Vikan


Vikan - 01.06.1978, Blaðsíða 3

Vikan - 01.06.1978, Blaðsíða 3
Næstkomandi laugardagskvöld fá fslenskir jassunnendur sitt stóra tækifæri á Listahátfð. Þeir stærstu jassheiminum, Oscar Peterson og Joe Pass, ásamt bassaleikaranum góðkunna Niels-Henning Örsted Pedersen, leika fyrir þá f Laugar- dalshöll. Við segjum hér í örstuttu máli frá Oscari og Joe. allir vegir færir. Gagnrýnendur Grammyverðlaunin 1975. voru lika á einu máli um, að hann væri einstakur snillingur. Gene Lees skrifaði t.d. í Down Beat: „Ef til eru píanóleikarar, sem geta keppt við Oscar í hraða, skortir þá karlmennsku hans og þrótt, sem á rætuí sínar í blústónlist. Og ef til eru þeir, sem geta keppt við hann í krafti, skortir þá hin algeru meistaratök hans á hljóðfærinu.” Á ferli sinum hefur Peterson unnið til margvislegra verðlauna, sem styðja ummæli gagnrýnend- anna. Meðal verðlaunanna eru verðlaun Down Beat fyrir besta píanóleik í 12 ár samfleytt, hin eftirsóttu Playboyverðlaun og Fullu nafni heitir hann Joseph Anthony Jacobi Passa- laqua og er fæddur 1929 í New Brunswick í New Jersey. Fyrsta gítarinn fékk hann í afmælis- gjöf, þegar hann var níu ára, en þá hafði hann séð Gene Autry leika á gítar í kvikmyndum. Ári seinna heyrði hann plötur með Charlie Christian og Django Reinhardt, og þá vaknaði áhugi hans fyrir alvöru. Hann æfði sig sjö til átta klukkustundir á dag, svo það var rétt að hann hefði tíma til þess að ganga i skóla, borða og sofa. Faðir hans hélt honum að gítarnum og sá til þess, að hann æfði sig nógu mikið. Joe segir svo frá: „Ef einhver lék á gítar í útvarpinu á sunnudagsmorgni, þá sagði pabbi alltaf: Sæktu gítarinn þinn Joe og leiktu þetta eftir.” Joe hafði ekki kennara, en með aðstoð föður síns fann hann hljóma á gítarnum, og seinna fékk hann nokkrar bækur, sem hann hafði gagn af. Um tvítugt fór hann til New Um píanóleik sinn segir Peter- son: „Ég leik eftir því sem hend- urnar og hjartað segja til um, þegar ég geng inn á sviðið.” Peterson hefur líka samið tón- verk, en þekktast þeirra er lands- lagslýsingin Canadian Suite. Hver þáttur hennar lýsir svæði í Kanada, sem verkað hefur á hugarflug hans. Fyrir all- mörgum árum stofnaði hann tónlistarskóla t Toronto ásamt Ray Brown og Ed Thigpen, sern leika á bassa og trommur í tríóinu hans. Peterson kenndi við skólann í nokkur ár, en neyddist svo til að leggja York og fór fljótlega að djamma með Dizzy Gillespie, Charlie Parker, Coleman Hawkins og Art Tatum í 52. stræti. Á sjöunda áratugnum vann Pass í stúdiói, en þreyttist fljótlega á því og vann með George Shearing í tvö ár. Síðan réðst hann til útgáfufyrirtækis Normans Granz að tillögu Oscars Peterson. Fyrsti árangur þess var plata, sem vann Grammyverðlaunin 1975, „The Trio”, en á henni léku Oscar Peterson, Pass og bassaleikarinn Niels-HenningÖrsted Pedersen. Joe Pass er mjög eftirsóttur til aðstoðar á tónleikum og kemur oft fram með fólki eins og Ellu Fitzgerald, Count Basie og Oscari Peterson. Tónlistin er honum allt, og hann segir: „Tónlistin er mér mjög mikil- væg. Með henni vinn ég fyrir mér, og það líkar mér, þvi ég hef gaman af að spila. Samt er hún ekki mikilvægasti þátturinn í lífi mínu — því það er fjöl- skyldan”. skólann niður vegna annríkis við hljómleikaferðir. Um hljómsveit sína hefur Peterson sagt: „Okkur hefur alltaf tekist að viðhalda eld- móðinum og verið heiðarlegir í starfi. Ég gæti aldrei hætt því, sem ég er að gera núna. Ég gæti aldrei sest í helgan stein og gerst stúdíóhljómlistarmaður. Mér var boðið slíkt starf fyrir löngu, en það samræmdist ekki lífshátt- um mínum.” Þótt Peterson sé kannski þekktastur fyrir tríóið sitt, hefur hann einnig komið fram sem einleikari í mörgum frægustu hljómleikasölum heims. „Hann er einn af fáum píanóleikurum, sem eru á við heila sinfóníu- hljómsveit, þótt þeir séu einir”, segir Norman Granz. „Peterson er einn af mestu einleikurum allra tíma og lætur tæknina ekki skyggja á hina tæru hugsun sína og dásamlega hressilegan leik. Hann hefur leitt til fullkomn- unar þá uppgötvun, sem Earl Hines gerði fyrir 40 árum, að hægri hönd píanóleikarans sé einleikshljóðfæri í sjálfri sér.” Þetta eru orð breska gagnrýn- andans Benny Green. Oscar Peterson stendur á hátindi frægðar sinnar. Hann er fjölhæfastur og slyngastur allra píanóleikara, síðan hinn mikil- hæfi Art Tatum leið. Einhver komst svo að orði, að Oscar og píanóið ættu eins vel saman og egg og bacon, og það er ekki svo afleit samlíking. NIELS PEDER- SEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.