Vikan


Vikan - 09.05.1940, Síða 4

Vikan - 09.05.1940, Síða 4
4 VIKAN, nr. 19, 1940’ r~ DIÖFIA EDMUND SNELL: SMÁSAGA . frá Suður-Ameríku. BRUIN f perlumar mínar! Cyril Hall stökk á fætur. Vindill- ^ inn flaug úr höndum hans og eftir þilfarinu niður í spýjurennuna og þar sauð í honum eins og blautum kínverja. Inez de Castellano, ung kona, glæsileg og forkunn- ar fögur, hafði numið staðar milli hans og borðstökksins. Hún hélt báðum höndum um háls sér og reyndi að missa ekki litlu perlurnar, sem runnu milli fingra hennar og runnu eftir þilfarinu sömu leið og vindill Cyrils Halls. — Senor — þér verðið að fyrirgefa — æ, en viljið þér ekki .... Ungi maðurinn í smokingfötunum var þegar kominn á f jórar fætur og farinn að eltast við að ná í perlumar. 1 landi hefði þetta ekki verið annað en sjálfsagt og létt- unnið kurteisisbragð við konu, en hérna á þilfari Alaeantras, í þungu öldufalli Atlantshafsins, kostaði þaðmargarskringi- legar stellingar. Ines de Castellano hjálp- aði honum í eltingarleiknum við þessar bersýnilega dýrmætu perlur. 1 ákafanum rákust þau á, afsökuðu sig og settust á hækjur sínar. — Hve margar emð þér búinn að finna, Senor? — Sex — nei, sjö. Ég er með þær í vas- anum. Þér ættuð að láta mig taka við fest- inni, þangað til við komumst inn fyrir. Það liggur ein þarna við teppisröndina bak við yður. Hún tók hana. — Þá held, ég að allar séu komnar. — Það er gott. Cyril Hall reisti hana á fætur. Á sömu stundu opnuðust dyrnar á reykingarsalnum og þau heyrðu hlátur og háværar samræður. Maður Inezar kom út. Ramon de Castellano var ógeðfelldur. Hann var herðabreiður og mittismjór, lík- lega eitthvað nálægt f jömtíu og fimm ára að aldri, með gulan litarhátt og lítið, svart skegg yfir þykkum og dýrslegum vörum. Hann var, eins og hann leit út fyrir, úr- kynjaður maður, sem grætt hafði fé — mikið fé, og hafði enga samvizku af því, hvaða aðferðir hann notaði til að fá vilja sínum framgengt. Hann var orðinn alldrukkinn og kom út til þess að fá sér frískt loft. Hann slagaði út að borðstokknum og studdi sig þar með báðum höndum. — Jæja, Inez! Ertu ennþá móðguð út af því, sem ég sagði við þig inni í káetunni ? Unga konan hallaði sér að Cyril Hall og rak tána á litla, hvíta silkiskónum óþohnmóðlega í þilfarið. — Þú ert ekki með réttu ráði, Ramon, sagði hún. — Þú ættir að koma þér í rúmið, meðan þú ert fær um það. Hann reikaði og horfði á hana með hálf- opnum augum. — Þú ert búinn að fá þér huggara, er það ekki? Það var búið að loka dyrum reykinga- salsins og þau stóðu þarna þrjú ein. Him- ininn var stjörnubjartur, þungur vélanið- urinn undir fótum þeirra og stormurinn í fangið og grænar risaöldur Atlantshafsins risu og hnigu kringum skipið. Inez brosti mæðulega til Cyril Hall og gekk hægt að manni sínum. — Viltu endilega gera uppi- stand, Ramon? spurði hún. — Perlufestin mín slitnaði, og ég var hrædd um, að ég tapaði perlunum. Þessi herra var svo elsku- legur að hjálpa mér. — Ég heiti Hall, sagði ungi Englending- urinn stillilega og var með hendina í vas- anum, þar sem perlumar voru. — Þér vilduð ef til vill koma með inn og taka við perlunum! Eg vildi gjarnan fullvissa mig nm það, að frúin hafi ekki tapað neinni Framh. á bls. 11.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.