Vikan


Vikan - 20.07.1939, Blaðsíða 16

Vikan - 20.07.1939, Blaðsíða 16
16 arstofnun. Önnu fannst þetta með öllu óskiljanleg staða, en Liiv hafði samt sem áður sent peninga til Buenos Aires, sá al- gjörlegá fyrir Bardichinov, og nú gaf hann kampavín. Talið þið svo um rökfræði! Hvað veizlunni viðvíkur, var hún ákaf- lega merkileg. Allir glaðir og ánægðir. Klárí vappar um með fullkomnum yndis- þokka franskrar húsmóður og er ákaflega eftirtektarsöm. Stundum ljóma hin greind- arlegu, opnu, en dálítið kuldalegu, gráu augu af hrifningu. Jani losar sig líka við hið þögla önuglyndi, sem hefir hvílt á hon- um hin síðustu ár. Hann er aftur hinn gamli, góði Jani. Að máltíðinni lokinni kveikir hann í fyrsta skipti í vindli, sem Bardichinov býður honum úr veski sínu. Honum finnst gaman að því, þegar hon- um er strítt á því, hvað honum farist þetta klaufalega. Anna tekur þreytulega þátt í samræðunum, og man óljóst eftir því, að þeim var ekki haldin nein veizla, þegar þau komu heim frá Suður-Ameríku. Þá áttu þau reyndar ekki grænan eyri. Þau höfðu sparað og sparað og þegið hjálp af börn- unum til þess að komast heim. En veizlan, hugsar Anna, er verðlaun frá mömmu fyr- ir það, að í þetta skipti kom ekkert fyrir. Allt í einu hlær hún hátt og kyssir móður sína, en hvers vegna, veit engirin. Bardich- inov stendur upp og skálar fyrir frú Bara- bás. Penelope og Sólveig eru nefndar í ræðunni. Þó að frú Barabás hafi aldrei heyrt þessar konur nefndar, roðnar hún og tárin renna niður kinnar hennar. Cathrina er þangað til að, að Anna og Gúnther eru tvö ein úti í horni í stofunni. — Ég hefi ekki getað gleymt yður, seg- ir hin rólega, karlmannlega rödd Gunthers, sem Önnu finnst vera hið eina, sem hann hefir sér til ágætis. Anna fremur nú glæp gagnvart kyn- systur sinni, sem jafnvel bezta kona frem- ur einu sinni á æfi sinni, og ef hún gerði það aðeins einu sinni, ætti hún verðlaun skilið. Hiklaust segir hún: — Ég hefi heyrt, að Pia hafi reynt að hugga yður. Andlit mannsins lokast algjörlega. — Pia Monica er ákaflega góð stúlka, svarar hann stirðlega — eða vandræða- lega — að minnsta kosti er svarið hlægi- legt. — Hún er ástfangin af yður. — Ég veit það. — Vitið þér það? Anna er þrumulostin af undrun. — Já, ég veit það, því að hún sagði mér það. Annars hefði ég áreiðanlega aldrei tekið eftir því. Ég ber svo lítið skyn á þess háttar hluti. Hún bað mig um að reyna að láta mér þykja svolítið vænt um sig líka. Svo að það var þetta, sem Pia átti við, þegar hún sagðist hafa reynt að taka stöðu Önnu. — Og svo, Gúnther? — Ég elska yður alltaf. — Gúnther, ég skil þetta alls ekki. Ég skil ekki, að þér elskið mig, þegar Pia er VIKAN langt um laglegri og skemmtilegri, og . . . má ég tala hreinskilnislega, Gúnther? — Ég skil ekki, hvers vegna Pia elskar yður. — Það get ég sagt yður, Anna. Þér leggið mikið upp úr dyggðum, vizku, f jöri, andlegum samræðum, en Pia Monica fyrir- lítur allt þess háttar. Anna þagnar. Hún leggur mikið upp úr iðandi fjöri og fyndni. Meneghetti hefir það hvorttveggja til að bera, og ef til vill — hún játar það treglega — Pia líka. En það er erfitt að tala um þetta við Gúnther. — Og hvers vegna þykir yður vænt um mig? Ég virðist leita að manni, sem er gjörólíkur mér, en þér eruð ánægður með mig, þó að ég sé langtum leiðinlegri en þér. — Eruð þér? Ég verð að viðurkenna það, að mér hefir aldrei dottið í hug, að við værum leiðinleg. — Verið ekki reiður, Gúnther. Þetta var kjánaleg spurning. Það eru engar reglur fyrir þessu. Ég lofa yður einu, að ég skal gera mitt bezta. Ég veit, að þér eruð dug- legur og góður maður. Ég hugsa, að það verði bezt fyrir mig . . . Samtalið endar vel. Daginn eftir leggur Anna af stað til þess að leita að Fedor. Hún finnur liann ekki í veitingahúsinu. Hann býr þar ekki lengur. Hann hefir farið aftur þangað, sem ég fékk hann til að flytja burtu, hugsar Anna, vegna þesS, að það er ódýrara og þá hefir hann meiri peninga til þess að drekka fyr- ir. Hún fer í eftirlætisveitingahús Fedors, en þar er hann ekki heldur. Hún spyr ,,le patron“, hvort hann búist við honum í dag. — Ég get ekkert um það sagt, made- moiselle. Hann kemur hingað sjaldan. Hann er oftast í Duglery-kaffihúsinu hér beint á móti. — Takk, segir Anna og snýr til dyra. — Þá fer ég þangað. — Er mademoiselle ekki Ungverji ? seg- ir einhver og nemur staðar fyrir framan hana. Maðurinn er með hvíta svuntu. Það er nýi þjónninn í veitingahúsinu. Hann er gráhærður. Anna kannast eitthvað við frítt andlitið. — Jú, ég er það. — Eruð þér ekki mademoiselle Bara- bás? Ég hefi einu sinni komið heim til yðar, en ég hefi oft séð yður með . . . um- sjónarmanninum mínum. — Monsieur Hallay? hrópar Anna og roðnar, vegna þess, að hann minnist á István. En Hallay snýr sér strax að öðru.- — Munið þér eftir mér? spyr hann og brosir ánægjulega. Hvernig líður ykkur? Hann gýtur hornauga til ,,le patron“. En um þetta leyti dags eru engir í kaffihús- inu, svo að ,,le patron“ getur varla verið reiður, þó að þjónninn skiptist á nokkr- um orðum við gamlan kunningja. Anna sér þetta og tekur skjóta ákvörð- un. Hún hefir ekki séð Hallay síðan næt- urskemmtistaðurinn starfaði. Hana langar til að vita, hvað hann hefir komizt í. — Ég er þyrst, segir hún. — Mig lang- Nr. 29, 1939 ar í vínglas. Þá getum við spjallað saman á meðan. Hallay er þakklátur og fer bak við borð- ið. Anna hallar sér fram á borðið. — Við erum nýkomin frá Ungverja- landi, segir hún. — Pabbi og ég. Það er kynlegt, hvað hún getur talað eðlilega um alla hluti, István líka. Hallay er alveg undrandi. — Hamingjan góða, þér meinið þetta ekki? Hver skyldi trúa því. Hann er giftur og á tvö börn. Tengda- faðir hans er ríkur maður. Hann tók það sérstaklega fram. Nú getur hún talað ró- lega og hæðnislega um István. Hallay hristir höfuðið. — Ég varð að þola margt hans vegna. Sérstaklega þegar ávísanafölsunin komst upp, og hann var tekinn fastur. . . . Þá var nærri búið að reka mig og son minn úr landi. Ég veit ekki . . . kannske hefði það verið bezt. Næturskemmtistaðurinn setti mig á hausinn. Okkur hefði ef til vill vegnað betur annarsstaðar. Hallay er það sem kallað er' merkilegur maður. Jafnvel í þjónsbúningnum er hann prúðbúinn og merkilegur. Það er eitthvað öruggt og glæsilegt við hann, jafnvel þeg- ar hann gengur með fram borðinu með þurrkuna á handleggnum. — Auðvitað er það vitleysa, að mér hefði hðið betur annarsstaðar. Mér þykir vænt um París. Anna verður forviða. Hún er óvön þessari yfirlýsingu. — Ég elska andagift hennar, heiðar- leika, virðingarleysi, trúnað hennar við lífið og dauðann. Það er aðeins ein borg í öllum heiminum, nefnilega Budapest, sem er lík henni. (Anna brosir. Hún kannast betur við þetta.) — Finnst yður gaman að dvelja hér, monsieur Hallay? — Já, þrátt fyrir allt, finnst mér gam- an að því. Það langar mig til að kenna syni mínum. En æskan er svo beizk nú á tím- um. — Hvað gerir sonur yðar? — Hann er verkamaður — verður að gera það, sem hann fær, aumingja strák- urinn. Hann hefir unnið við Renaultverk- smiðjurnar. Nú vinnur hann við byggingu úti á Avenue Gourgand. Það er mér að kenna, að hann fékk ekkert að læra, en ég hafði enga peninga. Þetta er París, sagði ég. Hér lærir þú á því að lifa. Hreykinn, léttúðugur, fallegur maður, dálítið kvenhollur. — Anna getur hugsað sér, að hann bæti dálitlu við reikninga ölv- aðra gesta, og samt er hann ákaflega heill- andi. Anna lofar með ánægju að koma aftur. — Ég hefi oft komið hingað með vini mínum. Ég kem með hann aftur. I dyrunum brosir hún til þjónsins, sem brosir aftur til hennar hlýlega og vina- lega. Þetta var gott samtal. Anna fer yfir í kaffihúsið á móti og er svo heppin að rekast á Fedor. Skyrtan hans er auðvitað rifin, en þegar hann sér Önnu, verður hann svo glaður, að hún klökknar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.