Vikan


Vikan - 18.08.1977, Blaðsíða 54

Vikan - 18.08.1977, Blaðsíða 54
I Erfitt að hætta! Það er sennilega álíka erfitt að venja sig af því að naga neglur eins og að hætta að reykja. Naglanagarinn líður svipuð óþægindi og sígarettureykjarinn. Það finnst víst engin ,,pat- entlausn" á hvernig á að hætta að naga neglurnar. Við getum auðvitað sagt við okkur sjálf: Jæja, nú hættir þú þessum ósið og það núna strax. Og sú aðferð er vænleg fyrir þá, sem eru óvenju viljasterkir. En fyrir þá, sem eru ekki eins sterkir á svellinu eru líka ýmis ráð og ekkert þeirra er svo kjánalegt, að ekki megi reyna, ef það skyldi hjálpa ögn. Árangursríkast er að velja það tímabil, sem þú ert í góðu jafnvægi sem sé, að þér líði vel andlega og líkamlega. Virtu fyrir þér hendur þínar og ímyndaðu þér hve fallegar þær væru með löngum vellöguðum nöglum. Reynandi er að kaupa sér gervi- neglur til að sannprófa, að þú getur líka haft fallegar hendur, með löngum nöglum eins og þú sérð á myndum. Upplagt er að sétja á sig gervineglurnar þegar þú ert að horfa á sjónvarp eða ætlar að lesa því þá er oft hætta á að bitið sé í neglurnar og plastbragðið af gervinöglunumer vont. Sumir tyggja tyggigúmmí og það gefur nokkuð góðan árangur. Um leið og neglurnar hafa vaxið örlftið þarf að ýta nagla- böndunum vel upp og jafnvel sverfa neglurnar, þó manni finnist ekkert vera til að sverfa. Það er líka ágæt regla að hugsa vel um hendur og neglur á hverju kvöldi, eins og t.d. tennurnar. En vertu ekki von- svikinn þó hægt gangi, því það tekur eyðilagða nögl um 100 daga að vaxa og verða falleg aftur. Og það skaltu vita, að hafi þér tekist að safna einu sinni fallegum, vellöguðum nöglum, er fremur ólíklegt að þú byrjir að naga aftur. Shirley McLaine er ein af þeim, sem þekkt er fyrir hnyttin tilsvör auk þess að vera afbragðs leikkona og skemmtikraftur. Hún segist lengi hafa alið á þeirri ósk sinni að sjá Warren Beatty naktan og að leika með honum í kvikmynd. En takið því rólega segir hún, hann er nefnilega bróðir minn og ég hefi ekki séð hann nakinn síðan hann var 6 ára og það gæti verið spennandi að sjá af hverju konur eru svo trylltar í hann.... Handa brúðunni hennar Þessi karfa er eiginlega innkaupakarfa, en henni má auðveldlega breyta í brúðu- vöggu undir uppáhaldsbrúð- una. Og ef vaggan á að vera virkilega fín, notast hankinn fyrir skyggni, sem er fóðrað með fallegu efni svo og karfan sjálf. Mikið úrval af allskonar körfum stórum og smáum á góðu verði fást t.d. í Gjafahúsinu, Skólavörðu- stíg. Um pens/a Góðir málningarpenslar eru dýrir og þessvegna er full þörf á að ganga vel frá þeim og hreinsa þá vandlega eftir notkun. Penslar eiga að hanga — ekki liggja í krukku eða dósum. Því lengri, mýkri og þéttari sem penslarnir eru, þeim mun betri eru þeir. Og ef þú ert ,,týpan" sem „gleymir að ganga frá" er ráðlégra að kaupa heldur ódýra pensla og fleygja þeim eftir notkun. 54 VIKAN 33. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.