Vikan


Vikan - 29.08.1940, Blaðsíða 4

Vikan - 29.08.1940, Blaðsíða 4
4 .VTKAN, nr. 35, 1940 Landkönnuðurinn lljúgandi. Eins og risavaxin engispretta klýfur „Landkönn- uðurinn“ — nýjasta myndatökuflugvél Banda- rikjanna — loftið. Mótorinn og skrúfan eru aftan á, en frammi í situr myndatökumaðurinn í klefa úr óbrjótanlegu gleri. Ljósmyndatökur úr lofti, sem nú eru orðnar heil vísindagrein, eiga eins og svo margar aðrar framfarir á sviði fluglistarinnar, rót sína að rekja til heims- styrjaldarinnar. Tilraunir, sem gerðar voru árið 1914 til að senda ljósmyndavélar upp í loftið og taka myndir þaðan, vöktu litla athygli. Ljósmyndir teknar úr flugdrek- um, loftbelgjum og loftskipum voru að vísu notaðar til að skreyta með ferðamanna- bækur og annað því um líkt. En þær að- ferðir, sem notaðar voru, reyndust mjög ófullkomnar. Ljósmyndavél, sem sett var á flugdreka, varð annað hvort að stjórna neðan frá jörðinni eða þá með margbrotn- um, sjálfvirkum tækjum. Loftbelgirnir gátu að vísu tekið ljósmyndarann með, en þeir voru háðir dutlungum vinds og veðurs. Stýranleg loftskip voru fullnægjandi frá sjónarmiði ljósmyndarans, en þau voru dýr og fá. Svo komu flugvélamar. Að nota þær í þjónustu ljósmyndatökunnar var ekki nema eðlileg útvíkkun á starfssviði könn- unarflugvélanna í þágu hersins. Á fyrstu árum stríðsins vom flugvélarnar sem sé aðeins notaðar til könnunarflugs. Flug- maðurinn notaði kíkir við athuganir sínar og skrifaði niður jafn óðum, það sem þýð- ingu hafði. Þessar athuganir voru, eins og gefur að skilja, ekki alltaf nákvæmar og stundum beinlínis rangar. En með hjálp Ijósmyndavélarinnar em þessar athuganir nú orðnar óskeikular. Þó að hernaðurinn hafi fyrst skapað þörfina fyrir myndatökum úr lofti, þá hafa þær síðan gengið í þjónustu friðsamlegri afla, einkum þó landmælinganna. Til þess að fullnægja kröfum mælingmannanna, þurfti að smíða sérstaka flugvél, og nýj- asta og fullkomnasta afsprengi tilrauna þeirra, sem gerðar hafa verið í þá átt, er flugvél sú, sem sést hér að ofan. Hún er byggð í Michigan í Bandaríkj- unum og hefir hlotið nafnið ,,The Explor- er“ — landkönnuðurinn. Á vélinni er tveggja manna áhöfn, flugmaður og myndatökumaður. Þeir sitja fremst í mjóum, aflöngum klefa, hvor fyrir aftan annan. Aftar í klefanum er mótorinn. Skrúfan er einnig aftan á. Klefinn er næst- um allur úr óbrjótanlegu gleri. Rétt við sæti flugmannsins er ljósmyndavélinni komið fyrir. Ljósopi vélarinnar er komið fyrir í röri, sem liggur niður úr botni klefans. Myndatökumaðurinn situr rétt við hliðina á vélinni og efri helmingur hurðar- innar, sem er á vinstri hönd hans, er úr gleri, og er hægt að opna hann, ef mynda- tökumaðurinn vill taka myndir út um gluggann með annari vél. Vængirnir á flug- vélinni eru þannig gerðir, að þeir skyggja ekki á útsýnið, og á þá eru festar þver- slár úr duraluminium, sem bera bakhluta vélarinnar. Lendingarhjólin eru þrjú og frábrugðin hjólum á venjulegum flugvél- um í því, að staka hjólið er fremst, undir myndatökuklefanum, í staðinn fyrir undir stélinu. Hámarkshraði vélarinnar er 320 kílómetrar á klukkutíma, en meðalflug- hraði hennar 280 kílómetrar á klukku- stund. listamann Ásgrím Harðars. Það síðasta, sem hann gerði, í ókunnu landi langt frá vinum og ættingjum. Um endalok ævi hans vitið þið öll. Hann skaut sig.“ Hann mælti þetta með lágri röddu og horfði stöðugt yfir mannfjöldann. Síðan beygði hann höfuðið ofurlítið, skorðaði fiðluna undir hökuna og byrjaði að spila. Það var dauðahljótt í stofunni, allir stóðu á önd- inni. Frúin hafði setzt í hornið, þar sem minnst bar á, andlit hennar var náfölt og það var eins og hún titraði ofurlítið. Eng- inn veitti því eftirtekt nema maður henn- ar og gamli bankastjórinn. Sá síðarnefndi skildi auðsjáanlega ekki samhengið, en horfði dálítið undrandi ýmist á frúna eða mann hennar. Um leið bárust hinir fyrstu tónar af listaverki hins liðna manns yfir stofuna, enginn tók eftir neinu nema hin- um unga manni með fiðluna. Allir voru sem dáleiddir, stemmningin í stofunni er svo mikil, að tæplega heyrist andardrátt- ur. Lagið er á enda, enginn hreyfir sig, fiðluleikarinn stendur þögull og starir fram fyrir sig. Allt í einu lítur hann upp og bros- ir til fólksins, um leið losnar stemmningin, sem ríkt hefir, og klappið bergmálar um húsið. Bankastjórinn gamli litast um eftir frúnni, en kemur hvergi auga á hana. Hann gengur út úr stofunni, án þess að nokkur gefi því gaum, og inn í einkaher- bergi frúarinnar, án þess að drepa að dyrum. I hálfrökkrinu á gólfinu krýpur hin fallega og drembilega frú, byrgir and- litið í höndum sér og hristist til af þung- um ekka. Gamli maðurinn stendur þögull og undrandi, að síðustu leggur hann hönd- ina blíðlega á öxl hennar. Hún lítur upp og horfir á hann tárvotum augum: „Hann var kærastinn minn, ég sveik hann. Hann var fátækur, og ég var svo mikill heigull, að ég þorði ekki að standa við hlið hans og heýja með honum lífsbaráttuna. Ég kaus frekar auð og allsnægtir og mann, sem ég unni ekki neitt. Ég hefi svikið bæði hann og manninn minn. Hina sönnu lífs- hamingju hefi ég aldrei fundið, ég glat- aði henni með honum, og nú er hann dá- inn. Ég er þreytt.“ Hún byrgir aftur and- litið í höndum sér. Hinn þungi grátur sorg- ar og óhamingju fyllir hið skrautlega her- bergi forstjórafrúarinnar. Þó að áhuginn á rannsóknum jurta og dýralífsins í sjónum, sé stöðugt að auk- ast, verða sjálfsagt mörg ár þangað til menn geta fengið að sjá ýmsa djúphafs- fiska í glerkössum. Margir þeirra hfa sem sé á svo miklu dýpi, að þrýstingur vatns- ins er svo mikill, að mönnum hefir ekki enn þá tekizt að byggja kassa, sem eru svo sterkir, að þeir þoli þann þrýsting, sem fiskarnir þurfa til að geta lifað.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.