Vikan


Vikan - 01.06.1978, Side 23

Vikan - 01.06.1978, Side 23
dollara i viðbót," bætti hann við. „Ég vildi ekki láta þig sýnast niskur.” Judd fann tii skyndilegrar ástúðar i garð litla feita mannsins. „Sástu, hver gerði þetta?” „Nei. Það var gert áður en ég kom. Klukkan sex komst ég að þeirri niður- stöðu, að það kæmi enginn eftir það, svo ég kíkti." Hann benti á lafandi virana. „Vinir þínir eru einstaklega elskulegir. Þeir settu upp aðra gildru, svo að dýna- mitið springi, ef þú svo mikið sem lyftir vélarhlífinni alla leiðina upp. Það sama hefði auðvitað gerst, ef þú hefðir sett bil- inn í gang. Það er nóg af þessu til að þurrka út hálfa bílgeymsluna." Judd varð skyndilega óglatt. Moody horfði á hann fullur samúðar. „Hresstu þig upp,” sagði hann. „Sjáðu hvað við erum komnir langt. Við vitum tvennt. í fyrsta lagi vitum við, að þú ert ekki bil- aður. Og í öðru lagi — ” brosið hvarf af andliti hans — „vitum við, að það liggur einhverjum þessi reiðinnar býsn á að drepa þig, dr. Stevens." TÍUNDI KAFLI. Þeir sátu i stofunni i ibúð Juddsog töl- uðu saman. Þrekvaxinn likami Moodys var breiddur yfir stóra sófann. Moody var þegar búinn að setja hluta sprengj- unnar, sem hann hafði gert óvirka, í far- angursrými bílsins sins. „Hefðirðu ekki átt að skilja hana þarna eftir, svo lögreglan gæti rannsak- að hana?” spurði Judd. ANDLIT ÁN GRÍMU „Ég segi alltaf. að það. sem ruglar mann mest i heimi hér. séu of miklar upplýsingar.” „En hún hefði sannað McGreavy það. að ég væri að segja sannleikann." „Er það?" Judd skildi. við hvað hann átti. Að þvi er McGreavy varðaðk þá hefði Judd get- að sett hana þarna sjálfur. Samt virtist honum það einkennilegt, að einkaspæj- ari leyndi lögregluna sönnunargögnum. Honum fannst Moody vera eins og risa- vaxinn isjaki. Meirihluti mannsins var falinn undir yfirborðinu, undir grimu blíðlynds smábæjarklaufa. En nú. þegar hann hlustaði á Moody tala, fylltist hann hrifningu. Hann var ekki brjálaður og heimurinn var allt í einu ekki fullur af trylltum tilviljunum. Morðingi gekk laus. Raunverulegur lifandi morðingi. Og af einhverjum ástæðum hafði hann kjörið sér Judd fyrir fórnarlamb. Guð minn góður, hugsaði Judd. Mikið er auðvelt að eyðileggia sjálfsímynd okkar. Fyrir fáeinum andartökum hafði hann verið þess reiðubúinn að trúa, að hann þjáðist af ofsóknarbrjálæði. Hann stóð í ómetanlegri þakkarskuld við Moody. .....þú ert læknirinn,” sagði Moody. „Ég er bara gamall spæjari. Ég segi allt- af. að ef mann vantar hunang, þá á mað- ur að fara i býkúpu.” Judd var farinn að skilja málfar Moodys. „Þú vilt að ég láti uppi mina skoðun á þvi, hvers konar manni eða mönnum við erum að leita að." „Það var lóðið,” sagði Moody geisi- andi. „Erum við að berjast við einhverja morðóða brjálæðinga af vitlausraspít- ala — ?” Geðsjúkrahúsi. hugsaði Judd ósjálf- rátt. — „eða er þetta eitthvaðdýpra?" „Eitthvað dýpra.” svaraði Judd þegar i stað. „Hvers vegna heldurðu það, doksi?” „í fyrsta lagi brutust tveir menn inn í skrifstofu mína i gær. Ég gæti kingt þeirri kenningu, að um einn geðsjúkling væri að ræða, en tveir, sem vinna sam- an.erof mikiðafþví góða." Moody kinkaði kolli með velþóknun. „Égskil. Haltu áfram.” „1 öðru lagi gæti sjúkur hugur verið haldinn þráhyggju, en hann vinnur eftir ákveðnu mynstri. Ég veit ekki, hvers vegna John Hanson og Carol Roberts voru drepin, en ef mér skjátlast ekki því meir, þá á ég að verða þriðja og siðasta fórnarlambið." „Hvers vegna heldurðu að þú sért sá siðasti?” spurði Moody forvitinn. „Vegna þess,” svaraði Judd, „að ef önnur morðættu að verða, þá hefðu þeir haldið áfram með listann i fyrsta skiptið. sem þeim mistókst að kála mér. Þess í stað hafa þeir einbeitt sér að þvi." „Veistu,” sagði Moody með velþókn- un, „þú ert bara fæddur leynilögga." Judd gretti sig. „Það eru ýmis atriði, sem koma ekki heim og saman." „Eins og?" „í fyrsta lagi tilgangurinn," sagði Judd. „Ég veit ekki um neinn, sem —” „Við komum að því seinna. Hvað annað?” „Ef einhver vill í rauninni sáiga mér, þá þurfti ökumaður bílsins, sem ók á mig. ekki annað að gera en bakka og aka yfir mig. Ég var meðvitundarlaus." „Ah! Þar komum við að herra Ben- son." Judd horfði á hann í forundran. „Herra Benson er vitnið að árekstrin- um," útskýrði Moody góðmannlega. „Ég fékk nafn hans úr lögregluskýrsl- unni og fór að hitta hann eftir að þú fórst af skrifstofunni minni. Það gerir þrjá og fimmtíu fyrir leigubíl. Ókei?" Judd kinkaði kolli orðvana. „Herra Benson — hann selur annars loðskinn. Dásamlega hluti. Ef þú vilt einhvern tímann kaupa eitthvað handa kærustunni, þá get ég útvegað þér þau á afsláttarverði. Jæja, á þriðjudaginn, þeg- ar slysið varð, var hann að koma út úr skrifstofubyggingunni þarsem mágkona hans vinnur. Hann hafði farið til hennar með pillur, þvi Matthew bróðir hans, sem selur biblíur. var með flensuna og Mér leiöist að þurfa að horfa :á þetta illgresi. ; Það hefur ekki verið búið i þessuhúsiiár. Þvi ekki að byrgja fyrir það með hárri girðingu? Góð hjgmynd. Duiributcd by Kinit Kccturci Syndicatc. Virðist nokkuð dýrt ti) þess að fela nokkrar _ plðntur. ___________, "Nú, jæja. Girðinginx er komin upp. < Astæðulaust að veraj \_,að rifa hana.<-r Heyrðu. Það er einhver fluttur þarna inn. i— Haltu þér saman. Þú ættir að )' gægjast aðeins yfir. ) ! Standið þið ekki eins og Fariö að taka niður þessa bjánalegu girðingu. ’PUTT 22. TBL.VIKAN 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.