Dagur


Dagur - 22.07.1909, Blaðsíða 2

Dagur - 22.07.1909, Blaðsíða 2
86. bís. DAGUR. 2 2. tbl. „D a g u r“ kemur út hvern flmmtudag. — Ársfjórðungurinn kostar 6 0 au., er borgist fyrirfram. Afgreiðsla blaðsins er í Aðalstræti 11, Talsími 34, og sje auglýsingum komið þangað. Ritstjóri „Dagsins" heima til viðtals í Templaragðtu 9 (húsi Sk. Einarssonar) kl. 12—1 og 5—6 alla virka daga. Frá útlöndiim. J’j’zkaland. Búlow ríkiskanzlari er farinn frá völdum út af ágieiningi um skattamál. Hann vildi leggja á skatta sern námu 500 milljónum marka til þess að standast aukin útgjöld við hermálin, sem leiða af hinum mik)a vigbúnaði Þjóðverja; töldu meDn víst í fyrstu, að iögin myndu verða samþykkt af þinginu, en íhaldsmenn brugðust honum þegar til kastanna kom og olli því einkum mikil hækkun á erfða- skatti. Eptirmaður Búlows er Bethmann- Hollweg, er áður var innanríkisráðgjafi. fiólcra magnast enn í Pjetursborg og er ástandið hið hörmulegasta. Erlend riki viðhafa mestu samgönguvarúð. Pcrsía. Eins og getið var hjer í blaðinu fyrir skömmu, var ástandið þar ófriðvænlegt og er nú haíin uppreist í höf- uðborginni, Teheran, svo að Shahinn (svo nefnist rikisstjórnandinn þar) hefur flúið á náðir rússneska sendiherrans. Upphlaupsraenn vilja útvega frjálslega stjórnarskrá iandinu til handa. Síðasta dæmi urn hatur Iodverja á Bretum er morð það, er framið var nýJega í London á Curzon Wilhe lávarði, indversk- enskum embættismanni. Morðinginn var indverskur stúdent 18 ára gamall og drap hann einnig indverskan prest, sem ætlaði að varna honunr að vinna ódæðið. Hann er hinn rólegasti og kveður sig seint muni iðra verksins. ícppni mikil verður í ár um Norður- heimskautið. Tv'eir ætla þangað ioptföi-um: Zeppelin, hinn frægi þýzki loptiari og Amer- > íkumaðurinn Welltnan og leggur hann um þessar mundir upp frá Spitzbergen. Norðmaðurinn Roald Amundsen býr sig og í óða önn á „Fram“, skipi Friðþjófs ífansens, Bú liimnajöfnrs skuggsjá skær, þig skoðar andi minn, mitt sljóskyggnt auga ekki fær sjeð inn í Ijóma þinn! Þú ert ein heilög hjálparvjel í hendi skaparans, þú birtir oss hans ástarþel, ert imynd kærleikans. Þú drottning hnatta dásamleg sem dýrðar skartið ber, þín liggur braut um Ijóssins veg, — þitt lið æ fylgir þjer. Og þú steigst aldrei öfugt spor frá árdag heimsbyggðar; þin æfkíð er eiiíft vor í Eden guðsnáðar. Þú, rnikla konungs verkavjel, þú vinnur nótt sem dag, og Ltur yfir lif og hel í Jíkn með fdðarbrag. Þu horfir æ með helgri ró á heiirísku vora’ og synd, en aht hið göfga elskar þó, svo ást. þín sýnist’ blind. Þrjár ríkisheildir, hen a, þú, í hátign sameinar; þín undra stjórnar-athöfn sú aðdáun verðskuldarl Og dýrðin, náðin, náttúran er nöfn á rikjum þeim, — þinn konungs boðskap: kærleikann þú kynnir öilum heiin. Eyyert Jocliumsson. Gamli maðurinn, liöfundur þesnara erinda, varð vó ára gamall núna síðastl. sunnudag, og sendi þá „Deginum" þessar vísur nýkveðnar. „DagurJ þakkar l'yrir þær og óskar gamla mann- muin gleðilegra eliidaga. Víðsvegas?. Látiiui er í Kaupmannahöfu Bímon Biguiöur Alexiusson fyrrum kaupinaður hjer í bæ og mörgum að góðu kuunur. Hann var bróðir Lúðvigs steinsmiðs i Reykjavík. Símon sál. var háaldraður. Vci'zluiiarcrintlrcki er Bjarni Jónsson (frá Vogi) skipaður. Auk hans sóttu: Gunnar Einarsson kaupmaður, Einar Markússon umboðsmaður ogPáii Stefánsson umboðssali. bíldurinatsliiciili: Á Akureyri er bkjpuöui Jon Beigsveinsson skipstjóri, en á SigJufii-ði Jakob kaupm. Björnsson á Sval- barðseyri. Látiim er 3. þ. m. Skúli Þorvarð- arson i Austurey í Laugardal á 78. ári. Hann sat á þingunum 1881, 83 og 85 sem 2. þingm. Rangæinga og á þingunum 1886, 87, 89 og 91 sem 2. þingm. Árnesinga. Hann var greindur maður, vandaður, stilltur hóglátur, gætinn og tillögugóður. Staðfest lög af konungi 9. þ. m.: 1. Fjárlög fyrir árin 1910 og 1911. 2. Fjáraukalög fyrir árin ] 908 og 1909. 3. Fjái’aukaiög fyrir árin 1906 og 1907. 4. Um samþykkt á landsreikningnum fyrir árin 1906 og 1907. 5. Um styrktarsjóð handa barnakenn- urum. 6. Um aJmennan ellistyrk. 7. Um fiskimat. 8. Um breyting á lögum urn kosning- ar til Alþingis 3. okt. 1903. 9. Urn viðauka við Jög 14. des. 1877 nr. 28 um ýmisleg atriði, er snerta fiski- veiðir á opnum sldpum, og Jög 10. nóv. 1905 nr. 53 um viðauka við nefnd Jög. 10. Uni breyting á lögum um fugla- veiðasamþykkt í Yestmauneyjum. 11. Um samþykktir um kornforðabúr til skepnufóðurs. 12. Um breyting á lögum nr. 63 frá 22. nóv. 1907, 3. gr., um kennaraskóla. 13. Um breyting á lögum um banD gegn innílutningi á útlendu kvikfje. 14. Um breyting og viðauka við Jög um hagfræðisskýrslur nr. 29. 8. nóv. 1905. 15. Um stækkun verzlunarlóðarinDar í ísafjarðarkaupstað. 16. Um sjerstaka dómþinghá í Keflavík- urhreppi. 17. Um sölu á þjóðjörðinni Kjarna í Hrafnagilshreppi í Eyjafjarðarsýslu. 18. Um að leggja jörðina Naust í HrafnagiJshreppi í Eyjafjarðarsýslu undir Akureyrarkaupstað. 19. Um að stofna slökkvilið í Hafn- arfirði. 20. Um viðauka við lög 22, nóv. 1907 um bæjarstjórn í Haínarfirði. 21. Um heimild fyrir veðdeild Lands- bankans til að gefa út 3. fiokk (seríu) bankavaxtabrjefa. 22. Um gagnfræðaskólann á Akureyri. 23. Um eignarnámsheimild fyrir bæjar- stjórn ísafjarðarkaupstaðar á lóð undir skólahússbygging. 24. Um breyting á lögum um stofnun Landsbanka 18. sept. 1885 m. m. 25. Um heimild fyrir landsstjórnina til að kaupa bankavaxtabrjef Lundsbankang,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/371

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.