Vikan


Vikan - 20.02.1941, Qupperneq 10

Vikan - 20.02.1941, Qupperneq 10
10 VIKAN, nr. 8, 1941 Heimilið Matseðillinn. Saltfiskur í bollum. 200 gr. saltfiskur, 200 gr. soðnar kartöflur, 2 dl. mjólk, 2 egg, 50 gr. smjör, 2 teskeiðar sykur, 100 gr. smjörlíki. Afvatnaður saltfiskur er soðinn, roðið og bein- in tekin burt. Fiskurinn er hakkaður með kartöfl- unum. Hveitið, smjörið, sykurinn og mjólkin er hrært vel saman við fiskinn. Bollumar eru búnar til með matskeið og brúnaðar i smjörlíki á pönnu við hægan eld. Brúnað smjör og brúnaðar gnl- rætur eru bornar með eða grænmetisjafningur. Irskur jafningur. 1 kg. lambakjöt, y2 kg. kartöflur, 2 gulrófur, 4 maírófur, salt, pipar, 75 gr. smjör. Kjötið er skorið í sneiðar. Kartöflurnar, gul- rófumar og næpumar eru líka skornar í sneiðar. Feitin er brædd í potti yfir eldi. Ofurlitlu vatni er bætt í pottinn, síðan er grænmetið lagt niður í hann í lögum og kjöt og krydd lagt á milli lag- anna. Þetta er soðið saman við hægan eld, þar til kjötið og grænmetið er orðið meyrt. Gæta verður þess, að ávallt sé vatn á pottbotninum meðan sýður. Áður en jafningurinn er framreidd- ur, er gott að láta lítið eitt af smjöri út í. Áfasúpa. 1V2 lítir áfir, 40 gr. hveiti, 25 gr. möndlur, 25 gr. kúrenur, 125 gr. sykur, 1 dl. þeyttur rjómi. Hveitinu og sykrinum er blandað saman og hrært út með áfunum köldum; sett yfir eld og hitað þar til sýður og stöðugt hrært í. Soðið í 5 mínútur. Möndlurnar eru hýddar og skomar eftir endilöngu. Kúrenumar þarf að sjóða sér í vatni í 5 mínútur. Síðan er möndlunum og kúrenunum bætt í súpima ásamt rjómanum, sem áður hefir verið þeyttur. Getur verið með eða án rjóma. (Helga Thorlacius: Matreiðslubók. ‘Crtgef. H.f. Leiftur). Varist að draga út þræði, sem koma upp úr gólfteppinu yðar. Klippið þá heldur til jafns við Jóna á teppinu, það lengir endingu þess. Drottning og konungur. Þessi mynd er tekin af Helenu Rúmeníudrottn- ingu og Michael konungi syni hennar á götu i Budapest, þar sem þau eru við hersýningu. — Drottningin er nú flúin úr landi. t»að er ekki sama, hvernig myndin, sem þér hengið yfir legubekkinn yðar er í laginu. Falleg- ast er að breiddin sé meiri en hæðin og ljótt er, að hún sé sporöskjulaga. Ef þér hafið enga nógu stóra mynd, þá raðið nokkru smærri myndum, ^ helzt skyldum, i staðinn. Það má varna því að- blettir eftir vatn komi á koparkranann, ef þér berið ofurlítið af húsgagna- áburði á hann eftir að þér hafið hreinsað hann. Áburðurinn vamar því, að vatnið geti nokkuð unnið á kopamum. Persian-jakki. Þröngir skinnjakkar eru mjög í tízku í vetur. Jakkinn, sem sést hér á myndinni, er úr persian. Hann er kragalaus, en húfan, sem er úr sama efni, er fest við hálsmálið. Herðastykkið er stutt, til þess að jakkinn verki breiðari á herðarnar. Fellt pils fer vel við jakkann. Taskan er líka úr persian. Kvikmyndaleikkonan Andrea Leeds hefir eignast 16 marka strák nýlega á St. Vincent spítalanum í Hollywood. Hún er í augnablikinu gift frægum íþróttamanni, Robert S. Howard. I Vitið pér pað? i 1. Hvenær hófst spænska borgarastyrjöld- | in og hvenær var henni lokið? i 2. Hver er þingmaður Gullbringu- og | | Kjósarsýslu ? i í 3. Hvenær tóku Italir Albaníu ? i 4. Eftir hvem er skáldsagan „Anna Kar- I = enin“ ? | i 5. Hvenær fóru Italir í striðið? i 6. Hvað er átt við með orðinu „nælings- | hagi" ? : i 7. Hvaða dýr er stærst allra þeirra dýra, | | sem nú lifa? í 8. Hver er grafinn undir sigurboganum í = i París ? | | 9. Er flóðhesturinn jórturdýr? i 10. Hvaða fugl syndir með vængjunum ? i Sjá svör á bls. 14. : ^UUUiuuuiiHUiNiiuummuuMiiiiiiiiMHnmiuuMniimHMnmmiiMiHiiHiii^

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.