Dagur


Dagur - 24.02.1909, Síða 3

Dagur - 24.02.1909, Síða 3
Ritstjóri: Guðm. Guðmund.SSOn, cand. philos. I. ár, 1. ársfj. ÍSAFJÖRÐUR, 24. FEBRÚAR 1909. 1. tbl. D a g u r. Pjer lýtur lieimur, fayri sólar son! þig sveipar Ijbmi' af huliðsdýrðar veldi,— þú fer um Vóndin ösigrandi eldi, þú endurlifgar liverja dána von. Hvert árbros þitt á austurhimins brá er ástarkveðja guði sjálfum frá. Er fyrsta bjarma bregður yfir fj'óíl af brá þjer, allir skuggar teggja' á flóita, — og allar vondar vœttir skjálfa’ af ótta og verða’ að steini forynjur og tröll. Hið góða þráir aUt og elskar þig, hið illa skríður burt og félur sig. Pú ert hins sterka átrúnaðargoð, sem afli sínu' í Ijósi þínu beitir. Og nýjan þrótt og von þú mœddum veitir, hins veika ert þú traustust máttarstoð. Eu hver sem ná í þegnrjett vill hjá.þjer, má þrótt sinn ekki spara’ og hlífa sjer. * * * Sjá, dagur Ijómar, ungi Islands son! A öllum fjöllum þúsund vitar brennal Finnst þjer ei blóð í œðum örar renna, er áitu’ að berjast fyrir göfgri von ? Með lieiða brá og hreinan skjöldinn þinn sem lietja dagsins berstu, vinur minn! Góðir íslendingar! „Daguv“ heilsar yður öllum, konum og körlum, og óskar yður árs og friðar. Hann þykist eiga erindi til yðar allra og þá ekki sízt Isfirðinga og annara Vest- firðinga, og væntir hvervetna góðra viðtekta góðra manna. Enda ráða þær mestu um, hvort hann veiður langlííur eða deyr í æsku drottni sinum. Blaðið mun ræða landsmál, bœjarmál og hjeraðsmál, flytja glöggvar, en fáorðar fijettir innlendar og útlendar, einkum þó vestfirzkar. Auk þess flytja kvæði, sögur og ýmsan fróðleik við og við, eptir því sem rúm leyflr. Stefna „Dagsins" í iandsmálum er eindregin sú, að berjast fyrir fullveldi ís- lands út á við og sjálfstæði þess inn á við. Einkunnarorð „Dagsins" eru: Alfrjáls þ)óð í alfrjálsu landi! Að þvi viljura vjer stefna og ekkert það spor stíga, er geti tafið þjóð vora að ná þvi takmarki sem fyrst, hvort sem það verður fyrr eða síðar. Sambandsiagafrumvarp það, er nú er til umræðu og atkvæða á Alþingi íslend- inga teljum vjer, eins og það liggur fyiir óbreytt, hættulegt sjálfstæði þjóðarinnar og gagnstætt óskoruðu fullveldi hennar út á við. Pað fylgir sigur sverði göfugs manns, er sannleiksþráin undir rendur gelur og frélsisást í djarfri drenglund élur, — það drepur enginn beztu vonir hans: hann veit, þótt sjálfur hnígi hann í vál, að hugsjónin lians fayra sigra skál. Og vertu slíkur, — horfðu djarft og háti á hámark lífs þins: frelsi þinnar móður, og sýndu’ í verki’ að sjertu drengúr góður og sonur tryggur, stefndu’ i rjetta átt, — i átt til Ijóssins, — eptir liðinn dag þá áttu’ í vcendum fagurt sólarlag. ^/uð/m) JyuiSivYJUindiioin). „Dagur" kveður það skyldu hvers góðs íslendings, að berjast gegn því og þeim, er því fylgja óbreyttu, hvort sem Döuum eða Danavinum á landi hjer líkar betur eða ver. \ Blaðið mun ræða bæjar- og hjeraðsmál J ísfirðinga og Vestfirðinga meira en venja hefur verið til þessa, og eindregið og hisp- urslaust víta það, er þvi þykir vítavert. Einkuin vill það vera malsvari alþýðu- flokksins gegn þeim, er þröngva vilja kosti hans á einhvern hátt. „Dagur“ tekur með þökkum st.uttum og gagnorðum greinum um áhugamál bæjar- og hjeraðsmanna. Vonast eptir, að góðir og skilorðir menn fjær og nær sendi honum fjjettapistla úr sinni sveit, sanna og rjetta. Þakkar fyrir gott liðsinni fyrir fram. Ekki lofar „Dagur“ því að láta að ósekju troða sjer um tær andmælalaust, en ekki mun hann k\uinka sjer við smáskeyti nje ómaka sig að gá að þeim. Persónu- legum árásum á blaðið verður alls ekki svarað. Heimilt er öllum rúm i blaðinu, sem mál sín ræða með lökum og sanngirni, ef þau varða almenning nokkru og skoðanir þeii'ra bijóta ekki bág við stefnu blaðsins. En peisónulegar skaromir um einstaka menn er árangurslaust að senda blaðinu; þeim verður umsvifalaust stungið I ofninn. Um áskrift og borgunarskilmála blaðs- ins er breytt frá því, sem venja er um önnur blöð hjer, og væntum vjer, að það fyrirkomulag verði hagfeldara bæði eigend- um og kaupendum blaðsins, (sjá augl. á 2. bls.) Af því að rúm blaðsins er mjög af skornum skamti, býst það ef til vill ekki við að geta flutt sögur fyrst um sinn, enda muc mönnum þykja meiri slægur í þing- frjettum núna fyrsta sprettinn, er fluttar verða jafn greinilega sem föng eru á. Getið verður þeirra bóka og ritlinga, er blaðinu kynnu að verða sendir til um- sagnar. Alþingi Frá Alþingi hafa þessar fregnir borist, eptir símskeytum til „Vestra:" Alþingi var sett 15. febr. og prjedikaði Hálfdán Guðjónsson, próf. á Breiðabólstað í Vesturhópi. í efri deild eru þessir þjóðkjörnir þing. menn: Ari Jónsson, Gunnar Ólafsson, Jens Pálsson, Jósef Björnsson, Kristinn Dauíelsson, Kristján Jónsson, Sigurður Hjörleifsson og Sigurður Stefánsson. Starfsmenn þingsins eru þessir: í sameinuðu þingi: Björn Jónsson, forseti. Skúli Thoroddsen, varaforseti.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/371

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.