Vikan


Vikan - 20.02.1941, Blaðsíða 13

Vikan - 20.02.1941, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 8, 1941 13 Kennslukonan. Framhald af bls. 6. sinni í viku. Á dimbildögum herti hann upp hugann og bauð Höliu að vera þar á Hóli um jólin. Hún tók því ekki alls fjærri. Hún sagði, að það gæti vel verið, að hún yrði þar eitthvað. Annars sagði hún, að sér væri boðið að vera í Hlíð og á Tjörn. Hún mætti líka vera hér, ef hún vildi, en hún sagðist þakka honum ósköp vel fyrir boðið. Gvendúr skildi, að þetta var ekki annað en kvenleg hæverzka. Þegar hann kom heim tilkynnti hann Bínu, að kennslukonan yrði þar um jólin. Hún yrði að standsetja gestaherbergið og það yrði að veita henni allt upp á það fi^llkomnasta, sem kostur væri. Bína tók öllu vel. Hún lét þó orð falla um, að nú væri hann orð- inn laglega vitlaus, að vera að eltast við þessa stelpugæs. Hann gerði sig þokkalega að athlægi núna eins og oftar. En Gvend- ur lauk ekki upp sínum munni. Hann vissi, sko, að það þýddi ekki mikið að fara að skattyrðast við hana Bínu, þegar þessi gállinn var á henni. Hann vissi líka, að það háleitasta og bezta má oft sæta aðkasti í heiminum og á erfitt uppdráttar. Þorláksmessa kom og börnin fóru hvert til sinna heima, en ekki kom Halla. Að- fangadagur kom og fór, en ekki kom Halla. Jóladagur og annar í jólum, en allt fór það á sömu leið. Gestaherbergið beið uppbúið. Reyndar hafði Bína hummað fram af sér að gera það í stand, þangað til á annan. Gvendur fékkst ekkert um það. Hann varð að bera harm sinn í hljóði. Hann þakkaði fyrir hverja stund, sem Bína lét vera að særa hann með því að hún væri víst eitt- hvað rugluð í dagatalinu, kennslukonan, eða því hún kæmi ekki. Það gat ekki heit- ið, að hann væri húsbóndi á sínu heimili. En nú skyldi þetta breytast. Á þriðja í jólum kom Halla, en þá mátti hún ekki vera að því að tefja neitt. Hún ætlaði yfir að Tjörn. Hún var búin að lofa henni Jósefínu að vera hjá henni fram yfir barnaskemmtunina og ballið, sem halda átti á laugardaginn. Við þessu var ekkert að segja. En þá mundi Gvendur allt í einu, að hann þurfti nauðsynlega að skreppa yfir að Tjörn. — En hvað það var gaman, sagði Halla og virtist verða himin- lifandi yfir þessari heppni, en þá þurfti hún að koma við í Hlíð. Þá hittist svo á, að hann átti þangað alveg brýnt erindi. Það varð ekki séð, hvort henni líkaði það betur eða vel. Þegar Halla hafði satt sig á öllum beztu jólakræsingunum á Hóli lögðu þau af stað. Nú skal þá teningunum kastað, liugsaði Gvendur, um leið og þau gengu úr hlaði. Halla hélt uppi samræðum um allt og ekkert. Einkum varð henni tíð- rætt um skemmtunina. Hvernig hún mundi verða. Hvort hann héldi, að hún yrði vel sótt og hvort hann byggist við, að hún yrði fjölsótt af utansveitarmönnum. Gvendur fann aldrei rétta augnablikið til þess, að minnast á einkamálin. Stundum leit hún þó til hans eins og hún vildi segja: — Farðu nú að koma með þetta, sem þú ætlar að segja við mig. Ég vil ekki hafa þennan seinagang á hlutunum. Eða kann- ske vildi hún segja: — Ég veit, hvað þú hefir í huga, gamli minn, en þér skal ekki verða kápan úr því klæðinu að fara að demba neinni ástarrollu yfir mig í dag. Ég er eldri en tvævetur, máttu vita. Værir þú tuttugu til þrjátíu árum yngri væri nokkuð öðru máli að gegna. Það var, svei mér þá, ekki gott að geta sér til um hugs- anir hennar. Það vafðist líka fyrir honum, hvernig upphafið ætti að vera á þessu við- kvæma máh. Að vísu var hann mörgum sinnum búinn að taka saman það, sem hann ætlaði að segja. En nú fannst hon- úm ekkert af því eiga við. Og svo gat hann ekki annað en minnst þess, hvernig svip- urinn var á henni Bínu, þegar þau gengu úr hlaði. Auðvitað vissi hún, að hann hafði ekkert erindi á bæina. En þegar hún Bína setti upp þann svipinn var ekki von á góðu. Hún var, sko, forspá kerlingar hrossið. Loks komst hann að raun um, að þetta væri óheppilegur tími. Hún var með allan hugann við þessa skemmtun. Líklega yrði bezt að láta allt bíða þangað til á ballinu. I hálfrökkrinu, þegar þau náðu heim að Tjörn, hafði engum teningum verið kast- að. Nú var aðeins fastákveðið, að á ballinu skyldi slagurinn standa. Þegar hann kvaddi gat hún þess, að hún ætlaði að vera í Hlíð og á Hóli um nýjárið og hún von- aði, að hún fengi að sjá hann á ballinu. Hann varð svo glaður við þetta, að þegar hann kom út fyrir túnið á Tjörn, fór hann að syngja og hann söng alla leið heim að Hóli. Þegar hann kom heim ljómaði hann svo af innri gleði, að Bína hafði það á or.ði við stjúpu hans, að skollinn mætti vita, hvernig því væri háttað með hann Gvend. Bezt gæti hún trúað, að hann hefði kokkálað stelpuna. — Fu, fjandann ætli hann kokkáli, heimóttin sú arna, sagði gamla konan og skakklappaðist út úr eld- húsinu. Giktin var allsendis að drepa hana núna í skammdeginu. Og svo kom skemmtunin. Gvendur á Hóli mætti fyrstur manna. Hann var að valkóka í kringum kennslukonuna þegar hún var að undirbúa skemmtunina og eigi var annað að sjá, en hún yndi því hið bezta. Um kvöldið gaf hann henni kaffi og sló henni óspart gullhamra fyrir hvað skemmtunin hafði farið sómasamlega úr hendi. Þegar hlé varð á dansinum um nótt- ina stakk Gvendur upp á því að farið væri að syngja. Það var samþykkt í einu hljóði. Gvendur spilaði á orgelið og söng. Og nú lagði hann alla sál sína í sönginn. Allir, sem eitthvað gátu, tóku undir. Honum gramdist, að hann kom hvergi auga á Höllu þegar söngnum var lokið. En litlu síðar sá hann hana svífandi um salargólfið í fang- inu á Bjössa á Skarði. Þau virtust dansa nokkuð mikið saman. Sjálfur dansaði Gvendur lítið. Hann vildi ekki misbjóða Höllu með því að dansa við aðrar sti'dkur. Hún var svo upptekin, að hún gat með naumindum eftirlátið honum tvo dansa. En þegar hann hélt henni í fanginu var hann svo frá sér numinn, að hann gleymdi dans- sporinu með öllu. Og gerði ekki annað en að troða á tánum á henni. Að lokum kvað hún upp úr með, að það væri ómögulegt að dansa við hann. Hún var orðin eitthvað svo ólík sjálfri sér. I sömu svifum var hún horfin í viðbjóðslegan vangadans með Bjössa á Skarði. En auðvitað var ekkert við það að athuga. Bjössi var hans bezti vinur og æðsti maður í kirkjusöngnum. En ekki varð Gvendi um sel, þegar hann sá þau Bjössa og Höllu vera að drekka úr flösku norðan undir samkomuhússgaflin- um seinna um nóttina. Nokkru seinna til- kynnti hann henni að það Hólsfólk væri að fara. Hvort hún ætlaði að vera samferða? — Nei, hún ætlaði að vera hérna í nótt. Hún þakkaði honum innilega fyrir alla hjálpina og kvaðst koma á morgun. Svo fór hún að dansa við Bjössa. Gvendur fór og ekkert hafði gerzt. Ærnar hans Jóns gamla í Tjarnarhjá- leigu vöknuðu við vondan draum á sunnu- dagsmorp'uninn. Þær voru ekki farnar að rísa á fætur, þegar ærhúsið var opnað og inn ruddist maður og fór mikinn. En þær sáu fljótt, að ekkert var að óttast. Þetta var engnin annar en hann Gvendur á Hóli. Hann hafði hárað þeim, rekið þær á haga og hýst þær núna um tíma. Annars mátti heita, að hann væri jafn tíður gestur hjá þeim og húsbóndinn sjálfur. En þannig stóð á ferð Gvendar núna, að hann hafði tekið að sér að hirða þessar skjátur fyrir karlangann á meðan hann fór í jólaheim- sókn til dóttur sinnar, sem var búsett í annari sveit, en Jón var einbúi í Hjáleig- unni. Gvendur hafði ekki getað sofnað eftir að hann kom heim af ballinu. Halla, Bjössi og flaskan voru svo áleitin við hann, að honum var ómögulegt að festa svefninn. Hann fór því á fætur löngu fyrir dag til þess að gefa í hjáleigunni. Hann vonaðist til að geta haft sig upp úr þessu andlega og líkamlega öngþveiti, sem hann var í, með því að hlynna að blessuðum skepnun- um. En það virtist ekki ætla að ganga greitt. Ærnar gláptu á hann grænum kind- araugum eins og þær skildu ekkert í þessu atferli mannsins. Þegar hann hafði hárað á garðann, hélt hann heim til bæjar. Hann ætlaði að reyna, hvort ekki mætti takast að ná úr sér hrollinum með góðum kaffi- Biómarósir með ,,Chrysantemur“. Eftir fimm ára frjóvgun- artilraunir hefir grasafræð- ingum við Chicagoháskóla tekist að „framleiða" mjög eftirtektarvert afbrigði af chrysantemum. — Það blómstrar tveim mánuöum fyrr en venjulegt chrysan- temum og þolir frost. Hér á myndinni sjást tvær „blómarósir“ vera að dást að slíkum blómum, sem þol- að hafa 35° frost án þess að láta á sjá.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.