Dagur


Dagur - 02.03.1910, Síða 1

Dagur - 02.03.1910, Síða 1
Ritstjóri Guðm. Guðmundsson. cand. philos. ÍSAFJÖRÐUR, 2. MARZ 1910. I. ár, 4. ársfj. „Beztu menn þjóðarinnar“. Stöðugt viðkvæði stjórnarandstæðiDga er það, þegar framkoraa þeirra er vítt um þessar mundir, ab verið sje að ráðast á „beztu menn þjóðarinnar". Og hverjir eru þessir „beztu menn,“ sem þeir kalla svo? Hvernig eru þeir inn við beinið? Það ern „þeir sjálfir“ auðvitað, for- sprakkar íslenzku þjóðardapða stefnunnar. Fað eru þeir, fyrst og fremst, sem hafa gert sitt ítrasta til þess að tæla þjóðina til þess að semja af sjer fornan rjett, — ginna fulltrúa hennar til að ofurselja þjóð vora erlendu valdi um aldur og æfi, fá því í hendur töglin og hagldirnar, gefa eriendri þjóð fiskimið vor, auðsuppsprettur þjóðar- inDar, svipta oss um aldur og æfi rjetti íullveðja ríkis út á við, takmarka sjermála svið vort og lauma þai að erlendri íhlutun. Fað eru þeir, sem vilja halda fjármálum vorum og viðskiptalífi í óreiðu þeirri og fyrirsjáanlegum ógöngum, sem leiða af eptirlitsleysi Hafsteinsstjómarinnar, — vilja þar enga breyting á þola til þess að þjóðin sjái ekki glappaskot þeirra sjálfra. Faö eru þeir, sem gera nokkurskonar bandalag við þá sem oss ei u óvinveittastir í Danmörku, rægja þjóð vora og afflytja mál vor erlendis, gefa ranga hugmynd um ástand vort með röngum símskeytum og sví\ irða stjórn vora í erlendum blöðum til þe s að lama framkvæmd hennar og álit, — lykjast sjálfir vera þjóðin, en eru aö eins slæmar flísar í þjóðlíkama vorum, sem va’cla illkynjuðum ígerðum og rotnunarsýki. t*að eru þeir, sem eitrað hafa og spillt þjóðlífi voru með svívirðingargreinum í saurblöðum sínum svo vansjeð er hvenær þjóð vor bíður þess bætur, það eru blaða- mennirnir minnihlutans núverandi, sem með ósvífni sinni og illmælum eyðileggja alla heiðarlega blaðamennsku, — valda því að ekkert mál verður rætt með rökum og stillingu. Og svo eru það nokkrir auvirðilegir páfagaukár, hjegómlegir gamlir jábræður og „attaníossar" Hafsteins, Lárusar & Co., sem ekkert hafa annaö sjer til ágætis að telja en að þeir hafi einhvern tíma „fyrir náð“ fengið að drekka „dús“ — ef þeir hafa þá komist svo langt — við nefnd stórmenni. Fá orð eru jafnrangnotuð sem þessi: beztu menn. — Það er eins í smábæjunum að sínu leyti. — Þar hóar sjer opt saman flokkur þeirra, sem þykjast vera „beztu menn bæjarins", — oddborgararnir, sem enga hugsjón eiga æðri, en að líta niður á þá sem ekki eru eins „flott“ og þeir sjálfir — og ekki hafa jafngóö tök á að láta á sjer bera. Og þar eru þeir opt fremstir í flokki sem sízt skyldi, — þeir sem eiga auð sinn og yfirtök að þakka sveita fjöldans, þeir sem tekið hafa alþýðuna kúgunartökum og vanið hana svo viö þau að hún er hætt að finna til þeirra, nema endrum og eins. Og þessum oddborgaiaklikkum þykir ganga glæpi næst, ef einhver er svo djarfur að anda á hefðfasta yfirtign þeirra í bæjarfjelaginu. Feir eru vanastir því, þessir herrar, að allir dansi eptir þeirra höfði, og þá vantar sjaldan föruneyti eiuhverra manngildis miðlunga, sem bera uppi merki þeirra, — hrósa þeim upp i hástert í stofudrykkjunum og finnst þeir sjálfir líka vera orðnir »beztu menn bæjarins". Einmitt sami oddborgarahátturinn, í nokkru stærri stíl þó — á heima í þjóð- fjelaginu. En þjóð vor hefur einatt sýnt það, að hún lætur ekki glepja sjer sýn. Hún hefur hingað til þekkt sína beztu menn, — þótt hún eins og ságan sýnir hafi opt þekkt þá helzti um seinan. — En nú er hún reyndari, hefur fleiri dæmin fyrir sjer. Hún man Jón Sigurbsson og — hún man líka Gizur Þorvaldsson. Hjeðan af á hún hægra en áður að þekkja sauðina frá höfrunum. 45. tbl. Kosningin um 2. prestsembættið við dómkirkjuna. Bjarni Jónsson skólastjóri á ísaf. 489 atkv. Forst. Briem aðst.pr. í Görðum '404 atkv. Síra Bjaini Hjaltested í Rvik 169 — Súa Bjarni Forsteinsson í Sigluf. 124 — SíraKristinnDaníelsson,Útskálum 17 — Síra Böðvar Bjarnason á Rafnseyri 10 — Kosningin ólögmæt, þar sem enginn hefur feDgið helming gr. atkv., og sker þá ráðherra úr; — en sjálfsagt missum við Bjarna og mun flestum ísfirðingum það illt þykja. • Ofviðri mikið af norðri var hjer aöfaranótt þriðjudagsins (1. þ. m.) ográku þl allmargir bátar á land hjer á höfninni, og skemmdust sumir þeirra nokkuð. — Mest brotnaði mótórbáturinn Guðbjörg frá Reykjavík (form. Halldór Samúelsson); er önnur hlið bátsins sögð gerbrotin. Báturinn var ótryggður. Sujóflóð hljóp nýlega að Gelti í Súg- andafiröi. Braut það tvo smábáta og tók af geymsluhús úr timbri, er við sjóinn stóð. — Er slíkt tilfinnanlegur skaði fyrir bóndann þar, Guðm. Br. Guðmundsson. Barnslát. Nýdáib er hjer í bænum barn á 1. ári, Anna Ingunn Óladóttir og Kiistínar Eiríksdóttur hjer. Símfregnir geta engar komið í þessu blaði vegna símabilunar. Harðindi mega nú heita hjer í bænum. Á sjó hefur eigi gefið, svo teijandi sje, nær því tvo mánuði og önnur atvinna er mjög lítil, jafnmaigir og um hana eru. Eigi bætir það og um, auk tíðarfarsins, að útlend vara hefur verið í mjög háu verði í vetur, en fiskverðið fremur lítið. Eina vonin, að vorið verði gott.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/371

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.