Vikan


Vikan - 01.05.1941, Page 8

Vikan - 01.05.1941, Page 8
8 VIKAN, nr. 18, 1941 „Hverjum pykir sinn fugl íagur!“ Gissur: Jæja, nú er ég búinn að ná í allar myndirnar, sem við höfum tekið á ferðinni hingað til. Það er meiri búnkinn! Gissur: Hérna eru þær, Rasmina. Nú getum við tekið það róiega, skrifað aftan á myndirnar, hvenær þær voru teknar og hvar .... Rasmína: Já, elskan. Það verður gaman. Við förum ekkert út, það er nógur tíminn að skoða sig um á morgun. 'Rasmína: Nei, sjáðu! Þetta er myndin, sem ég tók í Baltimore. Er hún ekki falleg? , Gissur: Þetta er ekki í Baltimore. Þetta er í Kansas City, og ég tók myndina. Ég man svo vel eftir. byggingunum þarna. Rasmína: Víst er þetta í Baltimore. Heldurðu, að ég muni ekki, þegar ég stóð á brúnni með tengda- syni okkar. Hann sagði mér, hvar ég átti að standa. Gissur: Já, en Rasmína. Ég man svo vel eftir, þegar ég tók myndina af þessum byggingum. Rasmína: Heldurðu að ég viti ekki, hvað ég geri? Við vorum ekki einu sinni búin að fá myndavélina, þegar við vorum í Kansas City. Gissur: Hvað þýðir að rífast um þetta? Ég keypti myndavélina í Kansas City. Rasmína: Sæktu tengdason okkar, hann getur sagt þér, að það var ég, sem tók myndina. Hann var með mér. Gissur: Já, ég skal ná í hann. En ég er viss í minni sök. Tengdasonurinn: Þessi mynd — nei, hún er hvorki frá Baltimore né Kansas City. Ég tók þessa mynd í Tampa í Flórídá. Ég man það svo vel. Rasmína: Hvað segirðu ? Við fórum aldrei til Tampa. Gissur: Héma keraur Erla. Hún veit, að ég hefi á réttu að standa. Erla: Hvaða vitleysa er í ykkur. Ég tók báðar þessar myndir. Þær eru frá Flatbush Avenue í Brooklyn. Tengdasonurinn: Já, en góða. Mér er illa við stælur, en .... Gissur: Ég er handviss um, að þetta er af Kansas City. Ég ætti að vita það, ég sem tók myndina sjálfur. Rasmína: Fáðu mér myndirnar. Þið eruð bjánar öll upp til hópa. Þjónninn: Afsakið, en sendillinn segir, að herra Gissur hafi ekki Tengdasonurinn: Það er aðeins ein mynd, sem hefir tekizt. Hinar fengið réttar myndir. Þetta eru yðar myndir. Viljið þér gera svo filmurnar hafa allar eyðilagst. vel að skipta. Rasmína: Ég er fegin, að ég tók hana ekki. Hún er ekki svo góð. Erla: Hver skemmdi myndimar, sem ég tók? Gissur: Ég er feginn, að þær mistókust. Það er þá engin hætta á, að við rífumst um þær.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.