Vikan


Vikan - 18.08.1977, Qupperneq 43

Vikan - 18.08.1977, Qupperneq 43
Dagur með bömum í bústöðum Hann Hermann Ragnar gerir það ekki endasleppt í barna- málum! Hann hefur nú um margra ára skeið kennt börnum frá fjögurra ára aldri að dansa, og nú hefur hann tekið að sér gæslu barna. Það eru Æskulýðsráð Reykjavíkur og Bústaðasókn, sem að þessari starfsemi standa, en auk Hermanns gæta 6 unglingar barnanna. Börnin í Bústöðum kynnast mörgu, sem er í senn skemmtilegt og fróðlegt. Þeim gefst tækifæri til að taka þátt í íþróttum, þau syngja mikið og útileikir eru mjög vinsælir hjá þeim, þegar veður leyfir. Þegar rigningin bylur á þakinu, er nnargt hægt að taka sér fyrir hendur í Bústöðum, þau teikna og halda jafnvel tískusýningar. VIKAN fylgdist með Hermanni og börnunum hans 64 á ferðalagi um Kjalarnes. Hvað skyldi verða um börn á skólaaldrinum, sem ekki komast í sveit á sumrin, og eiga foreldra sem vinna úti? — Flest þeirra sjá Urn sig sjálf og eyða deginum við leiki úti við. Mörgum þeirra leiðist eflaust, vinirnir í sveit og mamma °g pabbi í vinnunni. Þá er nú ésköp leiðinlegt að koma inn og fá sér eitthvað að borða aleinn í ^ádeginu. Vikan komst á snoðir um, að í Bústaðahverfi væri starfrækt eins konar „gæsla" fyrir þessi börn, nánar tiltekið í Bústöðum, sem er félagsheimili í kjallara Bústaða- kirkju. Hermann Ragnar Stefáns- son og sex unglingar annast börnin frá kl. 10 á morgnana til kl. 16 á daginn. Starfsemi þessi er samstarf Æskulýðsráðs Reykja- víkur og Bústaðasóknar, en er ekki bundin eingöngu við börn úr Bústaðahverfi. Börnin koma með nesti með sér, en fá mjólk á staðnum. SLÖKKVILIÐIÐ SETTI ÚTKALL Á SVIÐ Ótal margt er gert fyrir börnin í Bústöðum. Þau fara mikið á söfn, s.s. Þjóðminjasafnið, Sædýra- safnið og Náttúrugripasafnið, heimsækja Norræna húsið og fara á vinnustaði. Hermann sagði að einstakt væri, hversu hlýlegar móttökur þau hefðu alls staðar hlotið, allir hafa verið boðnir og búnir að aðstoða og kenna börnunum. Sem dæmi má nefna, þegar þau fóru í Slökkvistöðina í Reykjavík. Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóri, gerði sér lítið fyrir og lét setja á svið útkall, börnin fengu að setjast inn í bílana, og varð þeim þetta svo minnistætt, að þau eru enn að tala um þennan dag. Á miðvikudagsmorgnum fara börnin í Bústaðakirkju til séra Ólafs Skúlasonar og hann fræðir börnin um kristindóm, segir þeim sögur og síðan er sungið. — Mikið er um íþróttir, börnin fara í langstökk, spretthlaup og fótbotla, og í vikulok eru þau börn, sem bestum árangri hafa náð, verð- launuð. Á föstudögum frá kl. 14 er svo „partý" í Bústöðum. Börnin fá með sér verkefni heim, sum búa til spurningakeppni, önnur sjá um leikrit,enn önnur um tískusýningar o.s.frv. (Vinsælasti sýningarfatn- aðurinn eru baðföt, hattar og sól- gleraugu, þótt dömurnar séu ungar!) Sagði Hermann að strákunum þætti þetta alveg jafn skemmtilegt og stelpunum, og tækju mikinn þátt í þessu. Börnunum er jafnframt kennt að taka tillit hvort til annars, og taka þátt í allri hópstarfsemi. Þó fá piltarnir sinn „einkatíma” jafnt og telpurnar, t.d. leika þeir fótbolta á meðan stúlkurnar fara upp að Elliðaám að tína blóm. Sungið og spjallað saman i lautinni. 33. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.