Vikan


Vikan - 17.10.1940, Page 6

Vikan - 17.10.1940, Page 6
6 VIKAN, nr. 42, 1940 undan og gaf verkamönnunum skipun um að koma ekki nálægt húsinu á morgnana. Það sem Jack á sínum tíma hafði fundið að við Bessie London var, að hún kynni ekki að klæða sig, að hún væri ekki góð húsmóðir og að hún væri afbrýðisöm. Það má því teljast kaldhæðni örlaganna, að hann skyldi einmitt verða var við sömu gallana hjá Charmian. Hún gerði enga til- raun til að sinna gestum sínum eða stjórna heimilinu. Japanska þjónustufólkið annað- ist það allt saman, og hún var sjálf eins og ein af gestunum. Þegar kunningjar komu í heimsókn, fylgdi Jack eða Nakata þeim til herbergja þeirra. Kona, sem var þar gestkomandi, segir frá því hve Jack hafi verið vandræðalegur yfir því, að Charmian skipti sér svo lítið af gestunum, að hann varð að sýna kvengestunum hvar baðherbergið var. Bessie hafði aldrei skipt sér af öðrum konum nema þær beinlínis væru áleitnar í garð manns hennar, en Charmian var afbrýðisöm gagnvart öllum konum. Hann fékk sjaldan að fara nokkuð nema hún væri með, og þegar þau voru úti saman, hafði hún það fyrir fasta venju, að lofa Jack aldrei að vera lengur en tvær mínútur einum með kvenmanni. Það var sama hvað umræðuefnið var, þó að það væri væntanlegar kosningar eða annað álíka almenns eðlis, Charmian kom alltaf, þegar tvær mínútur voru liðnar, blandaði sér í samræðurnar og hélt áfram að tala þangað til Jack sneri sér frá þeirri, sem hann hafði verið að tala við. Einu sinni þegar Jack var í Los Angeles, átti einkaritari hans, Jack Byrne, að senda honum skeyti. Hann ætlaði að bæta aftan við skeytið nokkrum orðum um það, að konu, sem Jack og fjölskylda hans hafði þekkt og elskað í mörg ár, langaði til að hitta hann, en Charmian sagði honum að sleppa þessu, því að hún þyrfti sjálf að senda honum skeyti bráðlega og myndi þá láta þessa getið. Hún sendi aldrei þetta skeyti. Hún hafði aldrei leyft Jack að ráða sér kvenritara, þó að það kostaði hana sjálfa mikið og aukið erfiði. „Ég vil ekki hleypa annarri að,“ sagði hún. „Ég vil ekki láta bola mér burtu.“ Loks, þegar móðir Johnny Millers dó og seinni maður hennar, Jack Byrne, varð atvinnulaus, fékk Jack leyfi til að ráða sér einkaritara allan dag- inn, sem hann svo lengi hafði haft þörf fyrir. Hann tók nú að leita meira á náðir víns- ins, ekki til þess að njóta gleðinnar, held- ur til að deyfa sársaukann. Áður hafði hann sjaldan drukkið heima á búgarðin- um, en nú breyttist þetta. Hann ók nú ekki aðeins einu sinni, heldur þrisvar fjórum sinnum á viku til Santa Rosa. Ira Pyle. segir, að hann hafi nú ekki lengur þolin- mæði til að standa í kappræðum, ef hon- um var mótmælt, þá varð hann vondur. Fram að þessu hafði hann — þegar frá er talið svall hans á sjómannsárunum — geta drukkið þegar honum sýndist og látið það vera, þegar honum sýndist. Árið áður, þeg- ar hann fór fyrir Cap Horn á skipinu „Dirigo“ hafði hann áður en hann lagði af stað frá Baltimore, birgt sig upp með 180 lítrum af whisky og eitt þúsund bók- um og bæklingum. „Þegar við komum til Seattle, verð ég annað hvort búinn að lesa þessar þúsund bækur eða drekka allt whiskyið." Þegar hann steig á land á Kyrrahafsströndinni, var hann búinn að lesa allar bækurnar, en whiskyið var alveg ósnert. En nú var þetta allt breytt. Veik- indi hans leiddu hann út í drykkjuskap, og drykkjuskapurinn gerði hann þunglynd- an. Hann var ekki lengur frískur, ekki framar ungur, né hamingjusamur og full- ur lífsþróttar, og hann þoldi því ekki að drekka heilan líter af wisky á dag. Áður höfðu menn séð hann drekka, nú sáu menn hann drukkinn. Þau vonbrigði, sem vinirnir ollu honum urðu ekki endaslepp. Tveir vinir hans, sem höfðu bragðað á þrúgusaftinni, sem Jack hafði fengið úr þrúgum, er hann ræktaði sjálfur, stungu upp á því við hann, að þeir skyldu stofna félag til þess að koma þrúgu- saftinni á markaðinn. Þeir ætluðu að leggja peninga í fyrirtækið, en hann átti að leggja til nafn sitt og þrúgurnar. Það leið ekki á löngu áður en þessir tveir vin- ir hans fóru í mál við hann og kröfðust eitt þúsund dollara í skaðabætur. Þegar hann hafði eitt 3500 dollurum í að kaupa aftur réttindin til að gera leikrit úr „Úlf Larsen“, og enn fremur látið kvik- myndafélögin fá beztu smásögurnar sínar, tilkynntu þau honum, að því miður væri enginn ágóði af myndunum. Hann keypti hlutabréf í gullnámu í Arizona, sem hann síðar aldrei gat grafið upp hvar væri, og skuldabréf í „Hinum nýja veðlánabanka í Oakland", sem hafði í för með sér sífeld réttarhöld og málsóknir í tvö ár. Ninetta og Edward Payne, sem hann alltaf veitti fjárhagslega aðstoð, fengu nágranna hans til að skrifa undir áskorun um að banna honum að nota vatn úr nýrri vatnsþró, sem hann hafði látið byggja til þess að safna vetrarregnvatninu — og rök- studdu það með því, að það myndi taka vatn frá læknum, sem rynni framhjá hús- inu þeirra. Jafnvel George Sterling, sem hann var nýbúin að senda 100 dollara fyrir ónot- hæf söguefni, af því að hann vissi, að Sterling var bláfátækur, bar honum á brýn, að Hearst, hinn afturhaldssami blaðakóng- ur hefði keypt hann til að skrifa fyrir sig. Þetta sárnaði Jack meira en nokkuð annað. I febrúar 1915 fóru þau hjónin til Hawaii og dvöldu þar það sem eftir var vetrar. Þama í sólarhitanum, þar sem hann fékk sér sjóböð daglega og kom oft á hest- bak, varð hann aftur svo frískur, að hann gat byrjað á nýrri skáldsögu, „Jerry“, þar sem síðasti neistinn af snilligáfu Jacks blossaði upp. „Ég get fyrirfram fullvissað þig um það, að „Jerry“ er algerlega ný og sérstæð, líkist ekki neinu öðru, sem fram til þessa hefir verið kallað skáldsagnalist, ekki einungis öðruvísi en allar hundasög- ur, sem hingað til hafa verið skrifaðar, heldur gerólík allri skáldsagnalist yfirleitt. Hún verður fersk, ný og lifandi, og lýsing- in á hundinum mun ylja öllum hundavin- um um hjartaræturnar.“ Hann var búinn með „Jerry“ fyrir sum- arið, og hvarf þá aftur heim til Glen Ellen. Hann fór í listamannaklúbbinn og hitti þar marga af félögum sínum og vinum, spjallaði við þá, baðaði sig í fljótinu og drakk kynstrin öll. Síðan tók hann nokkra félaga sína með sér heim og þar héldu þeir áfram drykkjunni. Hann fékk heiftuga nýrnabólgu, en vildi ekki hætta að drekka nógu lengi til að honum gæti batnað til fulls. Hann vann að undirbúningi kvik- myndarinnar „Þrjú hjörtu“, af því að „Cosmopolitan Magazine“ hafði boðið hon- um 25,000 dollara fyrir það, þó að efnið væri frámunalega lélegt. Hann var himin- lifandi yfir því, að fá svo góða borgun fyrir svona litla vinnu og hripaði niður hið venjulega dagsverk sitt, 1000 orð, á hálfum öðrum klukkutíma. Finn Frölich segir: „Hann iðkaði ekki framar íþróttir eins og hann hafði gert áð- ur, t. d. glímu og alls konar leiki og hann hafði ekki lengur ánægju af að fara ríð- andi upp á fjöll. Hin leiftrandi lífsgleði var horfin úr augum honum.“ George Sterling réði Upton Sinclair frá því að fara til Beauty Ranch, af því að Jack væri orð- inn svo breyttur. Búgarðurinn var það eina, sem færði honum frið og hamingju. Þó að mennirnir vektu oft viðbjóð í sálu hans, missti hann aldrei trúna á' moldinni. „Ég er einn af þeim bændum, sem pæla fyrst í gegnum allar bækur heimsins í leit sinni að fjárhagslegum verðmætum, og snúa svo aftur til moldarinnar, sem uppsprettu og grundvöll að allri velgengni.“ Hann hélt áfram að ryðja nýja akra og planta út nýjum gróðri. Tugthúsfanginn Joe King, sem hann hafði veitt fjárhagslega aðstoð, þegar hann áfrýjaði máli sínu fyrir sex árum, og sem hann stöðugt vann að því að fá látinn lausan, fékk bréf frá Jack, þar sem hann segir: „Ég er nýbúinn að láta byggja svínastíu, sem áreiðanlega mun vekja mikla athygli hjá öllum þeim, sem fást við svínarækt. Það hefir aldrei verið byggt neitt þessu líkt á sviði svína- ræktarinnar. Hún kostaði 3000 dollara og á að gefa 12% í ágóða. Ég á ekki nema fyrsta flokks svín, og ég hefi í hyggju að byggja mér sláturhús og kæligeymslu.“ Það voru alls engar ýkjur, sem hann skrifaði um „Svínahöllina“ sína, eins og svínastían var kölluð. Fomi hafði byggt hana hringmyndaða með steinhúsi í miðj- unni, þar sem geyma átti fóðrið, og það var hreinasta listaverk. Hann var einnig með ráðagerðir um að byggja hringmynd- að f jós handa kúnum og það átti að vera eins mikill vinnusparnaður að því og svína- stíunni. Hann skrifaði Cosmopolitan Magazine: „Munið, að búgarðurinn er augasteininn minn. Ég hefi hugsað mér að ná árangri, sem seinna verða skrifaðar um heilar bækur.“

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.