Dagur


Dagur - 02.03.1910, Blaðsíða 3

Dagur - 02.03.1910, Blaðsíða 3
45- *!• DA'GUR 177. bls. endurnir heimtuðu að við þreyttum við hann; enda" auglýstum við, að hverjum þeim, sem eigijjjelli fyrir okkur í glímu á 5 mínútum, yrði borgaðar þúsund krónur. Auðvitað var þetta engin glíma, en annað- hvort var að duga eða drepast. og fór því einn okkar til fangs við hann og lauk því svo, að Rússinn lá handleggsbrotinn á leiksviðinu að nokkrum sekúndum liðnum. Af þessu hlutum við hrós mikið, ogþegar daginn eptir kom lögreglustjóri borgarinnar á fund okkar, og bað okkur að kenna lögregluliðinu þessa undralist (glímuna); kenndum við þar í viku og launuðu þeir það vel og sæmdu okkur lárviðarsveigum að skilnaði. Frá Odessa fórum við til Charkow, (sem er allstór bær sunnar) en þar tók ekki betra við, því þar voru fyrir 30 heimsfrægir grískrómverskirglimumenn, sem þreyttu um heimsmeistaratign í sama leikhúsi og við. Vorum við látnir glíma við þá ísl. glímu á hverju k völdi og gátum bolað þá alla niður. Var það hörð viðureign og brutu þeir þumalfingur af einum okkar og siitu síðan alveg frá. Frá Charkow fórum við til Warschau, sem er höfuðborg Póllands, og gekk þar allt friðsamlega. Paðan fórum við til Lodz (er það stór verksmiðjubær á Póllandi með 300,000 íbúum, og eru það nær eingöngu Gyðingar) urðu þar engar ryskingar, því Gyðingar eru engir íþróttamenn að sjá. — Svo fengum við tilboð um sýningar hjeðan frá Buda-Pest, komum hingað 15. þ. m. og dveljum hjer minnst í mánuð. — Við sýnum hjer í keisaralegu iþróttaleikhúsi og er vel af Þeim látið. Á hverju kvöldi þreyta ýms heljarmenni við okkur, og hafa þeir allir fallið enn sem komið er, og eru krókarnir þeim skeinuhættastir! — Tilboð höfum við fengið víðsvegar að, en enn er eigi fullráðið hvort við förum hjeðan, en höfum helzt f hyggju að fara bráðlega til London og dvelja þar um tíma.---------- Jóhannes Jósefsson hefur að undanföinu dvalið í Pjetursborg og unnið þar mörg fremdarverk, meðal annars lagt þar dólg einn, í grisk-rómverskri glímu, er vóg full 400 pund. — Nú dvelur Jóhannes í Berlín og sýnir þar ísleozka glímu ásamt aðstoð- ármönnum sínum (er getið var í næst síðasta blaði); ráðgera þeir að verða um kyrt á Pýzkalandi, fyrst um sinn. Fiskilaust alveg, þótt á sjó hafl verið farið. „Figúrur“. I. „Gróssjerinn44. Hefði heilinn og fæturnir verið í iagi, þá hefði náunginn verið eins og fólk er flest. En það var nú öðru nær. Fæturnir voru of stuttir bornir saman við búkinn — og heilinn — um hann skal jeg ekki tala — en sennilega hefur hann verið í minna lagi- Hann var — þótt hann almennt gengi undir nafninu „gróssjerinn", og kynnibezt við og hjeldi að allir kölluðu sig þaö — að eins undirtylla, en hver sem var svo vel viti borinn að segja: „Gú da’, herra gróssjeri!" mátti vera viss um að fá sæmi- legar viðtökur þegar hann kom inn í „knallhettuna". Annars gat það brugðist til beggja vona. Úti og inni var hann mesta snyrtimenni í klæðaburði, en þó sýndust öllum fötin fara honum hálf ankannalega. Ekki var þetta af því að þau væru illa sniðin, — nei langt frá því, skraddarinn hafði lagt sig í líma — heldur af því að handleggirnir á náunganum voru oflangir. Að ganga á eptir honum og virða fyrir sjer, hvernig hann reyndi að hyija handleggjalengdina — það var gaman. Hann hálfhringaði þá. Manni datt ósjálfrátt í hug ilát með eyruro. Jeg varð aldrei svo frægur að vita fyrir víst, hvort hann þurfti að nota gleraugun sjónarinnar vegna, en svo mikið er víst, að opt hafa þau að hans áliti komið að góðu liði, þegar hann vaið að „imponera dónunum", eins og hann sagði. Jeg varð eitt sinn svo frægur' að sjá þá viðureign. -- Ysðrið var ágætt og ekkert að gera, — „gróssjerinn" var því í bezta skapi. í anddyrinu mætti jeg nokkrum „vinum* hans, herrum og dömum, — öllum skelli- hlæjandi. — „Yinirnir" höfðu verið að henda gaman að „gróssjeranum" að vanda. En þetta fólk var af „fínni sortinni", — og þá var „gróssjerinn" frá sjer numinn, snerist eins og skopparakringla kringum þessa háðfugla. Jeg gekk inn. „Gú da’, herra gróssjeri!" sagði jeg. „Gú da’, Höjstærede!“ sagði hann; liann var ekki spar á titlatoginu „gróssjer- inn“ sá! — Við tókum tal saman. „Gróssjerinn“ Jjek á alls oddi. „Jeg var að segja þeim frá því áðan“, sagði hann „hvernig það gekk í gærkveldi. Við vorum boðnir um borð til hans kapteins Rudolfsen, allir bæjarins „honoratiores". „Þar hefur víst verið glatt á hjalla", sagði jeg. ,,Já, hann var nokkuð „hár" hjá okkur upp á síðkastið, — nokkuð hár!“ sagði „gróssjeiinn" og brosti íbygginn. Lengra komst samtalið ekki, því þá var hurðinni hrundið upp og inn ruddist maður nokkur í erfiðisfötum með stóran trospoka á bakinu. Maðurinn kunni auð- sjáanlega enga „heldri“ mannasiði; hann kastaði hvorki kveðju á mig — sem ekki er nú tiltökumál — nje á sjálfan „gróssjer- ann“, en kastaði í þess stað trospokanum á gólfið og sagði heldur hranalega: „Þjer var skipað að vega þetta!" — „Gróssjerinn" fór ofan í vasa sinn, tók upp gleraugun, setti þau hæfilega neðarJega á nefið og hvessti svo augun nokkrar sekúndur á manninn,— auðvitað yfir gleraugun. „Gróssjerinn" haíði roðnað meðan á þessu stóð, en sagði samt ofur- rólega með valdsmannssvip — og mátti heyra á röddinni, að honum þótti sjer herfilega misboðið: „Lokaðu dyrunuin!" — Maðurinn vatt sjer út, skellti hurðinni á eptir sjer, og skildi eptir pokann. En „gróssjerinn" drap titlinga og sagði með spekingssvip: „Þeir eru skrítnir, þessir dónarl" — Já, þeir eru skrítnir. Oddur. BJO0O0Ot»0e*»<>C*X30C3<»0et5O0CS3O<'.l I „D a a u r“ i § ö ð kemur út einu sinni i viku. — Ársfjórðungurimi kostar 60 au., er borgist fyrirfram. Afgreiðsla blaðsins er i Aðalstræti 11, og sje auglýsingum komið þangab. Ritstjóri „Dagsins“ heima til viðtals 1 Templaragötu 9 (húsi Sk. Einarssonar) kl. 12—1 og 5—6 alla virka daga. K»«»(»«3o<>eta»oc»Mtt»n«»uot; Til kaups óskast þessar bækur: V. Rydberg: Singoalla. Sigbjörn Obstfelder: Korset. Gustaf af Gejerstam: Bogen om Lillebror. Bitstjóri „l)agsins“ vísar á.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/371

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.