Vikan


Vikan - 11.01.1940, Blaðsíða 3

Vikan - 11.01.1940, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 2, 1940 3 VIKAN. Ferð um nyrzta hluta Finnlands. Þý/.ki blaðamaðurinn Lutz Koch ók bíl sínum haustið 1937 um þær slóðir í Norður-Finnlandi, þar sem nú er barizt í fannfergi og vetrarhörku. Hann Eftir kom þangað um Noreg og Svíþjóð frá Islandi og lýsir allri þessari för i bók sinni „Norðurálfa í gegnum bíirúðuna". Sá kafli bókarinnar, sem fjallar LUTZ um Finnland er sérstaklega eftirtektarverður, og mun margan fýsa að kynn- ast ummælum þessa Þjóðverja, sem er mörgum að góðu kunnur hér á landi, KOCH. um Finnland og Finna. Auk þess gefur ferðasagan glögga hugmynd um nyrztu vígstöðvarnar — hina endalausu skóga og óbyggðu heiðar, þar sem harðsnúnir skíðamannaflokkar eiga í höggi við óvígan Rússaher. vika vetrar, sem hófst á sjálfan • gamlársdag, hefir verið með frið og spekt í vorum góða bæ. Engin sérstök tíðindi hafa gerzt með oss þessa fyrstu viku nýja ársins. Nokkrar púðurkerlingar voru sprengdar í bænum í tilefni af ára- mótunum og Alþingi sent heim, og var síðari atburðurinn jafnvel enn hljóðlátari en hinn fyrri. Samkomur Alþingis vekja orðið minni eftirtekt hjá þjóðinni en funda- höld Goodtemplara. — Það skyldu þá vera þingslitaveizlur og laugardagsgleðskapur einstakra þingmanna meðan á þingtíma stendur. Menn setja ekki lengur allt sitt traust á Alþingi, og á hættutímum væntir þess enginn, ,,að ættjörðin frelsist þar“. Annars er það íhugunarefni út af fyrir sig, á hvað menn setja sitt traust á þessum alvarlegu tímum. Þagnaðar eru allar raddir útvarps og blaða um þegnskap og sparnað. Menn þrauka áfram eftir beztu getu hver í sínu lagi og setja sitt traust á forsjónina. Vonir þjóðarinnar um hæfileika þjóð- stjórnarinnar til að ráða fram úr vand- ræðum dagsins eru þó ekki kulnaðar. Það- an er þeirra aðgera von, sem heimsendir þingmenn sáu ekki framan í fyrir högg- ormsásjónunni og fleiri skemmtilegheitum, auk gleðskaps í fjölmenninu. En púðurkerlingarnar, sem sprungu á gamlárskvöld, og ljósagangurinn í bænum minnti á alvarlegri hluti. Sprengingar ærslafenginna ungmenna minntu oss á, að úti í heimi, og ekki svo sérlega fjarri oss, eru hættulegri sprengjur að springa á haf- inu og skothvellirnir dynja án afláts í landi norrænnar þjóðar. Engin tíðindi vikunnar, sem leið, voru svo merkileg sem þau, að þá hafði Finn- landssöfnunin náð fullum 100 þús. krón- um. Hin geysilega þátttaka í þessari f jár- söfnun til hjálpar Finnum gegn hinni heimskulegu og dýrslegu árás Rússa á land þeirra, sýnir betur en allar hrókaræður, að oss Islendingum rennur blóðið til skyld- unnar sem norræn þjóð og að vér erum oss meðvitandi um þann heiður að kallast frændþjóð hinna vösku sona Finnlands. Hluttekning vor með Finnum þvær af oss þann ósóma, að hér skuli hin „rauða spill- ing“ nokkurn tíma hafa fest rætur, og þeg- ar Finnlandssöfnunin er kominn upp í 150 þús. kr., getum við sagt, að einnig vér höfum goldið Rússanum rauðan belg fyrir gráan, þar sem hann kvað á undanförnu ári hafa eytt álíka upphæð í símskeyta- sendingar til skoðanabræðra sinna hér. Vegurinn til Rovaniemi, sem er fyrsti áfangastaðurinn á norðurleiðinni, var mjór og slæmur. Hann var þó talsvert betri en skógargöturnar í Norður- Svíþjóð, að maður ekki minnist á Hval- f jarðarveginn á íslandi og líka vegarspotta, sem við höfum kynnzt í ferð okkar. Við vorum orðin vön hristingnum og þar sem sól skein í heiði var allt í himna lagi. Til beggja hliða blöstu við augum blómlegar, finnskar sveitir og hinn óendalegi skógur, sem tók okkur í faðm sinn og sleppti okkur ekki aftur dögum saman. Bæirnir voru vel hýstir og hreinlegir, byggðir úr timbri, og alls staðar hlupu ljóshærð böm fram að veginum og hrópuðu til okkar eða veifuðu höndunum, steinhissa á því að sjá ferða- fólk svo seint að haustinu. Eftir 125 km. akstur frá Tomeo komum við til Rovani- emi. Þaðan liggja vegir í allar áttir, til Salla eru 188 km., til Petsamo 531 km., en þangað var förinni heitið. Áður en við lögðum af stað, vildum við þó kynnast af eigin raun hinu stóra ferðamannahóteli í Rovaniemi, sem frægt er orðið um allar jarðir. Pohjanhovi-hótelið stendur á bökk- um Kemi-ár, sem er veiðiá mikil. Það er búið öllum nýtízku þægindum og maður gæti vel hugsað sér, að það væri í miðri London eða Berlín, en ekki í litlum, finnsk- um sveitabæ. Það er eins og ævintýrahöll í þessu umhverfi. En Ferðafélag Finnlands vissi vel, hvað það gerði, er það lét reisa hina miklu byggingu. Nýtízku hótel svo nálægt heimsskautsbaugnum í miðju skóg- arflæminu hefir haft seiðandi aðdráttar- afl á ferðalanga allra þjóða. Tveggja stunda dvöl okkar á hótelinu var okkur til óblandinnar ánægju, og hinar lipru þjónustumeyjar — karlar ganga ekki um beina í Finnlandi að jafnaði — sýndu okk- ur einstaka velvild og kurteisi. Fyrri hluta dags komumst við af stað og lá leið okkar fyrst yfir Kemiána á brú, sem járnbrautin lá um auk bílabrautar. Vegurinn var fyrst í stað vondur, en brátt varð hann breiður og sléttur, svo að hann tók fram akvegum í Svíþjóð. Við vissum, að sums staðar lá vegurinn þráðbeint af augum, svo að við hlökkuðum til að þjóta yfir landið með methraða. En við höfðum ekki ekið nema 8 km. frá Rovaniemi þegar á vegi okkar varð skilti með áletruninni: „Heimsskautsbaugurinn“, á f jórum tungu- málum. Þarna um lá sem sé hinn furðulegi hnattfræðilegi baugur, sem markaði mið- nætur sólardýrð heimsskautslandanna og við höfðum áður kynnzt á dýrðlegum sól- skinsnóttum við Eyjafjörð og Mývatn á íslandi. Dag var nú tekið að stytta, svo að við höfðum ekki langa dvöl á þessum merkilega stað, og því fremur, er við ætl- uðum að aka í einum áfanga til Petsamo. En dvöl okkar við heimsskautsbauginn varð óvænt ævintýri fyrir okkur, þegar allt í einu ruddust fram úr skógarþykkninu hjarðir hreindýra, hlupu þvert yfir veginn og hurfu inn í þykknið hinu megin. Annars rauf ekkert hljóð og engin hreyf- ing kyrrðina í skóginum. Birki og greni myndaði vegg á báðar hendur, og við viss- um, að hundruð kílómetra lands var þakið skógi allt umhverfis okkur. Á þessari ferð varð mér það ljóst, að Finnar eiga einmitt skóginum að þakka þrótt sinn og seiglu. Skógurinn kennir manni þögn og herðir til baráttu, víðáttan, að fara hratt yfir og ná f jarlægu marki með seiglunni. I þessu um- hverfi varð Finninn sterkur á liðnum öld- um og honum tókst að veita austrænum þjóðum viðnám, er ágirntust land hans. Hann varð stálsleginn hermaður og hann varð íþróttakappi, á skíðum, göngu og hlaupum, í fremstu röð þjóðanna. Skógur, skógur og aftur skógur, það var alltaf sama viðkvæðið hjá okkur. Einasta tilbreytingin voru kílómetrastangirnar við veginn, sem gáfu fjarlægðirnar til kynna. Hraðinn á bílnum var sjaldan undir 60 km. á klukkustund, en oftast ókum við með 80 —90 km. hraða, einstaka sinnum komumst við upp í 100. Við og við þutum við fram hjá sveitabæjum og annað veifið glitraði á vatnsflöt handan við skóginn. Útsýnis nutum við fyrst eftir 185 km. akstur á bökkum Kitinárinnar, þar sem við vorum ferjaðir yfir endurgjaldslaust á dragferju. Áin er talsvert breið á ferjustaðnum, en hvert, sem litið var, upp eftir ánni eða

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.