Vikan


Vikan - 01.06.1978, Síða 10

Vikan - 01.06.1978, Síða 10
Þegar hún fékk blómin frá hinum óþekkta aðdáanda, varð líf hennar skyndilega spenn- andi og fullt af dulúð. JrAÐ hringdi við dyrnar. Hún lyfti höfði og hlustaði. Það var óvenjulegt svo snemma dags, hún fékk yfirleitt ekki heimsóknir um þetta leyti. Svo hringdi aftur. Hún lagði afþurrk- unarklútinn frá sér og fór fram i forstof- una. Þegar hún lauk upp útidyrunum, stóð ungur maður í bláum jakka við dyrnar. 1 hendinni hélt hann á blóm- vendi, sem var vafinn i þunnan, grænan pappír. Við gangstéttarbrúnina stóð sendiferðabíll. — Eruð þér Dóra Markússen? spurði ungi maðurinn. — Já, þaðerég. — Ég átti að afhenda yður þessi blóm. Gerið þér svo vel. Hann rétti vöndinn til hennar. Hún tók hikandi við honum. Blóm til hennar? Ungi maðurinn kinkaði glaðlega kolli og gekk til baka að bílnum. Hún stóð og horfði á eftir honum og var að hugsa um að kalla til hans og spyrja. hvort hann væri nú alveg viss um. að hún ætti blóm- in. Svo lét hún hurðina aftur og gekk inn. Skyndilega varð hún gagntekin Ijúfri eftirvæntingu. Gat hún hafa gleymt ein- hverju. Ekki var afmælið hennar, og ekki heldur brúðkaupsdagurinn þeirra. Maðurinn hennar var vanur að muna þá. Hann sá alltaf um að færa henni blóm á merkisdögum. en það voru lika einu tækifærin sem hann notaði til að gefa henni blóm. Hún var skjálfhent. þegar hún losaði kortið, sem fest var við umbúðirnar. Hún opnaði umslagið varlega með hníf og tók upp kortið. Með snoturlegri skrift stóð: Frá óþekktum aðdáanda. Ekkert annað, aðeins þessi stutta setn- ing ... Óþekktur aðdáandi ... Þetta hljómaði einkennilega. Hún horfði út um eldhúsgluggann, eins og hún byggist við að finna þar svar. Svo leit hún á blómvöndinn. Hún vissi ekki til þess, að hún ætti nokkra aðdáendur. Auðvitað þekktu þau Morten marga og umgengust náið nokkra vini, en hún efaðist um, að nokk- ur þeirra væri hrifinn af henni umfram það sem eðlilegt gat talist. Gat þetta ver- ið grin? Egon Petersen. sem var vinnu- l'clagi Mortens. var mesti grallaraspói og l'ann upp á ótrúlegustu hlutum. En hann var nokkuð aðsjáll með fé. og þessi blómvöndur hafði kostaðskildinginn. Hún tók fram blómavasa og raðaði blómunum af kostgæfni í hann. Hún andaði að sér höfgum ilmi blómanna og fann, hvernig eftirvænting og dulúð gagntók hana við tilhugsunina um eitt- hvað spennandi og dularfullt. Hún bar blómin inn i stofuna og setti þau á sófa- borðið. Einhver óþekktur aðdáandi . . hver? Hvað ætli Morten segði, þegar hann sæi blómin? Hún yrði auðvitað að sýna honum kortið. Kar.nski yrði hann af- brýðisamur? Hún vissi ekki, hvort hann gat yfirleitt orðið afbrýðisamur. Hingað til hafði hún ekki gefið honum tilefni til slíks. BLÓMIN færðu birtu og yl inn í hversdagslega önn tilveru hennar. Dag- urinn hafði byrjað likt og allir aðrir dag- ar. Hún hafði snætt morgunverð með Morten, þau höfðu skipst á nokkrum innihaldslausum setningum, hann hafði haldið til vinnu sinnar og hún hafið morgunverkin. En blómin breyttu öllu. Hvað vildi hinn óþekkti aðdáandi með blómasend- ingu þessari? Og hver var hann? Hún gat ekki látið vera að skoða sjálfa sig i speglinum. Hún var hálf fertug og alls ekki óásjáleg kona. Hún vissi það vel. Hún hafði alltaf gætt þess vel að fitna ekki og var ungleg i útliti. 1 Vera vinkona hennar hafði oft öfundað hana og sagt: — Bara að ég gæti haldið mér svona grannri og unglegri. Dóra, hvernig ferðu að? Hún var vön að brosa og segja, að hún vissi það ekki. Vera var feitlagin og frúarleg, en reglulega aðlað- andi kona. Hún lagaði hárið og horfði rannsak- andi á andlit sitt. Karlmenn horfðu nú yfirleitt á eftir ungum stúlkum, en það var alls ekki útilokað, að einhver hefði komið auga á hana og hrifist. Fyrir karl- mann um fimmtugt var hún auðvitað ung. Hún hafði fengið blóm. Seinna . . . já, seinna, hvað myndi þá verða? Þau Morten höfðu lifað i hamingju- sömu hjónabandi. Þeim þótti vænt hvort um annað og gátu veitt sér meira en vinir þeirra, af þvi að þau voru barn- laus. Morten var henni allt. Hún gat ekki hugsað sér lif með öðrum. Eins og öllum öðrum húsmæðrum fannst henni af og til lifið hversdagslegt og leiðinlegt, en hún var mikið út á við og gat veitt sér alla þá tilbreytingu, sem hugurinn girnt- ist. Þrátt fyrir þetta fannst henni spenn- andi að hugleiða, hvað þessi blómasend- ing gæti leitt til. Það var ekki bannað að leika sér i huganum, og innst inni bar hún leyndar þrár. Hún átti sér drauma, þeir voru bara hennar og saklausir. Hún vildi njóta aðdáunar, en aldrei myndi hún verða Morten ótrú. Aldrei. ALLAN morguninn snérust hugsanir hennar um blómin. Þegar hún var að borða hádegismatinn, datt henni skyndi- lega í hug, að blómin gætu allt eins verið frá konu! Strax og hún hafði tekið við blóm- vendinum hafði hún slegið þvi föstu, að þau væru frá einhverjum karlmanni. Að hinn óþekkti aðdáandi væri karlmaður. En í rauninni gátu blómin allt eins verið frá konu, sem var að votta henni þakk- læti fyrir eitthvað. Hana rak bara ekki minni til að hafa gert nokkuð sérstakt fyrir einn né neinn nýlega. Oft hafði hún reyndar gefið Veru góð ráð og hjálpað henni í vandræðum, en Veru myndi ekki detta i hug að senda blóm. Nei, blómin voru frá karlmanni. Hver var hann, hvernig leit hann út? Þetta vildi hún vita. En henni dátt enginn i hug. Nú hafði hún tækifæri til að gera Morten svolítið afbrýðisaman. Hann leit á hana eins og sjálfsagðan hlut, og það var hún kannski. En nú ætlaði hún að láta hann sjá sig I öðru ljósi. Það myndi ýta við honum, þegar hann sæi, hvað stæði á kortinu, sem fylgdi þessum mikla blómvendi. Hún reyndi að ímynda sér hvað gerð- ist, þegar hann kæmi inn í stofuna. Hann kæmi auga á blómin og segði: Hamingjan sanna, hefur þú keypt blóm? Og hún myndi hrista höfuðið og brosa íbyggin og útskýra svo fyrir honum, hvernig á blómunum stæði. Þau höfðu aldrei átt nein leyndarmál hvort fyrir öðru, og þannig átti ekki heldur að vera nú. Hann færi eflaust einnig að hugleiða, hvernig á þessu stæði og spyrði hana i þaula. En hún gæti með góðri samvisku svarað þvi, að hún væri jafn nær og hann i þessu tilliti. Hún var i sólskinsskapi allan daginn. Meðan hún matbjó kvöldverðinn, raul- aði hún glaðlega fyrir munni sér. Hún lagði á borð inni i stofu og gaut augun- um til blómanna í hvert sinn, sem hún átti leið um stofuna. Hún lét hugann reika víða og hugsaði um alla karlmenn- ina í vinahóp þeirra og reyndi að láta sér detta í hug, hvort þar væri hinn dular- fulla aðdáanda að finna. En henni var ómögulegt að hugsa sér nokkurn þeirra í hlutverki hins ókunna riddara. Þetta voru allt giftir menn, sem lifðu friðsælu. hamingjusömu fjölskyldulífi með kon- um og börnum. Eða var ekki svo? Hún áleit þaðí þaðminnsta. Algjörlega ókunnur maður? Einhver, sem af tilviljun hafði séð hana og haft upp á heimilisfangi hennar? Henni fannst tilhugsunin æsandi og var upp með sér af því að vekja aðdáun, sem verð var svo yndislegra blóma. HÚN hrökk við, þegar lykli varstung- ið í skrána og heyrði, að bóndi hennar var þar á ferðinni. Henni datt rétt sem snöggvast í hug að þjóta inn i stofu og fela blómin, Morten máttiékki sjá þau. En hún var of sein á sér, hann var kominn inn úr dyrunum. Hann setti skjalatöskuna frá sér í forstofunni, fór úr frakkanum og kom inn í eldhúsið. — Halló, sagði hann hversdagslegri röddu. — Á ég að taka kartöflufat- ið með inn? Hann kyssti hana lauslega á kinnina. — Takk, ég er búin að bera á borð, sagði hún. Hann néri saman höndum og gekk inn i stofu. — En sá ilmur, sagði hann og gekk að matborðinu. Hún kom hægt á eftir honum og bjóst við, að hann kæmi auga á blómin, en hann settist og byrjaði strax að fá sér á diskinn. Hún settist andspæn- is honum við borðið. — Jæja, hvað hefur gerst i dag? spurði hann og rétti henni kartöflufatið. — O, svo sem ekkert sérstakt... — Bókhaldarinn okkar sagði upþ í dag, það hefur ekki verið um annáð rætt innfrá í dag. Þú veist, að þeir áttu ekki skap saman, forstjórinn og hann. For- stjórinn er reyndar i hálfgerðum vand- ræðum og veit ekki, hvert hvort hann á að gleðjast eða harma uppsögn karlsins. En við hin vitum, að nú loks verður von um vinnufrið.. . Húnkinkaði kolli. — Þetta verður best fyrir alla aðila, sagði hún. Hann masaði áfram, meðan þau borð- uðu. Hún skaut bara inn orði og orði, þar sem við átti. Þegar þau höfðu lokið máltíðinni, fór hún strax að bera fram af borðinu. Morten settist i hægindastólinn Smásaga eftir Court Haurvig. FRÁ ÓÞEKKTUM AÐDÁANDA 10 VIKAN 22. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.