Vikan


Vikan - 11.01.1940, Blaðsíða 10

Vikan - 11.01.1940, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 2, 1940 Gestirnir komu samt. Rasmína: Ég veit, að Bang-hjónin ætla út í kvöld.”Nú hririgi ég óg býð þeím, þá losnum við við þau. Ó, þau eru svo leiðinleg'. Gissur gullrass: Þetta var sniðugt, Rasmína. Rasmína: Ó, hvað ég er fegin. Nú skulum við láta fara vel um okkur. Gissur gullrass: Og nú sleppum við við að bjóða þeim fyrst um sinn. Þjónninn hjá Bang: Hjónin eru ekki heima og koma ekki fyrr en seint í kvöld. Þau fara alltaf í leik- hús á sunnudagskvöldum. Á ég að skila nokkru? Gissur gullrass: Hver hringir? Rasmína: Taktu af borðinu, Gissur, til von- ar og vara. Ég fer til dyra. Rasmina: Já, gjörið svo vel að bera þeim kveðju okkar og skila til þeirra, að við höfum ætlað að bjóða þeim til miðdegisverðar. Þetta var leiðinlegt. Gissur gullrass: Gott hjá þér, Rasmína. ..‘Gissur gullrass: Hana, ég heyri mannamál. Það var gott, að ég skyldi taka af börðinu. Hr. Bang: Okkur leiddist svo i leikhúsinu, að við fórum héim og þá lágu skilaboð til okkar. Frú Bang: Við vildum ekki missa af þessu. Hr. Bang: Takk fyrir kvöldið. Frú Bang: Eg var svo vel upplögð. Hr. Finns: Þetta var dásamlegt. Hr. Finns: Við litum inn til Bang, og okkur var sagt, að þau væru hér. Ég vona, að við verðum ekki til óþæginda. Hr. Bang: Það var gott, að nótumar voru hér. Nú getur konan mín sungið alla söngv- ana. Rasmína: Þvílík nótt. Ég hélt, að fólkið ætl- aði aldrei að fara. Ég er dauðþreytt. Gissur gullrass: Góða nótt, Rasmína. Rasmína: Þú manst, að þú átt að fara á fætur kl. hálf sex. Gissur gullrass: Hamingjan góða, og hún er fimm.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.