Vikan


Vikan - 01.06.1978, Side 39

Vikan - 01.06.1978, Side 39
Bláa nœlan hann fyllti umhverfi sitt bæði með persónuleika sinum og líkamsvexti. Varir hennar kipruðust, og hún brosti á móti, en hélt áfram að búa til ávaxta- salatið þeirra. Andrúmslofið var betra, og hún var því fegin. Það gat verið mjög þreytandi að bera blýlóð í brjóstinu og hafa bómull i stað heila. Ross tyllti sér á stól i morgunverðar- horninu þeirra. og hnifur Maggie hélt áfram að sneiða ávextina. Hún afhýddi vinber og skar þau i sundur. fjarlægði steinana af mikilli leikni og setti aldin- kjötiðí kristalsskál. „Hvernig gekk að fóðra þá riku I dag?" spurði Ross. ,. Var það ekki kokkteilboð?” „Jú. Frú Hetherington yrði himin- lifandi, ef hún heyrði þig kalla hana rika. Hún skammaði mig fyrir að segja henni ekki, að ég væri að flytja burt." Hún flýtti sér að bæta við. þegar maður hennar hætti við að stinga upp í sig vinberi: „Ég sagði henni, að henni skjátlaðist og að það væri bara þú, sem færir til að sjá, hvort þú óskaðir eftir flutningunum, sem þér hefðu boðist. Ég var mjög orðvör.” „Fint hjá þér." Röddin gaf ekkert til kynna — var hvorki þurrleg né hæðin. „Hvar ná þessar konur sér í allar þessar upplýsingar?” „í golfklúbbnum. Eða bridds-klúbbn- um ... ” Maggie hugsaði sig um. „Ég man það núna. Hún sagði. að það hefði verið i golfklúbbnum. Hvernig gengur með rafeindafræðina?" „Ágætlega. Ætlarðu ekki aðsetjast?'' „Ekki alveg strax. Maturinn verður tilbúinn eftir fimm minútur." Þegar á allt var litið. hafði kvöldið’ hreint ekki byrjað svo illa. og Ross kom þvi nær öllu I lag þeirra á milli. Hann var ekki nema hálfnaður með ávaxta- salatað sitt. þegar hann skipti allt I einu skapi á þann hátt. sem henni var svo kær og sem sló svo oft vopnin úr höndum henni. sagði „Maggie" blíðlega og biðjandi og rétti henni höndina yfir borðið. þannig að lófinn snéri upp. „Ó. Ross," sagði hún klökk, og lagði hönd sina í hans. Tárin fóru að streyma niðurkinnarhenni. „Maggie, ég er mjög óhamingju- samur." Rödd hans var alvarleg og ásakaði þau bæði. „Það er ég lika. Ó. Ross, elskan mín, þaðerég lika.” Þau ræddu saman, sættust og elskuðust. fyrst af örvænlingarfullri þrá. siðan með bliðu. Siðar sagði Ross hljóðlega i tóntegund. sem hefði getað verið sjálfsánægjurödd sigurvegarans. en gat rétt eins verið syfjulega ánægja: „Kemurðu þá með til Amsterdam?" Maggie settist snöggt upp og greip andann á lofti. Hlý áhrif ástarleiksins hurfu frá henni á svipstundu. Þetta var sigurhrós, hún var sannfærð um það. Maðurinn hennar virtist vera fagnandi. „Af hverju heldurðu það?" spurði hún hvasst. „Hvað hefur breyst, svo að ég samþykki það allt í einu að breyta lífi minu til að fella það að þínu?" Ross settist lika upp og kveikti ljósið. Hann starði á hana i fyrstu deplaði augunum og leitaði að einhverju. sem hann fann ekki i andliti hennar — ef til vill bliðu. skilningi, eftirlátssemi. fyrst og fremst eftirlátssemi, hugsaði Maggie beisk. En hún hafði alls ekki i hyggju að leika litla og hlýðna konu, hvorki nú né nokkru sinni, og það vissi Ross vel. Hún dró sængina yfir sig og starði á hann á móti. ^ÍaSAVÆNGIR hans titruðu af fyrirlitningu. Hann hafði aldrei fyrr litið á hana með fyrirlitningu. Hann reif sængina snöggt af henni aftur og sagði: „Þú þarft ekkert að fela eða vernda þig fyrir mér. Sem stendur hef ég ekki minnsta áhuga á undaðslegum likama þinum. Og stundum furða ég mig á þvi, hvað ég sá við huga þinn. Um hvað ertu að hugsa. Maggie?" Þegar hún snéri sér undan, greip hann hranalega um axlir hennar. snéri henni að sér og neyddi hana til að horfa á reiðilegt, ásakandi andlit sitt. „Heldur þú, að ég sé þess háttar maður, sem imyndar sér, að hann fái sinu framgengt með ástaratlotum? Auðveld leið til að sannfæra þig? Er það? Þú móðgar okkur bæði." Ross þeytti henni hálft i hvoru frá sér, þannig að hún lá samanhnipruð i hjóna- rúminu. Sjálfur reis hann upp og klæddi sig i buxurog peysu. „Hvert ertu að fara?" Maggie rétti úr sér, og rödd hennar var hvöss, en áhyggjufull. „Stendur þér ekki á sama?" spurði. hann. fórniður ogút. Hún hljóp berfætt að glugganum og horfði út. Andartaki siðar sá hún Ross hraða sér niðurlútan að bilskúrnum. Hann tók annað reiðhjólið, sem þau notuðu stundum á sveitavegunum og flýtti sér burt. eins og djöflar væru á hælum hans. Maggie stóð þarna i óratima með hendurnar krepptar á milli brjóstanna. Loks, þegar hún var orðin stirð af kulda. klæddi hún sig i slopp og reikaði um húsiðeinsogdraugur. Að lokum skreiddist hún þreytulega aftur i rúmið. Hún heyrði ekki, þegar maður hennar kom heim aftur. og hans hluti af rúminu var enn auður og kaldur næsta morgun. Hún flýtti sér niður, skelfingu lostin yfir að hafa sofnað og fann Ross þar fyrir liggjandi á sófa og meðbilteppi yfirsér. Maggie hallaði sér upp að dyra- stafnum, máttvana af létti og samúð. Hann var svo þreytulegur með annan handlegginn teygðan frá sér á undar- legan hátt, hárið úfið og dökka bauga undir augunum. Áður en hún gat hreyft sig eða sagt eitthvað. hvað þá vakið hann með tei, þá lauk hann upp augunum og leit á hana. Augnaráð hans varð þegar i stað fjandsamlegt, og hann stóð strax á fætur og leit á úrið sitt, sem hann hafði jafnvel á handleggnum, þegar hann svaf. „Éger orðinn seinn fyrir," sagði hann þurrlega. „Vertu ekkert að hafa fyrir morgunmat handa mér. Ég fæ mér eitthvað I lestinni." „Það er engin fyrirhöfn.” Hún óskaði þess, að hún hefði ekki hljómað svona stutt i spuna. að hún gæti farið til hans. snert hann, gert eitthvað til að minnka kvölina, sem þau fundu bæði til. „Égerekkisvangur." Hún bjó til Sterkt kaffi, á meðan hann rakaði sig, en hann afþakkaði allan mat. og eftir fáein einsatkvæðisorð var hann farinn. Næstu dagana töluðu Maggie og Ross saman eins og ókunnugt fólk, og þau ræddu jafnvel um lögskilnað. Þau komu sér saman um það að hafa ekkert samband sin á milli i tvær vikur og taka svoendanlega ákvörðun um framtíðina. þegar Ross kæmi aftur frá Hollandi. „Þú kannt kannski ekki við þig þar?" sagði hún, og í rödd hennar var löngunarfull spurning. En nú var þetta orðið að stórmáli þeirra á milli. og hún vissi. að maðurinn hennar fór ekki lengur til Amsterdam með opinn huga. Hann fór þangað ákveðinn i að láta sér geðjast vel að öllu. sem hann sá. Þegar Ross fór til Amsterdam fáeinum dögum siðar. voru þau hætt að talast við. Maggie ók honum ekki einu sinni til Brighton. heldur Igl hann fara þangað I sinum bil og leggja honum skammt frá stöðinni. Þau kysstust stuttaralega við útidyrnar. og hún sagði, eins og hún væri að tala við ókunnugan ntann: „Skeinmtu þér vel.” „Það ætla ég mér að gera. Ég vona. að þú njótir matarins þins. Maggie." Næsta dag barst flensu- faraldurinn. sem hafði verið að ganga, til Brighton. Tvær veislur og matarboð voru afboðuð með skömmum fyrirvara, og Maggie stóð skyndilega uppi með heilmikið af hálflöguðum mat og of mikinn tímaaflögu. Tilbreyting gæli verið svarið. sagði hún við sjálfa sig. Hún gæti farið til London í ibúðina, sem hún og Donna, litla systir hennar, áttu sameiginlega. farið i bíó og séð ýmsar sýningar. Engu að siður var hún á báðum áttum um það. hvort heimsókn til London og hinnar léttlyndu Donnu væri það, sem hún þarfnaðist. Á miðvikudagskvöldið tóku örlögin af skarið fyrir hana. Anna Maxwell hringdi. Anna Maxwell var guðmóðir Ross og gift manni. sem var tuttugu árum eldri en hún. Edward Maxwell hafði verið veikur og þurfti að komast úr bænum, á meðan hann var að jafna sig. Gat Maggie mælt með einhverju rólegu sveitahóteli. eða vissi hún um þægilegt hús i einkaeign, sem þau gætu leigt i einaeða tværvikur? Maggie hugsaði sig ekki um tvisvar. heldur sagði. að þau gætu verið á býlinu þeirra. Ross væri i Amsterdam i viðskiptaerindum, og sjálf ætlaði hún að flytja í ibúðina i London, þannig að þau hefðu staðinn fyrir sig i hálfan mánuð. „Ég skil heimilisfangið og simanúm- 22. TBL.VIKAN 39

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.