Vikan


Vikan - 01.06.1978, Síða 3

Vikan - 01.06.1978, Síða 3
Næstkomandi laugardagskvöld fá fslenskir jassunnendur sitt stóra tækifæri á Listahátfð. Þeir stærstu jassheiminum, Oscar Peterson og Joe Pass, ásamt bassaleikaranum góðkunna Niels-Henning Örsted Pedersen, leika fyrir þá f Laugar- dalshöll. Við segjum hér í örstuttu máli frá Oscari og Joe. allir vegir færir. Gagnrýnendur Grammyverðlaunin 1975. voru lika á einu máli um, að hann væri einstakur snillingur. Gene Lees skrifaði t.d. í Down Beat: „Ef til eru píanóleikarar, sem geta keppt við Oscar í hraða, skortir þá karlmennsku hans og þrótt, sem á rætuí sínar í blústónlist. Og ef til eru þeir, sem geta keppt við hann í krafti, skortir þá hin algeru meistaratök hans á hljóðfærinu.” Á ferli sinum hefur Peterson unnið til margvislegra verðlauna, sem styðja ummæli gagnrýnend- anna. Meðal verðlaunanna eru verðlaun Down Beat fyrir besta píanóleik í 12 ár samfleytt, hin eftirsóttu Playboyverðlaun og Fullu nafni heitir hann Joseph Anthony Jacobi Passa- laqua og er fæddur 1929 í New Brunswick í New Jersey. Fyrsta gítarinn fékk hann í afmælis- gjöf, þegar hann var níu ára, en þá hafði hann séð Gene Autry leika á gítar í kvikmyndum. Ári seinna heyrði hann plötur með Charlie Christian og Django Reinhardt, og þá vaknaði áhugi hans fyrir alvöru. Hann æfði sig sjö til átta klukkustundir á dag, svo það var rétt að hann hefði tíma til þess að ganga i skóla, borða og sofa. Faðir hans hélt honum að gítarnum og sá til þess, að hann æfði sig nógu mikið. Joe segir svo frá: „Ef einhver lék á gítar í útvarpinu á sunnudagsmorgni, þá sagði pabbi alltaf: Sæktu gítarinn þinn Joe og leiktu þetta eftir.” Joe hafði ekki kennara, en með aðstoð föður síns fann hann hljóma á gítarnum, og seinna fékk hann nokkrar bækur, sem hann hafði gagn af. Um tvítugt fór hann til New Um píanóleik sinn segir Peter- son: „Ég leik eftir því sem hend- urnar og hjartað segja til um, þegar ég geng inn á sviðið.” Peterson hefur líka samið tón- verk, en þekktast þeirra er lands- lagslýsingin Canadian Suite. Hver þáttur hennar lýsir svæði í Kanada, sem verkað hefur á hugarflug hans. Fyrir all- mörgum árum stofnaði hann tónlistarskóla t Toronto ásamt Ray Brown og Ed Thigpen, sern leika á bassa og trommur í tríóinu hans. Peterson kenndi við skólann í nokkur ár, en neyddist svo til að leggja York og fór fljótlega að djamma með Dizzy Gillespie, Charlie Parker, Coleman Hawkins og Art Tatum í 52. stræti. Á sjöunda áratugnum vann Pass í stúdiói, en þreyttist fljótlega á því og vann með George Shearing í tvö ár. Síðan réðst hann til útgáfufyrirtækis Normans Granz að tillögu Oscars Peterson. Fyrsti árangur þess var plata, sem vann Grammyverðlaunin 1975, „The Trio”, en á henni léku Oscar Peterson, Pass og bassaleikarinn Niels-HenningÖrsted Pedersen. Joe Pass er mjög eftirsóttur til aðstoðar á tónleikum og kemur oft fram með fólki eins og Ellu Fitzgerald, Count Basie og Oscari Peterson. Tónlistin er honum allt, og hann segir: „Tónlistin er mér mjög mikil- væg. Með henni vinn ég fyrir mér, og það líkar mér, þvi ég hef gaman af að spila. Samt er hún ekki mikilvægasti þátturinn í lífi mínu — því það er fjöl- skyldan”. skólann niður vegna annríkis við hljómleikaferðir. Um hljómsveit sína hefur Peterson sagt: „Okkur hefur alltaf tekist að viðhalda eld- móðinum og verið heiðarlegir í starfi. Ég gæti aldrei hætt því, sem ég er að gera núna. Ég gæti aldrei sest í helgan stein og gerst stúdíóhljómlistarmaður. Mér var boðið slíkt starf fyrir löngu, en það samræmdist ekki lífshátt- um mínum.” Þótt Peterson sé kannski þekktastur fyrir tríóið sitt, hefur hann einnig komið fram sem einleikari í mörgum frægustu hljómleikasölum heims. „Hann er einn af fáum píanóleikurum, sem eru á við heila sinfóníu- hljómsveit, þótt þeir séu einir”, segir Norman Granz. „Peterson er einn af mestu einleikurum allra tíma og lætur tæknina ekki skyggja á hina tæru hugsun sína og dásamlega hressilegan leik. Hann hefur leitt til fullkomn- unar þá uppgötvun, sem Earl Hines gerði fyrir 40 árum, að hægri hönd píanóleikarans sé einleikshljóðfæri í sjálfri sér.” Þetta eru orð breska gagnrýn- andans Benny Green. Oscar Peterson stendur á hátindi frægðar sinnar. Hann er fjölhæfastur og slyngastur allra píanóleikara, síðan hinn mikil- hæfi Art Tatum leið. Einhver komst svo að orði, að Oscar og píanóið ættu eins vel saman og egg og bacon, og það er ekki svo afleit samlíking. NIELS PEDER- SEN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.