Dagur - 02.03.1910, Side 2
176. bís.
DAGUR.
45- tbl.
N ý t n i.
Nýtni einstaklingsins er miög mikilvægt,
skilyrði til efnalegs sjálfstæðis; sjerstaklega
er hún mjög mikilvæg þar sem bjargræöis-
tíminn er stuttur og veðráttan hörð, —
því öblíðari sem náttúran er, því meiri orku
þarf til þess að gera sjer hana undirgefna.
Það eru engin smáræðis ósköp, ef
metið væri til peninga allt það, er fer
forgörðum hjá oss. T. d. hefur gætinn og
glöggur sjómaður sagt mjer, að um J/5 af
afla yfirleitt myndi fara forgörðum, og þó
að shkt kunni að vera ofsagt, er enginn
vafi á því, að nýtni er yflrleitt á lágu stigi
hjá oss, og að margt er nú óhirt látið sem
áður kom að góðu gagni með hirðingunni.
Sjerstaklega eru mikii brögð að ónýtni
þessari í kaupstöðunum, enda er þar optast
um meira að gera en til sveita, en jeg
held þó að það sje þjóðlöstur íslendinga,
að gefa því lítinn gaum sem smát-t er, —
þó stórmikið yrði það samandregið og dæmi
sjeu deginum ljósari um það: að sjaldan
verður sá nýtur maður sem ekki er nýtinn.
Nú þegar efnaleysi sverfur að okkur,
ætti það að kenna okkur að nýta þá hluti,
sem verða okkur mikið peningavirði með
hirðingunni, en sem ella eyðileggjast.
Það er og ein tegund nýtninnar, sem
mikils er um vert, að hafa livern hlut í
röð og reglu, því slíkt kostar ekki smáræðis
íje hjá hirðuleysingjunum.
Það mætti og minna á að nota vel
tímann, því peningaígildi er hann og ekki
ódýrmætari en annað.
Verið því öll sammála um að efla
nýtnina í landinu, í hverri stöðu sem þjer
eruð, þvf hún verður ásamt sjálfsafneitun
á óþörfum vörum (sparsemi) tryggasti
vegurinn til þess að bjarga þjóðinni úr
Bkuldabaslinu og gera hana farsæla.
Heimir.
Jarðarför
18 þeirra, er bana biðu við snjóflóðið í
Hnífsdal, fór fram síðastliðinn laugardag.
Fylgdi þeim fjölmenni mikið til grafar, enda
var veður hið bezta. Ræður hjeldu í
kirkjunni: Þorvaldur Jónsson prófastur og
Bjarni Jónsson cand. theol. (skólastjóri).
Á milli ræðanna voru sungin sorgarljóð
þau, er birt eru hjer á eptir.
Við gröfina taiaði prófastur aptur og vígði
um leið stækkun kirkjugarðsins, því þessi
gröf var hin fyrsta í viðbótinni. — Allir
þes3ir 18 hlutu sömu innnstu hvilu og var
gröfin 6X14 al. að stærð; og munualdrei
jafnmörg lík hafa verið greptruð hjer í einu.
Og mun það hvorttveggja: að atburður
þessi er stórkostlegur og sorgarsár þau er
hann hefur veitt, — sem alvaldi huggarinn
biiði einn getur læknað og grætt til fulls
— gera hann minnisstæðan komandi
kynslóðum.
L
(Lag: Þjer ántvinir eyðið nú hörrnum.)
Hver sorgin, er mönnunum mætir,
er máttur, sem vekur þá, bætir;
því fastar sem neyðin oss nístir,
því nær guði’ hún sál vorri þrýstir.
Og sorgin — um leið og hún særir,
við sofandi kærleiksþrá bærir:
í ástarfaðm ljósgjafans ljúfa
vjer leitum sem vængbrotin dúfa.
Er auðmýktin aflþrot vor lítur,
sín elskunnar lýsigull nýtur
í musteri mannshjartans grafið,
sem myrkt er og dulrænt sem hafið.
Oss langar að líkna og bæta
og iækna og hugga og kæta;
þá sópast vor síngirni í æginn,
en sólin be'r guðsfrið í bæinn.
• •
•
Hjer setur oss hugfangna, hljóða
í heJgidóm föðursins góða, —
af samhyggð meb annara sárum
vjer sameinumst þöglir í tárum.
Hvert andvarp sem tregaþungt titrar,
hvert tár sem hjer sorgvakið glitrar.
á fáskrýddum, frostþrungnum sverði
að frjóvgandi lífdöggum verðil
Til þess er oss stefnt hjer að standa,
að styrkjast i kærleikans anda
og hlúa að grátvöktum gróðri
hins góða í sjerhverju rjóðri.
• •
•
Guð, himneski huggarinn blíði,
sje hjá oss í þungbæru stríði!
hans kærleikur, fögnuður, friður
sje, íramliðnu vinir, með yður!
Gnðm. Guðmundsson.
II.
(Lag: Þjer áBtvinir eyðið nú hörmum.)
Um berg-sala byggðina allá
fór byljandi náhljómur fjalla,
hann breiddist frá brún yflr grundir,
og bylgjurnar ljeku þar undir.
Er hel-engill flaug yfir felli,
sprakk fanphengjan þung, yfir svelli,
og steyptist, sem myrðandi móða,
á morgni’, yfir dalverpið hljóða.
Og Jjós hvarf, og lifandi grafna
og liðna — til eilífðar hafna,
nú hitti þar — aldna og unga —
sú örlaga dóra-stundin þunga.
Og saman, í ástvina-örmum,
þar elskendur lokuðu hvörmum,
og aðrir á einstæðings-brautum
þar andaðir hvíldust frá þrautum.
Úr titrandi, tælandi sjónum
og teknir úr gröf — upp úr snjónum,
í moldir þið leggist, í h'ni.
Á leiði’ ykkar geislarnir skíni!
Og sofið nú saman i friði!
fyrst sólin er hnígin að viði
og búið er heimsstríð að heyja:
— að hryggjast --og gleðjast — og deyja.
Yið gröf skína eihfðar-árin
— þót.t ástvinir felli nú tárin;
þið berist, úr hreti og hríðum,
á himinsins ijós-örmum þýðum.
L. Th.
íslenzku glímumennirnir.
(Þennan kafla úr kunningjabrjefl, er
segir frá islenzku glímumönnunum þremur:
Jóni Helgasyni, Jóni Pálssyni og Kristjáni
Þorgilssyni og ritaður er af einum þeirra,
hefur oss þótt rjett að birta, því að ekkert
hefur heyrst frá þeim áður, nema lítið eitt
frá frægðarverki þeirra í Odessa).
Buda-Pest, ai. jan. 1910.
------„Okkur liður ágætlega; höfum
allt af nóg að starfa og töluverða peninga
fyrir vinnu okkar. Eins og þú ^jálfaagt
hefur heyrt, skildum við þrír við Jóhannes
11. nóvember í St. Pjetursborg, og síðan
höfum við unnið saman 3 og genglð betur
en áður. Fyrsti bærinn, sem við sýndum
í, eptir skilnaðinn við Jóhannes, var Odessa
sem er stærstborgí Suður-Rússlandi. Yár
okkur þar vel fagnað, sem atvikaðist að
nokkru leyti þannig: Eitt kvöld vorum
við á leiksviðinu og höfðum glírat við
2 Rússa, sem við lögðum ljettilega. —
Áhorfendur voru þá orðnir allæstir, því
Rússar eru auðvitað á bandi sinna manna,
kom þá allt í einu Rússi einn, með blikandi
hníf í hendi, og vildi fást við okkur svo
að um líf eða dauða væri að tefla, því að
ekki vantar þá drápgirndina. Yið vissum
ekki hvað tií bragðs skyldi taka, en áhorf-