Vikan


Vikan - 20.07.1939, Blaðsíða 3

Vikan - 20.07.1939, Blaðsíða 3
Nr. 29, 1939 VIKAN 3 Skdldið vid sundið. I þessari ritgerð gerir Sigurður Einarsson, dósent, grein fyrir þeim einu persónulegu kynnum, er hann hafði af Jeppe Aakjær, þessu merkasta alþýðuskáldi Dana á síðari árum. Ennfremur rekur Sig. Einars- son ritmennskuferil Jeppe Aakjær og gerir grein fytir hverjum vinsældum og hverrar virðingar hann naut meðal landa sinna. Sigurður hefir nefnt þessa ritgerð sína: Skáldið við sundið, en eins og margir vita ól Jeppe Aakjær allan aldur sinn á smájörð sinni við Limaf jörð, og þar ákvað hann legstað sinn. Sigurður Einarsson. að var í febr. 1929. Ég stóð á Ráð- hústorginu í Kaupmannahöfn, og var að bíða eftir sporvagni. Á stéttinn var orð- inn saman kominn talsverður hópur manna. Þá vekur það athygli mína, að maður kemur í áttina til hópsins, hár og herðibreiður, stórskorinn og karlmannleg- ur. Hann er mikið haltur. Undir hendinni heldur hann á litlu áhaldi, sem við Reyk- víkingar köllum kjaftastól. Hann ber hann samanbrotinn eins og skjalatösku, eða eitt- hvert annað „fínirí“. Þegar hann kemur á stéttina til okkar, spennir hann í sundur stól sinn og sezt. Ég man, að hann var gríðar hár í sessi, háleitur með arnarnef, og silfurhvítt hár hans blakti í vindinum. Hann var mjög svipmikill til augnanna, augun stór og skær undir kafloðnum brún- um. I þessum svifum kemur vagninn. Við förum inn. Gamli maðurinn haltrar upp í vagninn, fær sér sæti og leggur kjafta- stólinn samanbrotinn á hné sér. Það er ys og skvaldur og hávaði í vagninum. Allt í einu dregur úr masinu og skvaldrinu. Sessunautur minn hnippir í mig og hvísl- ar: Det er Jeppe Aakjær! — Þessi vit- neskja hefir farið í hvíslingum um allan vagninn, og það verður samstundis hljótt og hátíðlegt í vagninum eins og í kirkju. Svona varð þessum hóp Hafnarbúa við það að sitja og standa andspænis einhverjum yndislegasta söngvara og ljóðasvan, 'sem Danmörk hefir alið. Menn urðu gripnir lotningu. — Langt út á Gammel Kongevej fór Jeppe Aakjær úr vagninum. Ég sá það seinast til hans, að hann settist með tigin- mannlegri ró á kjaftastól sinn og beið eftir næsta vagni. Hann sat þar keikur og hár í sessi, mikilúðlegur og virðulegur og þó var einhver ósegjanlegur blær af mann- legri mildi um alla persónu hans. Ég sá hann aldrei síðan, og tæpum tveim árum síðar dó hann. Það var 1930. En aldrei get ég verið nógsamlega þakklátur fyrir það, að ég skyldi slæpast þarna niður á torg þennan dag. Ég sé hann ennþá fyrir mér, þar sem hann sat. Hann minnti mig á kon- ungörn, sem hefði svifið ofar öllum skýj- um, og klofið bylgjur loftsins á ókunnum leiðum um óravegu, en sem nú hefði lagt saman vængina og tyllt sér niður á lág- lendinu hjá okkur smælkinu. Og ég býzt við, að ég muni hann til dauðadags, á sama hátt og ég vona að ég elski hann til dauða- dags. Mér var búið að þykja vænt um Jeppe Aakjær í mörg ár þegar þetta skeði. Hið fyrsta, sem ég las eftir hann, var smá- saga í Nýjum kvöldvökum — Jólabakstur í Engidal. — Þá var ég 14 ára, lá í koju minni á skútunni Sæbjörg frá Seyðisfirði, með brunasár á fæti, og gleymdi sviða þeirrar stundar við hina yndislegu sögu. Ég vissi ekkert um það þá, hvílíkur snill- ingur Aakjær var, en síðan hefi ég aldrei getað gleymt nafninu hans. Og nú leið íiann ekki úr huga mér, það sem eftir var þessa dags, er ég hafði séð hann. Þau tóku að óma í huga mér á ný Ijóðin hans, sem ég kunni. Hið yndislega vorljóð: Nu er Dagen fuld af Sang, og ótal mörg önnur. Ég furðaði mig á þeirri lotningu, sem Kaupmannahafnarbúarnir báru fyrir Jeppe Aakjær, og seinna sá ég að hann var þó fyrst og fremst skáld sveitafólks- ins og æskulýðsins. Ég fór í fyrirlestra- ferð til nokkurra ungmennafélaga í Dan- mörku síðari hluta vetrar 1929. Það var hvarvetna siður að byrja og enda með söng. Ég gerði það að gamni mínu, að gera aldrei neinar tillögur um, hvað syngja skyldi. En langoftast voru það kvæði Jeppe Aakjær, sem sungin voru undir lög- um snillingsins Carl Nielsens. Þá fyrst lærði ég að skilja, hvað þeir tveir höfðu verið danskri æsku og allri hinni dönsku þjóð. Jeppe Aakjær fæddist 10. sept. 1866 á bóndabænum Aakjær, sem hann kenndi sig við jafnan síðan. Það er í Fly-sogn, rétt hjá Skive í Norður-Jótlandi. Faðir hans var bláfátækur, og drengurinn varð að fara til vandalausra að vinna fyrir sér þeg- ar hann var ellefu ára gamall. Hann komst þó í æsku sinni á háskólann í Askov, og var þar samtímis skáldinu Martin Ander- sen Nexöe. Háskólalífið hafði lítil áhrif á Aakjær. Hin gamla glóð, sem áður hafði borið uppi þessa merkilégu menningar- starfsemi, var mjög tekin að kulna um þær mundir. Jeppe Aakjær fer svo ungur til Kaupmannahafnar og tekur að leggja fyrir sig ritstörf og blaðamennsku. Hann þótti þá þegar einn slyngasti penninn með- al ungra blaðamanna og rithöfunda í Dan- mörku. Og nú ritar hann af kappi. Það er engin grein ritstarfa, sem hann leggur ekki gerfa hönd á. Hann er afkastamikill blaðamaður, ritar stórar skáldsögur, smá- sögur og leikrit. Hann ritar um bókmennt- ir og sögu, verður dugandi sagnfræðingur, fornfræðingur, örnefnarannsóknari og átt- hagafræðingur. Hann verður ásamt Johan Skjoldborg, Jakob Knudsen, Harry Söe- berg og Thomas Olesen Lökken og Jo- hannes V. Jensen til þess að valda algerð- um straumhvörfum í bókmenntalífi Dana. Allir þessir menn voru Jótar, og með þeim færist þungamiðja hinna fagurfræðilegu bókmennta burt frá Kaupmannahöfn til Jótlands. Og þar með skiptir algerlega um innihald og viðfangsefni þessara bók- mennta. Það verður fyrst og fremst danskt þjóðlíf, dönsk náttúra, hin daglegu störf alþýðu manna, og það sálarlíf og menning- arlíf, sem þetta umhverfi skapar, sem verður viðfangsefni bókmenntanna. Það er ekki lengur asfaltrennur borgarinnar, heldur ilmur hinna dönsku heiða, akra og skóga, sem líður í gegnum þessar bók- menntir. Það er ekki sálarlíf miðstéttar- mannsins í borginni, einangrað, persónu- legt, ástir hans, ástríður hans, ófarir hans eða sigrar, sem nú drottna lengur, heldur sálarlíf þjóðarinnar allrar, séð á bak- grunni sögu hennar, og í samhengi við störf hennar og umhverfi; lífskjör hennar og örlög, sem verður burðarásinn í bók- menntunum, sem hinir ungu Jótar skópu. Þeir leiddu nýtt bókmenntavor yfir land- ið, og enginn lagði þar fram drýgri skerf en Jeppe Aakjær. Jeppe Aakjær bjó árum saman í Kaup- mannahöfn, eftir að hann komst til þroska, og ferðaðist á þeim árum víða um lönd, England, ítalíu, og Þýzkaland. Sjón- deildarhringurinn óx. Hann varð þjálfaður í smekk og þaulkunnugur beztu bókmennt- um heimsins. Og hann kom ungur og ferskur úr hverri ferð. Eftir slík ferðalög skrifaði hann beztu greinar sínar. Hann hafði brennandi áhuga til dauðadags á umbótum í alþýðufræðslu, búnaði, félags- legri löggjöf og öllu því, sem horfa mátti til að bæta kjör þeirra, sem harðast verða úti í lífinu. Með ljóðum sínum, sögum og greinum um þessi mál hefir hann gert við- líka mikið til þess að milda og fegra hugs- unarhátt dönsku þjóðarinnar, eins og t. d. Þorsteinn Erlingsson gerði hér hjá oss, með ljóðum sínum og dýrasögum. Fyrsta skáldsaga Jeppe Aakjær kom út

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.