minn. Hélstu virkilega, að hann grunaði ekki neitt, þegar þú komst að kaupa byssuna? Kúlurnar, sem hann lét þig hafa, eru meinlausar plastkúlur úr útstillingarglugganum...” Og svo fór hann að hneppa frá mér blússunni. „Heyrðu,” sagði hann, „Ijóskur eins og Mavis hafa eiginlega aldrei verið mínar týpur. Allra síst, þegar þær hafa kastað umgerðinni. Hvað ertu eiginlega með mikla peninga I töskunni...?” Tveimur stundum síðar sátum við Harry um borð í flugvélinni á leið til Boga-Boga. Þegar okkur fór að leiðast aðgerðarleysið eftir nokkurra viknadvölþar, settum við á stofn dýfingaskóla fyrir ferðamenn. Við lifðum eins og greifar af peningunum mínum og skólagjald- inu. Strönd, sjór, sól og dýrir næturklúbbar. Þangað til Myra Mower skaut upp kollinum. Hún var nemandi okkar, og ég fékk það á tilfinninguna, að Harry byggist við einhverju sérstöku af henni, ekki bara í sjónum. Myra Mower var rauðhærð milljónera- dóttir. Þegarég spurði Harry um Myru, kyssti hann mig, hló og sagði, að rauðhært kvenfólk hefði engin áhrif á sig. Um kvöldið fann ég lykil af Grandhóteli í vasa hans og ég þurfti ekki lengi að geta mér þess til að herbergi hverrar lykilhnn sá gekk. Snemma í fyrramálið ætlar Harry að aka eftirlætisnemanda sínum á flugvöllinn, en fyrir klukkustundu fékk ég karlmann I neimsókn. Hann heitir Felix Fellini — og er einkaleynilögreglumaður. Banka- ráðið sendi hann á minn fund til að reyna að fá mig til að snúa aftur heim. Auðvelt yrði að bjarga við þessu lítilræði, sem ég dró mér af reikningum kúnnanna. En Fclix varð ástfanginn af mér, og ég kann líka vel að meta hann. Og hann er reglulegur karlmaður. Svo karlmannlegur, að í kvöld ætlar hann að koma fyrir smákassa í bílnum hans Harrys. í kassanum eru tvö kíló af dýnamíti og fleira smávegis. Þegar Harry setur bílinn í gang í fyrramálið, fer klukkan einnig af stað, og að tuttugu mínútum liðnum springur allt saman í loft upp. Þá verður hann á að giska hálfnaður með elskuna sína á flugvöllinn. Við Felix ætlum að hlæja lengi saman annað kvöld. 36. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.