Vikan


Vikan - 10.03.1983, Blaðsíða 20

Vikan - 10.03.1983, Blaðsíða 20
Hver islenskur fiski- maður aflar að með- altali yfir 60 tonn á ári — sportfiskiri ekki meðtalið. Einn- ig á þvi sviði má ná undarverðum ár- angri. tölur Hagstofunnar um mann- fjölda á Islandi — þýö.) búa nú til dags í þéttbýli, þar af um helming- ur íbúa landsins í höfuðborginni Reykjavík sem í upphafi nítjándu aldar taldi 300 íbúa. Þótt Islend- ingnum sé þaö þvert um geö hefur hann fellt sig aö skilyröum nútíma þéttbýlissamfélags. Bóndinn, fiskimaðurinn og sauöfjárræktar- maðurinn, allir hafa þeir amerík- aniserað og endurbætt tilveru sína. Kannski er oröið stress honum til- tölulega framandi ennþá en vafa- laust er hann farinn aö hugsa um gott, íslenskt orö í staðinn fyrir þetta alþjóðlega. Islendingurinn er náttúrumanneskja. Hann kem- ur úr óbyggðum, af hraunflákun- um, frá afskekktum smákotum. Kannski er hann ekki sjálfur fædd- ur og uppalinn á grasrindanum þarna uppi milli snævi þakinna fjallanna, en þá var pabbi hans það eöa afi hans. Kannski gerir hann sér ekki fulla grein fyrir því sjálfur, eöa kannski vill hann ekki viöurkenna þaö, en dýpst í sínu ullarangandi hjarta og mosa- klæddu sál þráir hann endalaust afturhvarf til sauöahjarðarinnar, til víkingahestanna, hraunryks- ins, réttanna, til hinnar stór- brotnu, síbreytilegu, hrikalegu náttúru Islands. I hverjum Islend- ingi býr partur af víkingi og vænn slunkur af útilegumanni og þess vegna notar íslenskur borgarbui nútímans hvert tækifæri til að komast út í náttúruna og ber fyrir sig hvert mögulegt tilefni, rjúpna- veiði, laxveiöi, útilegu, heim- sókn út í sveit, dvöl í orlofshúsi — já, og hann fer meira aö segja í skógarferð —í þessu landi þar sem varla má finna nokkurt tré sem stendur undir nafni! Söguþjóð Islendingurinn er vitsmunavera sem kann bæöi að lesa og skrifa. I engu ööru landi heimsins er jafn- mikiö lesiö og á Islandi. I þróuðu velferöarríki eins og Svíþjóö eru til dæmis prentaðar 75 bækur á hverja 100 þúsund íbúa. A Islandi er samsvarandi tala 215. Hver ein- asti Islendingur veit eitthvað sem vert er aö vita og maður vissi ekki áöur. Maður má aldrei vera feim- inn viö aö spyrja Islending. Þótt svo ólíklega skyldi vilja til að hann kunni ekki svar nákvæmlega viö því sem hann er spuröur um segir hann ekki pass þess vegna heldur notar hann tækifærið til að svara fjöldamörgu ööru sem hann hefur ekki verið spuröur um! En hann slær aldrei um sig meö fróöleik sínum og hann hefur merkilegan hæfileika til að halda athygli þess sem hann er aö tala viö. Þaö er ekki til einskis aö hann er afkomandi söguþjóðarinnar. Þaö er mjög eölilegt aö nóbelsverölaunin skuli fyrir löngu hafa rambað til Is- lands. Islendingurinn er alvörumaöur en aldeilis ekki sneyddur kímni- gáfu. Norðmaðurinn getur rekiö upp hláturroku svo undir tekur í fjöllunum, Daninn flissar gagn- rýnislaust aö öllu, ekki síst sinni eigin fyndni, Svíinn krimtir eilítið skömmustulegur yfir tvíræöum brandara. Islendingurinn hefur langtum afslappaöri og blæ- brigöaríkari afstööu til kímni. Hann er vökull yfir og kann aö meta fíngerða og hljóöláta kímni eins og hún kemur í samtali milli manna og skemmtir sér hljóðlega á réttum stööum þegar hann horf- ir á fyndna bíómynd eða les skemmtilega bók. Hann hefur vit á aö sóa ekki húmornum. Það er notalegt aö eiga bros eða hjartan- legan hlátur ónotaö næst þegar til- efni veröur til. Eitt minnsta ríki heims Islendingurinn hefur vaöiö fyrir neöan sig. Hann er óöruggur og hikandi um framtíð lands síns. Is- land er eitt allra minnsta sjálf- stætt ríki heims, með allt sitt fá- menni, eina landið í heiminum sem á engar fornminjar. Island byggðist síöar en nokkurt annaö land í heimi og þau ríflega þúsund ár sem þar hefur búið fólk hafa aöeins um tvær milljónir Islend- inga lifaö og dáiö alls. Island hrundi allt í einu úr mannlausri fornöld inn í miööldina, víkingar komu auga á tækifæri og gripu þaö meöan sviðalyktin stóö enn upp úr bræðsluofnunum og landiö gaus við minnstu snertingu, þótt hægt taumana, og nú finnst Islendingn- um hann vera alveg frjáls — eða svo frjáls sem sá húseigandi getur veriö sem hefur annars manns varöhund á einu horni á lóöinni sinni — í þessu tiltekna dæmi með ameríska ættartölu. Kannski er tortryggniseðliö í ís- lensku þjóðarsálinni eölilegt og ómissandi fyrir þjóö sem hefur búiö í eilífri baráttu viö ofsafengin og óútreiknanleg náttúruöfl, öfl sem hafa fylgt Islendingum síðan á dögum Ingólfs Arnarsonar og reyna enn þegar tækifæri gefast aö koma þeim á kné. En þaö er sjálfsagt vegna þess aö þeir eru tortryggnir sem þeir geta haft sinn góða og ódrepandi lífsþrótt og þar skortir Islendinginn ekkert. Þegar hann í vikulokin fer í bæinn að skemmta sér, að létta sér upp, að hugsa um eitthvað annað, er gengið í það heilshugar Höfundar hinna umfangsmiklu íslendingasagna létu ekki nafna sinna getið. Þær voru færðar i letur á þrettándu öld, liklega af prestum þvi að varla hefur meðaljóninn haft tima til að sýsla með penna. væri, meö gát, að nota þaö fyrir fólk. Islendingurinn ætti, meö stuöningi af Islendingasögunum og allri andlegri menningu þjóöar- innar, að vera vel til þess fallinn aö aðlaga sig kröfum atómaldar. Hann er meö því iönasta sem gerist en hann getur ekki losaö sig viö varfærnina. Kannski er þaö aö hluta til vegna aldalangra, þungra tilskipana frá öörum, Island hefur meira en hálfan tilvistartíma sinn veriö undir stjórn annarra þjóða. Þaö var ekki fyrr en 1944 að þaö sleit ákveðið af sér síðustu, lausu og þegar ekki er hægt að vinda nokkurn dropa úr skemmtiefninu meir sveiflar hann meö alltum- lykjandi tjáningarþörf handleggj- unum utan um ókunna manninn sem reynir að halda sig svolítið til hlés og trúir honum fyrir því að svona almennt séö og út af fyrir sig, meö tilliti til alls og allt þaö, þú veist, sé ekki svo grábölvaö að vera Islendingur! Skiluru ísslensku? Gva eitirru, m’levvi? — Og hér er komið upp í hendurnar á þér tækifæri til aö segja alla þína ævisögu! 20 Víkan XO. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.