Dagur


Dagur - 24.02.1909, Blaðsíða 5

Dagur - 24.02.1909, Blaðsíða 5
i* tbl. DAGUR. 3. bls. 25. 3. m. Kosin nefnd í frumvarpið um lögaldur: Ari Jónsson. Lárus Bjarna- son og Stefán Stefánsson. Frumvarpinu um stækkun verzlunarlöðar á ísafirði vísað til 2. umræðu. Kosin nefnd til þess að íhuga alísherjar kjördæmabreyting: Sig. Sigurðsson, Jón Sig. Einar Jónsson, Jón Olafsson og Sig. Guunarsson. Kosin nefnd til þess að raða bót á peningaskortinum í iandinu: Magnús Blöndal, Jón Magnússon, Björn Jónsson, Jón Jónsson frá Múla og t’orleifur Jónsson. Frumvarpið um að afnema Seyðisfjarðarkjördæmi og tillagan um að láta ekki kjósa þar, felt með öllum atkvæðum gegn 2. Vantraustsyfirlýsing til ráðherrans samþykt í n. d. með 15 atkv. gegn 8. Umræður stóðu yfir til kl. S1/^ i gærkvöld. Til máls tóku: Sk. Th,, J. M., H. H., J. Jóh., B. J. (ritstj.), S. S., J. Ó., B. J. (Vogi), E. J., B. Sigf., E. P., St. St,, J. S., M. Bi., P. J. og J. J. Þingsályktunartillagan um vantraustsýfirlýsing til ráðherrans tekin aftur i e. d. s. d. Frumvarpi um stækkun verzlunarlóðar á ísafirði visað til 3. umr. umræðulaust. — Sömul. frumvarpi um, að Keílavík só sérstakt dóinþing. Lagt fram frumvarp um breytingar á námulögunum. Flm. Björn Kristjánsson. Nefnd: Bj. Kristjánsson, Jóh. Jóhannesson, Sig. Gunn- arsson, Jón Óiafsson og Ben. Sveinsson. Frumvarp til Jaga um fornmenjasafn. Nefnd: Jón Porkelsson, Einar Jónsson og Hálfdán Guðjónsson. ,,....... fingsáiyktunartillaga um að kjósa nefnd til þess að athuga land- búnaðarmál. Nefnd kosin: Hálfdán Guðjónsson, Björn Jónsson, Sig. Sigurðsson, Jón Jónsson frá Ilvanná og Bjarni Jónsson. Þingmenn Reykvíkinga fiytja frumvarp til breytinga á kosningai Jögunum; kjördagur sé 10. okt. Breytingartillaga frá Sig. Sigurðssyni, að kjördagur só 1. nóv. Kristinn Daníelsson flytur frumvarp um, að skifta f’ingeyrariækn- læknishéraði í tvö liéruð. fingeyrarhórað nái að eins yfir Auðkúlu-, Pingeyrar- og Mýrahrepp, en nýtt hórað só tekið upp, sem heiti Flateyrarhérað og nái yflr Mosvalla- og Suðureyrarhrepp. Frarn heflr komið frumvarp ti) breytinga á lögum um borgaraiegt hjónaband; numin burt skyldan um að auglýsa 0. fl. — Flm.: Jón Ólafsson, Bjarni Jónsson, M. Blöndal, Jón Þorkelsson og Jón Jóns3on frá Múla. Sig. Hjörleifsson flytur frumvarp um mat á síid; séu settir til þess tveir yfirmatsmenn, annar á Siglufirði og hinn á Akureyri, með 1000 kr. launum hvor. Lagt fram frumvarp um aðflutningsbaun á áfengi. Flm.: Björn Jónsson, Björn Kristjánsson, Eggert Pálsson Sig. Gunnarsson og Stefán Stefánsson í Fagraskógi. Riddarar urðu 24. f, m.: Sira Árni Jónsson á Skútustöðum, Guðjón Guðlaugsson sölustjóri, síra Kjartan Einarsson í Holti og Pétur Jónsson á Gautiöndum. Magnús Pétursson settur læknir í Strandasýslu. Bátur fórst nýlega í Keflavík undir Jökli, með 9 mönnum. Atbs. Símskeytin eru flutt með blaðamannaréttritun, en að öðru leyti fylgir blaðið skólastafsetningunni svokaliaðri. Hlutafjel ,Víkingur‘ tekur að sjer allskonar húsabygg-' ingar; selur búsaefní; hefur fyrir liggjandi tiibúin búsgögn. ísafjörður og grennd. Tvo gainanlciki sýndi kvennfjelagið „Ósk“ lijer í bænum um síðaslliðna helgi. Leikendur voru eingöngu fjelagskonur. Eigi kveður mikið að leikum þessum og virðist annar þeirra, Strokufanginn eftir Sophus Neuman, mestmegnis samsafn af blótsyrð' um, sem væri góðra gjalda vert að fella úr. Hinn, Einfeldningurinn eptir Erik Bogh, er heldur hugþekkur. Meðferð leikanna, þó áfátt væii, sýnir hinsvegar að leikkraftar kvenna hjer eru jafngóðir sem karlmanna. Ágóðiun af leikunum rennur í sjóð tii hjúkrunar fátækum sængurkonum lijer í kaupstaðnum, og viljum vjer hvetja alla til þess að efla sjóðinn með því að sækja ieikina sökum þess. Hclgi Svcinsson bankastjóri, kom úr suðurför sinni á sunnudaginn var. Axel Kctilsson, umboðsinaður ensku botnvörpufjelaganna kom hingað frá Hull síðastl. sunnudag. Skipið kom við í Vest mannaeyjum og var þar iandburður af fiski, hálft annað hundrað til hlutar. Daglaun voru orðin 5 kr. Kaupmcnnirnir lijer hafa nýlega lækkað blautfisksverðið um ys eyri pd. á máifiski, smáflski og ýsu. Eykur verð- lækkun þessi mjög vandræði manna, sem þó voru ærin, þar sem afli hjer er óvenju lítiil sökum stakra ógæfta, en fiskverðið lágt áður og auk þess eigi fengist peníngar fyrir fisk nerna hjá stöku veizlunum, en útlend vara í mjög háu verði. Verðlækkun þessi ætti að verða alþýðu hvöt til þess, að vinna með samtökum að Yelferð sinni. Bent Bjarnason, Ijósmyndasmiður á Bildudal, hefur nýlega misst þrjú börn úr kíghósta. _______________ Bátstapinn, sem getið er um í sím- skeyti hjer í blaðinu, höfum vjer frjett eptir áreiðanlegum og skilgóðum raanni, að verið hafl að Helin.isandi og formaðurinn heitið Loftur Loftsson Irá Keiksbakka, ókvæntur dugnaðarmaður um þrítugt. Plina höfum vjer eigi heyrt nefnda. Símtal við líeykjavík kveður ráð- herrann hafa beðist iausnar. Nýr ráðherra óútnefndur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/371

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.