Vikan


Vikan - 09.05.1940, Blaðsíða 7

Vikan - 09.05.1940, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 19, 1940 7 þegar sjóræningjarnir drukku. Þegar þeir urðu fullir, varð hann, sem þá var 15 ára, fyllstur allra. Hann hafði orð á sér fyrir að vera duglegasti sjómaðurinn og óhrædd- ur við að slást, svo að sjóræningjarnir skoðuðu hann sem jafningja sinn. En *Jack fór alltaf annað veifið á bókasafnið til að fá sér bækur og tala við ungfrú Coolbrith. ræningjar kveiktu í „Razzle Ðazzle“ og sökktu honum. Jack og „Nelson ungi“ gerðu við „Hreindýrið“ og hófu ránsferðir sínar á ný. Þeir unnu sér inn 180 dollara á nóttu, en áttu samt aldrei eyri, því að „Nelson ungi“ drakk eins og svín um leið og hann steig á land, og Jack fannst hann þurfa að feta Á San Francisco-flóanum, sem sést I baksýn, lenti Jack London í mörgum ævintýrum. Hann læsti káetuhurðinni, lagðist upp í kojuna sína og las hverja bókina á fætur annarri. Ræningjarnir drukku, börðust í sífellu og drápu hvor annan. Bátum var stolið og kveikt í seglunum. Þetta átti við Jack. I marga mánuði sigldi hann á „Razzle Dazzle“, greiddi Jenny skuldina, sá fyrir fjölskyldu sinni og komst í mörg spenn- andi og hættuleg ævintýri. Síðan lagði hann félagsskap sinn við „Nelson unga“, tvítugan spjátrung, stóran og stæðilegan. Jack dáðist að honum, þar sem hann var bláeygur, ljóshærður, hávaxinn vík- ingur. Eitt sinn þegar sjóræningarnir voru á fylliríi, urðu mikil læti. „Nelson ungi“ var skotinn í hendina, báturinn hans, „Hreindýrið“ var dreginn á land og öllu stolið úr honum. Jack lenti í handalögmál- um við „Leðurblökuna“, háseta sinn, sem hafði kveikt í seglum hans. Nokkrir sjó- í fótspor hans, þó að hann hefði enga löng- un til að drekka. Það leið samt ekki á löngu, áður en hann fór að kunna við sig meðal drykkjufélag- anna og verða hrifinn af söngvum þeirra og látum. Þegar honum leiddist, drakk hann sig blindfullan og alltaf vildi hann vera fremstur í hverju sem var. Hann hætti að hugsa um foreldra sína og systkini og eyddi hverjum eyri á knæpunum. Sjómenn- irnir voru jafnvel hræddir um, að hann drykki sig í hel. Eitt kvöldið sátu hann og „Nelson ungi“ auralausir og skræl þurrir inni á einni knæpunni, en í þeirri von, að einhver byði þeim „einn lítinn“. Joe Goose kom þá inn og sagði þeim, að þeir fengju ókeypis drykkjarföng á stjórnmálafundi í Hay- ward. Þeir þurftu ekki annað en fara í rauðar skyrtur og ganga með blys í kröfu- göngunni. Að henni lokinni var farið inn Ekkert mannsandlit er fullkomlega reglulegt. Það sézt bezt, ef tekin er mynd af öðrum helmingi þess og gert úr honum heilt andlit. Þetta kemur meðal annars af því, að á öllum mönnum er nefið eitthvað skakkt. 1 tveimur tilfellum af fimm eru augun ekki í sömu hæð, og á sjö mönnum af hverjum tíu er annað augað stærra en hitt. Á mjög fáum manneskjum sitja eyr- un jafn hátt. Hægra eyrað er oftast hærra en hið vinstra. * Algengasta nafn í heiminum er Wong eða Wang. Þessu nafni heita að minnsta kosti 150 milljónir Kínverjar eða um það bil einn þriðji af íbúum Kína. * Þegar Ögmundur biskup var nær orðinn sjónlaus, þá kaus hann séra Sigmund, systurson sinn, til biskups og sendi hann í Noreg. Hann var til biskups vígður, en fyrstu nótt, sem hann var biskup, þótti honum koma til sín kona og segja: Ef þú ert biskup í 20 nætur, þá ríkir þú í 20 ár. En um morguninn hafði hann fengið mein í annan fótinn og það dró hann til dauða. Hann dó 19. nóttina. * Enskur hagfræðingur hefir reiknað út, að 63% af íbúum jarðarinnar vinni við akuryrkju. * Því er haldið fram, að menn drepi einn þriðja hluta af öllum þeim bakteríum, sem í munninum lifa með því að reykja 1 vindil, 2—3 vindlinga eða eina pípu. * Samkvæmt amerísku blaði hefir aldrei neinn hljóðfæraleikari gist hið fræga Sing- Sing-fangelsi. á knæpu og drukkið fast. En Jack og fé- lögum hans fannst þetta ganga of hægt, og þeir gerðu sér lítið fyrir, réðust inn fyrir borðin, tóku flöskurnar úr hyllunum og fóru með þær út, þar sem þeir drukku úr. þeim. Um nóttina laumaði Jack þrem lítrum af spíritus niður fyrir brjóstið á sér. Á leið- inni til Oakland, sem var nokkuð löng, voru innýflin í honum að brenna upp. I lestinni braut hann rúðu, en það varð til þess, að allt komst í uppnám, og hann var sleginn í rot. Sautján tímum síðar vaknaði hann og var þá nærri dauður. Hefði Jack verið eins og hinir sjóræn- ingjamir, hefði hann ekki hætt ránsferð- um sínum, fyrr en hann hefði fengið kúlu í gegnum höfuðið eins og „Nelson ungi“, eða drukknað eins og „Skeldýrið" og „viský-Bob“, eða lent í fangelsi fyrir glæpi eins og „Leðurblakan" og „Nicky gríski“. En hann var of líkur Chaney prófessor til að láta sér þetta lynda. Þegar mnnið var af honum lá hann tímunum saman yfir bókum eftir Kipling, Bernard Shaw og Zola. En síðan kom dálítið fyrir hann, sem breytti lífi hans. Hann og „Nelson ungi“ höfðu grætt mikið og drukkið í þrjár vik- ur. Klukkan eitt um nótt ætlaði hann um borð í bátinn sinn við bryggjuna í Ber- micia, en datt í sjóinn. Straumurinn bar hann með sér. Síðan sagði hann, að hann hefði verið svo þunglyndur, að hann hefði helzt viljað drukkna. Þegar hann flaut fram hjá Solono- bryggunni, þar sem nokkrir menn stóðu, þagði hann viljandi. En þegar enginn heyrði til hans, tók hann að kyrja líksöng- inn yfir sjálfum sér. En nú var tekið að renna af honum og þá ákvað hann að lifa lengur. Hann klæddi sig úr fötunum og greip til sundtakanna. Um morguninn lá hann fyrir framan Mare Island, þreyttur og tilfinningalaus af kulda. Grískur fiski- maður, sem átti leið þarna um, dró hann meðvitundarlausan á land. Þannig lauk drykkjuskap hans. Framhald í næsta blaði. Vitid þér þad? 1. Hvað heitir höfuðborgin í Lit- hauen ? 2. Hvað olli því, að Newton fann upp þyngdarlögmálið ? 3. Hve margar miljónir Pólverja eru nú undir þýzkri stjórn? 4. Hver málaði „Mona Lisa“? 5. Hvað er Kreml? 6. Hvaða borg var kölluð Milki- farður? kringum hvaða plánetu er hringur? 8. Hvaða skáldsagnahöfundur skrifaði undir dulnefninu Jón Trausti ? 9. Hvar er Trotzki búsettur núna? 10. Hvar er Geirþjófsf jörður ? Sjá svör á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.