Vikan


Vikan - 27.02.1941, Blaðsíða 9

Vikan - 27.02.1941, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 9, 1941 9 F réttamyndir. Thomas C. Hart ílotaforingi Bandaríkjanna i Kyrrahafi bar fram mótmæli við japönsku stjórnina út af því að japanska lögreglan barði amerískan sjómann, sem ekki vildi gefa upp- lýsingar um dvalarstað amerískra herskipa. „Sól-drottningin“. Þessi fallega stúlka, sem heitir Orpha Ohlsen, vann í fegurðarsamkeppni á sólarhátíð, sem haldin var í Californíu, og hlaut titilinn: ,,Sól-drottningin“. Skipið þeirra var skotið í kaf. Þessi mynd er tekin um borð í kanadiskum tundurspilli, sem er að bjarga skipbrotsmönnum af flekum. Skipið þeirra var skotið í kaf af þýzkum kafbát. Athugið manninn fremst á myndinni, sem er auðsjáanlega of máttfarin til að klifra upp kaðalinn, sem fleygt hefir verið niður til hans, og heldur aðeins dauðahaldi í hann. Allt Augnlæknirinn: „Horf- ið þér beint í augun á mér, frú Larsen, og seg- ið mér, hvers vegna þér hafið dregið svona lengi að borga reikninginn frá í vor.“ í gamni ... Frúin: ,,Og svo vil ég ekki hafa neitt ástabrall hér á heimilinu." Nýja vinnukonan: „Það skil ég vel, frúin er held- ur ekki ung lengur.“ „Nú getið þér sannfærst um það, herra minn, að hárið, sem þér funduð í súpunni, er ekki frá okkur.“ „Og hvernig maður er hann?“ „Hann er asni!“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.