Vikan


Vikan - 01.06.1978, Síða 47

Vikan - 01.06.1978, Síða 47
Robin svo að gera Jean Armour að frú Burns. Hann kaupir mahónírúm, „með göflum, stoðum og þaki,” og stofnar heimili með Jean og kunngerir umheiminum, að nú séu þau eitt. Nokkrum dögum síðar fæðir Jean aftur tvíbura. Fyrst um haustið var hjónabandið viðurkennt af kirkjuráðinu í Mauchline, litla bænum, þar sem þau höfðu sest að. Mánuði síðar tilkynnti stúlka, Jenny Clow að nafni, að Robert Burns væri faðir að nýfæddum syni hennar. Með tímanum varð slíkt eins og sjálf- sagður hlutur. Enn þann dag í dag eru menn ekki sammála um, hve marga afkomendur Burns átti. Jean bar þetta allt með óbugandi þolinmæði. Hún var skáldinu sínu bæði eiginkona og móðir. HIN DULARFULLA CLARINDA Eftir hinar góðu móttökur, sem fyrsta ljóðasafn Burns hlaut, hélt hann áfram skáld- skapnum af mikilli elju. Hann orti visur og vers, söngva og sálma. Það var mikill heiður og stórkostleg upplifun fyrir bónda- drenginn Robin, að „fína” fólkið leit upp til hans sem mikils ljóð - skálds. Jean, sem var af sömu rótum runnin og hann, lét sér fátt um ljóð hans. Því var það Robin mikil gleði að kynnast konu, sem kunni að meta þessa hæfileika hans, konu, sem gat dæmt ljóðin, eins og þau voru, án þess að vera blind fyrir mann- inumábakvið þau ... Hún hét Agnes McLehouse og var gift þurrlegum kaupsýslu- manni. í hinu unga ljóðskáldi fann hún draumaprinsinn sinn. En að sjálfsögðu urðu þau að gæta alls velsæmis og fera samband sitt. Frú McLehouse var engin sveitastelpa, sem Robin gat sveiflað í kringum sig, hún var fin frú. Og það merkilega gerist. Bóndinn Robin tamdi sér framkomu svo fágaða, að slíkt var ótrúlegt. Elskend- urnir skrifuðust á á laun og skrif- uðu undir „Clarinda” og „Sylvander.” Þetta bréfasafn er afar rómantíkst og eitt hið ágæt- asta af slíku tagi. „Ég sé, að tár þín hafa vætt örkina, sem ég held í hönd minni,” skrifar Burns. „Ó, elsku Clarinda!” HIN ÓDA UÐLEGA MINNING En þetta ástarævintýri hlaut að taka endi, eins og öll hin. Eins og svo margir aðrir fyrr og slðar, fann Burns með tímanum, að ljóðskáld hlaut mikinn heiður, en lítil laun. Peningarnir, sem hann hafði fengið, gengu fljótt til þurrðar í meðlag í austur og vestur, og hans eigin fjölskylda stækkaði jafnt og þétt. Það var því æskilegt, að hann hefði fastar tekjur. Burns sótti um — og hlaut — stöðu tollþjóns í Dumfries við landa- mæri Englands. En hann var þó langt frá því að vera mikillátur ríkisstarfsmaður og virðulegur heimilisfaðir. Hann hélt áfram að verða ástfanginn og yrkja. Hvert snilldarverkið á fætur öðru samdi hann á þessum árum — að því er virðist án fyrirhafn- ar, létt og leikandi af mikilli andagift. Jean annaðist heimilið og gætti barnahópsins, meðan Robin var úti á löngum göngu- ferðum eða með drykkju- bræðrum sínum á kránni. Jean Armour hlýtur að hafa verið óvenjuleg manneskja — annað hvort óvenju viljasterk, þolinmóð og umburðarlynd, eða óvenju heimsk, og þvi síðara er sannarlega erfitt að trúa. Eftir dauða Roberts fyrir aídur fram, heimsóttu hana fjölda margir rithöfundar og bókmennta- unnendur, sem töldu allir, að húif*væri stórkostleg kona. Var það Burns sjálfur, sem var síngirningur, tillitslaus og sjálfs- elskur? Tæplega. Rithöfundur- inn Robert Louis Stevenson svarar spurningunni þannig: „Skáldskapur hans var svo mikilfenglegur, að hann gat ómögulega verið lítill sjálfur...” í dag er stytta af Robert Burns í hverri skoskri borg, sem einhverja sjálfsvirðingu hefur. „Burns hefur endurvakið Skotland sem þjóð,” sagði eitt sinn þekktur, skoskur stjórn- málamaður. Auk þess hefur hann gefið heiminum ómet- anlega gjöf, skáldskap, sem blómstar af tillitssemi, ást og lífsgleði. Þess vegna heiðra Skotar og ljóðaunnendur um víða veröld minningu hans. En samtímis ættum við einnig að minnast konunnar, sem studdi hann — hans eigin Bonnie Jean. Kæru lesendur! Eins og þið sjáið, er þið flettið þessu tölublaði, þá hefur Vikan nú tekið nokkrum stakkaskiptum. Stærsta breytingin er sú, að myndasögunum er nú aftur dreift um blaðið og myndasögublaðið okkar góða þvi úr sögunni. Sú breyting er sannarlega ekki með öllu sársaukalaus, þar sem myndasögublaðið naut mikilla vinsælda íþeim búningi, og hafa margir orðið til þess að safna því í þar til gerðar möppur. Eru enn til möppurá afgreiðslu Vikunnar í Þverholti 11. Þessi stakkaskipti Vikunnar stafa af tæknilegum breytingum í umbroti og prentun, sem gera okkur nú erfitt um vik að prenta litaopnur hverja á eftir annarri. Burtséðfrá þessum agnúa er það von okkar, að blaðið verði ekki síður skemmtilegt í útliti en áður, því vissulega opnast nú möguleikar á nýjungum í umbroti. Við munum þó fara hægt og rólega í sakirnar, því breytingar eingöngu breytinganna vegna eru okkur ekki að skapi og væntanlega ekki lesenda heldur. Markmiðið er enn sem fyrr að senda ykkur fallega og lœsilega Viku. í næsta blaði verður væntanlega viðtal við Berglindi Bjarnadóttur söngkonu, sagt frá drátthagleik Dana- drottningar, birtar myndir af nokkrum kátum Eyjakonum á þurru landi og margt fleira skemmtilegt. Ritstjóri. VIKAN. Úlgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristin Halldórsdóttir. Blaðamenn: Aðalsteinn. Ásb. Sigurðsson, Anna Kristine Magnúsdóttir, Hrafnhildur Sveinsdóttir. Sigurjón Jóhannsson. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn i Síðumúla 12. auglýsingar. afgreiðsla og dreifing i Þverholti 11. simi 27022. Pósthólf 533. Verð i lausasölu kr. 530. Áskriftarverð kr. 2000 pr. mánuð. kr. 6000 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega. eða kr. 11.300 fyrir 26 blöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. gjalddagar: Nóvember. febrúar. mai. ágúst. Áskrift í Reykjavik og Kópavogi greiðist mánaðarlega. 22. TBL.VIKAN 47

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.