Vikan


Vikan - 20.02.1941, Síða 12

Vikan - 20.02.1941, Síða 12
12 VIKAN, nr. 8, 1941 „Hvað hafið þér gert honum? Þér hafið þó ekki myrt hann? Ó, guð minn góður!“ „Það kemur ekki málinu við. Hann rankar sjálf- sagt við sér seinna, þó að hann verði kannske dálítið aumur í kollinum. Hann vildi þetta sjáifur og nú tölum við ekki meira um það. Nú vil ég fá að vita eitthvað um stelpuna og strákinn, og það eigið þér að segja mér. Annars er hætt við að þér sofnið fastara en maðurinn yðar.“ „Já, leysið frá skjóðunni, kona góð,“ sagði Marty. „Við getum ekki beðið hér í alla nótt.“ „Hvað viljið þið fá að vita?“ spurði hún. Slim sneri sér að félaga sínum og brosti sigri- hrósandi. „Segið okkur bara hvar þau eru, og farið svo í rúmið aftur. Við ætlum bara að tala dálítið við þau. Hvar eru þau?“ „Þau búa í þessum tveim herbergjum þarna,“ sagði hún og benti. „Maðurinn er í stóra her- berginu og systir hans í litla herberginu við hliðina.“ „Systir hans!“ Slim hló háðslega og sneri sér að hurðinni, sem stóð í hálfa gátt. „Ef þér viljið komast hjá frekari óþægindum, þá farið upp í svefnherbergi yðar," sagði hann við veitinga- konuna. „Má ég ekki fara niður í forstofu til mannsins míns?" spurði veitingakonan grátandi. „Jú, í ölluni bænum farið og komið ekki aftur." Hún flýtti sér niður stigann. Um leið gekk Slim yfir að hurðinni og barði á hana með byssu- hlaupinu: „Komið út, Cardby," kallaði hann. „Við erum komnir til að sækja vinkonu yðar. Ef þér komið út af frjálsum vilja, getið þér kannske fengið að halda lífinu." Mick horfði aftan á mennina og brosti. En hann vildi ógjaman ráðast á þá báða í einu. Ekki af því að hann þyrði ekki að hætta á það. En hann mundi, hvað faðir hans hafði sagt, að með því að tefla i tvísýnu, gæti hann hæglega vald- ið dauða Clare Furness. Báðir andstæðingar hans voru með hlaðnar skammbyssur, og þeir gengu ekki með þær til skrauts! „Komið út og látið okkur fá stelpuna!" hróp- aði Slim. „Við erum tveir. Ef við þurfum að sækja hana, þá notum við byssurnar." Slim sparkaði i hurðina, svo hún hrökk upp og skall í vegginn. Þeir stukku báðir inn, og litu í kringum sig í tómu herberginu. Marty benti á dýnuna og púðana á gólfinu. „Líttu á, Slim. Þarna hefir hann legið á verði. Svo hefir hann heyrt okkur hringja, og þá hefir hann hörfað inn í herbergið til stelpunnar, og þar er hann núna!“ Slim kinkaði kolli og skipaði Mick hvað eftir annað að koma út. Með áköfum hjartslætti beið Mick eftir, hvað nú tæki við. Slim gaf Marty bendingu og þeir fóru fram á ganginn aftur. „Mér datt dálítið í hug,“ sagði hann. „Þessi Mick Cardby hlýtur að vera mesti bragðarefur, þó eklti sé nema helmingurinn satt, sem ég hefi heyrt um hann. Hann er kannske alls ekki inni í herberginu hjá stelpunni. Það getur vel veriðj að hann liggi einhvers staðar í leyni. Ég held því, að það sé betra, að við skiptum liði. Ef hann er in'ni í herberginu, get ég sjálfsagt ráðið einn við hann, þegar hann kemur út. Ég hefi aldrei enn þá hitt fyrir jafningja minn í að nota skamm- byssuna. Ég held, að tryggara sé, að þú standir fyrir utan dyrnar, hvað finnst þér, Marty?" „Það er ekki svo vitlaust, Slim. Reyndu nú að svæla skolla út úr greninu. Þú þarft ekki að hlífa honum, en í öllum bænum gerðu stúlk- unni ekkert mein! Ef hún deyr, áður en Lefty kemur hingað, verðum við grafnir lifandi með henni. Þessa stúlku ætlar hann að geyma sjálf- um sér til ánægjuauka." VIPPA-SÖGUR Vippi í útvarpinu. ----— Barnasaga eftir Halvor Asklov. — Dað var hlustað á útvarpið á þús- undum heimila. Þegar þulurinn sagði: „Nú hefst samtal við brúðuna Napoleon, sem getur talað eins og mennskur maður." Síðan var skýrt frá þeim undarlegu atburðum, sem urðu til þess að búið var að setja brúðuna Napóleon á stól fyrir fram- an hljóðnemann: Bobbi búlttalari hafði lengi sýnt sig á leiksviði með brúðu, er hann kall- aði Napoleon og hafði þessi brúða hans að lokum lært að tala. Auðvitað héldu alíir sannir vísindamenn því fram, að um það gæti ekki verið að ræða, að brúða fengi málið og talaði eins og maður. Þeir sögðu, að auð- vitað væri það búktalarinn, sem tal- aði fyrir munn brúðunnar. En Bobbi sat við sinn keip og sór og sárt við lagði, að hann hefði engar brellur í frammi, og gekk inn á það, að ókunnugur maður ætti samtal við Napoleon, á meðan hann var sjálfur lokaður inni annars staðar í borginni, þar sem nokkrir menn voru látnir gæta hans. „Velkominn að hljóðnemanum, herra Napoleon!" sagði þulurinn og hlustendur ætluðu varla að trúa sín- um eigin eyrum, þegar þeir heyrðu svarið: „Þakka yður fyrir. En hvar erum við annars?" „Þér eruð í heimsókn hjá útvarp- inu.“ „Eruð þér kannske þulurinn?" „Já, og okkur er öllum mikil for- vitni á að heyra, hvernig á því stend- ur, að þér hafið allt í einu fengið málið," sagði þulurinn. „Fólk er alltaf forvitið. Því væri nær að vera ekki að skipta sér af annarra sökum," svaraði Napoleon. „Eruð þér lítið hrifnir af mannfólk- inu, Napoleon?" „Já, menn vilja vera að káfa á mér og skoða mig. Þeir þrýsta á magann á mér og snúa mér á alla kanta og það fer í taugamar á mér.“ „Þykir yður þá ekki vænt um neina manneskju?" spurði þulurinn. „Jú! Ég þekki lítinn, fallegan dreng, sem fór að heiman í hrifningu yfir þvi að fá að kynnast heiminum. Hann er með fallegan ennistopp og liðað hár í hnakkanum. Ég skal ekki neita því, að hann er nokkuð undir meðallagi, hvað vöxt snertir. En hann er skynsamur vel og duglegur. Það má segja, að hann sé snillingur á mörgum sviðum. Það er hann Vippi litli og hann er fyrir löngu heims- frægur." „Þetta eru ljótu svikin!" hrópaði þulurinn allt í einu. Svo heyrðu hlust- endur hróp og köll og vein. Til þessarra skyndilegu láta láu þær ástæður, að þegar Vippi var að lýsa sjálfum sér, var hann svo ákaf- ur, að hann gleymdi allri varkámi og gægðist upp úr vasanum, þar sem hann hafði falið sig. Þulurinn kom strax auga á Vippa og var fljótur að hugsa, eins og góð- um þul sæmir og ætlaði að hafa hend- ur í hári hans. En Vippi er kattliðug- ur og honum tókst að komast upp úr vasanum og niður á gólfið og þar hófst eltingaleikur, sem endaði með því, að þulurinn gat handsamað Vippa. Hann settist við hljóðnemann með þennan spriklandi snáða í hend- inni og ætlaði að rifna af monti, þeg- ar hann skýrði hlustendum frá því, að nú hefði hann afhjúpað leyndar- málið við Napoleon: „Skringilegur skapnaður, sem hafði falið sig í vasa Napoleons, talaði fyr- ir hans munn allan tímann og þykist víst vera drengsnáði." „Ég er ekkert skringilegur!" mót- mælti Vippi móðgaður. „Að lokum skal ég með fáum orð- um lýsa þessum náunga," sagði þul- urinn og sinnti engu mótmælum Vippa, vinar okkar. „Þetta er hortug- ur stráklingur og svo lítill, að eng- inn trúir því nema sjá hann. Hann er með úfið hár, útstæð eyru, söðulnef og munntotu. Ég veit ekki, hvort hann hefir tennur." Nú var eins og einhver fítonsandi hlypi í Vippa. „Þér getið fengið að vita það,“ sagði hann og beit þulinn i hendina. „Svo er hann eins og grimmur hundur," sagði maðurinn, þvi að hann var reiður Vippa. „Hann hlýtur að vera genginn af göflunum. Foreldrar hans verða að koma hingað strax og sækja hann, því að við getum ekki látið hann ganga hér lausan." „Ó, pabbi! Viltu ekki koma og sækja mig!" „Ó, pabbi! Heyrirðu til mín? Viltu ekki koma og sækja mig og fara með mig heim!" hrópaði Vippi. Hann ætl- aði að segja miklu meira, en var þá tekinn frá hljóðnemanum og settur í fuglabúr í öðru herbergi. En faðir Vippa hafði alls ekki heyrt til hans, þvi að hann var dá- lítið sérvizkufullur og vildi ekki hafa viðtæki á heimili sinu. Skáldið (Þið vitið auðvitað, að pabbi hans Vippa er skáld!) kom þvi ekki til að sækja son sinn, en í hans stað komu tveir sprenglærðir vísinda- menn, sem hétu Hippi og Sippi, og þeir báðu um leyfi til að fá að at- huga skringilega náungann í fugla- búrinu. Og auðvitað var þeim leyft það. Þeir mældu Vippa grandgæfilega, vigtuðu hann og tóku úr honum blóð- sýnishom og gerðu margt, margt fleira við hann. Að lokum ætluðu þeir að komast að raun um, hve gáfaður hann væri. „Hvenær dó Kristján konungur fjórði?" spurðu þeir. „Þegar hann gat ekki lengur lifað!" svaraði Vippi umhugsunarlaust. „Alveg rétt! Hárrétt svarað! Hann hugsar rökrétt," sagði Hippi og strauk langa skeggið sitt í mikilli hrifningu. „Leyfið mér að leggja fyrir hann enn eina spurningu," sagði prófessor Sippi: „Hver var Napoleon?" „Napoleon," sagði Vippi, sem auð- vitað hélt, að prófessorinn ætti við brúðu búktalarans, „var undarlegur náungi, sem sýndi sig á stóru leik- sviði og vildi láta halda, að hann væri mikill maður, en það tókst ekki æfinlega, því að menn gerðu grin að honum." „Þetta svar ber vott um stórfeng- legar gáfur," sagði Sippi prófessor, mjög hrifinn. „Ég er líka stórfenglegur!" sagði Vippi og tók í skeggið á prófessom- um, þvi að nú var hann orðinn kátur aftur. Prófessorarnir voru svo hrifnir af Vippa, að þeir linntu ekki látunum, fyrr en þeir fengu leyfi til að fara með hann. Þeim þótti hann svo merkilegur, að þeir ætluðu að fara með hann á heimssýningu, og þulur- inn var i raun og veru guðsfeginn að losna við Vippa. Það lá nærri að vísindamennimir tveir færu að slást um það, hvor ætti að bera búrið, en svo sættust þeir á það að gera það báðir. En Vippi var enn sem fyrr í essinu sínu, þvi að prófessorarnir höfðu gleymt að loka búrinu! Þegar þeir vom komnir með það út úr húsinu, klifraði hann niður og slapp! Og Vippi litli ætlaði alveg að springa af hlátri, þegar hann horfði á eftir prófessomnum, þar sem þeir gengu með tóma búrið á milli sín!

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.