Vikan


Vikan - 07.11.1940, Blaðsíða 13

Vikan - 07.11.1940, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 45, 1940 13 Hann vildi ekki kvœnasi Framhald af fyrstu síðu. En á morgun ætlaði hún að fara, flýja ástina og hefja nýtt líf. Þegar Eileen Thorpe sagði henni frá lausri stöðu hjá fjölskyldunni van Dreens í Höfðaborg, datt henni strax í hug, að nú bærist upp í hendurnar tækifæri til að leysa hnútinn. Og áður en hún hafði í raun og veru gert sér ljóst, hve mikilsvert skref hún tók, var hún komin inn í skrifstofu gufuskipafélagsins til þess að panta far- seðil. Henni leið illa, því að hún hafði gert allt, sem hún gat til þess að fá Jeff til að ákveða sig og henni þótti sárt að verða að viðurkenna fyrir sjálfri sér, að hann hefði aðeins verið að daðra við hana öll þessi ár. Hún var ósköp niðurdregin þarna inni í skrifstofu gufuskipafélagsins, en ungi maðurinn, sem afgreiddi hana, brosti hughreystandi til hennar, er hann beygði sig yfir borðið, til þess að hjálpa henni, og hún veitti því strax eftirtekt, hve augu hans voru falleg. ,,Er það ekki skemmtilegt land?“ spurði hún, er hún hafði sagt honum, hvert hún ætlaði. „Jú, vissulega. Ég fer þangað sjálfur eftir stuttan tíma. Mig hefir lengi langað til þess að fara þangað.“ „Ég kann nú bezt við mig hér heima. Það er alltaf nokkur áhætta í því að fara héðan upp á von og óvon um, hvernig manni muni reiða af; finnst yður það ekki?“ spurði hún. „Því þá það?“ „I ókunnugt land — svona langt í burtu.“ „Það er sjálfsagt að breyta til, ef maður getur, og það er gaman að vera þar. Ég er sannfærður um, að þér komist á mína skoðun í því efni.“ Kristínu fannst hún mega til með að segja einhverjum frá því, hve hrædd hún væri um, að henni mundi leiðast. Það hlaut að vera leiðinlegt að koma þangað, sem maður þekkti engan. „Ég fer sjálfur til Höfðaborgar. Það kann vel að vera að við hittumst þar.“ „Ég verð þar kennslukona." „Og ég á að starfa í útibúi félagsins þar.“ Það var auðséð á þessum manni, að hann var fastur fyrir og eitthvað í fari hans, sem jók traust á honum. Hann var alger andstæða Jeffs, sem var flöktandi að eðlisfari, þrátt fyrir allan sinn glæsileik. En þessum manni hlaut að vera hægt að treysta. „Ég má til með að senda yður farseðl- ana,“ sagði hann, þegar hann var búinn að skrifa hjá sér heimilisfang hennar. Hann sagðist heita Hugh Vincent, ef hún skyldi þurfa að hringja til hans og spyrja hann einhvers. Kristín gerði sér ekki ljóst, hve ríkur hann var orðinn í huga hennar, en hún hugsaði um það, að gott mundi vera að þekkja hann, ef hún kveldist af heimþrá og leiðindum í Höfðaborg. Og nú var þetta síðasti dagurinn hennar áður en hún færi. Hún hafði þegar sagt Jeff frá fyrirætlun sinni. Eileen Thorpe hafði ráðlagt henni að segja við Jéff: „Ef þú vilt giftast mér, þá verð ég kyrr.“ En Kristín treysti sér ekki til þess. Henni fannst hún lítillækka sig með því. Ef hann kvæntist henni á þann hátt, þá mundi hún alltaf ásaka sjálfa sig fyrir að hafa sett honum stólinn fyrir dyrnar. Og það yrði óþolandi. Nei, þá var betra að fara sína leið. Væri honum annt um hana, þá mundi hann biðja hana að vera kyrra. Hann varð ekki uppnæmur, er hún sagði honum frá fyrirætlun sinni. „Vitleysa er þetta. Auðvitað ferðu ekki,“ sagði hann. „Ég er ákveðinn í að fara.“ „Alveg sama. Ég leyfi þér það ekki.“ Hann horfi beint í augu hennar, þar sem þau leiddust niður götuna. Hún fyrirvarð sig fyrir að henni skyldi þykja svona vænt um hann. Hún vissi, að hún átti það ekki skilið, en hún gat ekki annað.“ „Ég er búinn að panta farseðil til Suður- Afríku.“ „Þú afþakkar hann og þar með búið.“ Hann var öruggur, hvað hana snerti, og það var ekki að furða, því að hann vissi, að hún elskaði hann. Hann gat vafið henni um fingur sér. En hún sagði það við sjálfa Maggi og Raggi sig, að í þetta skipti mætti hún ekki gefa eftir. Það var búið að fara nógu illa með hana að standa í þessu allan þennan tíma. Það eina rétta var að brjóta hlekkina. En það olli sársauka. Hræðilegt var að þurfa að gera þetta, slíta öllu sambandi á milli þeirra. Sjá hann aldrei framar, fara til ókunnugs lands — alein. „Ég fer,“ sagði hún. „Nei, ég er viss um, að þú gerir það ekki.“ Gallinn var sá, að hann þekkti hana allt- of vel. Hún var bundin honum af vana, orðin hluti af lífi hans. Hún varð að sýna honum, að hann þekkti hana ekki til hlítar. Hún varð mjög hissa, er Hugh Vincent kom sjálfur heim til hennar um kvöldið með farseðilinn. „Ég veit, að þetta er bý- ræfið af mér,“ sagði hann, „en ég þóttist vita, að þér munduð ekki misskilja það. Ég vona, að þér komið til að kunna vel við yður í Höfðaborg.“ „Það er ég alveg viss um,“ sagði hpn og sterk löngun til að trúa einhverjum fyrir áhyggjum sínum greip hana. „Ég fer í rauninni til þess að flýja sjálfa mig. Hef- ir slíkt nokkurn tíma hent yður?“ „Já, ég held nú það! Þegar ákveða skyldi framtíðarstarf mitt, vildu foreldrar mínir, að ég færi í banka, en til þess gat ég ekki hugsað. Það var ekki svo auðvelt við að eiga. Og ég þurfti svei mér að bíta á jaxl- inn.“ Hann hló. „En sé maður sjálfur ákveðinn, þá fer allt vel. Fyrstu erfiðleik- arnir eru verstir. Þegar þér bara eruð ...—....................B®..... Copr. King Fc.ilnrcs 5ynjic;itc, fn.:, World riplns^otTvcJ Systirin: Maggi, ég er reið út í þig. Þú hefir borðað alla skorpusteikina. Maggi: Mér þykir þetta ósköp leitt, syst- ir min. En hún var svo góð, að ég gat ekki stillt mig um það. Systirin: Það hefði ekki gert svo mikið til, ef ég hefði ekki búið hana til handa bezta vini mínum, og ég var búin að gorta mikið af því, hvað hún mundi verða góð. Maggi: Hann hlýtur að trúa því, þegar "þú segir honum, hvað mér þótti hún góð. Systirin: Það kann að vera, en kakan er búin og ég hefi engar sannanir. Maggi: Auðvitað geturðu sannað það! un þess. Systirin: Nú, hvemig? Maggi: Þú hefir mig! Ég er lifandi sönn

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.