Vikan


Vikan - 01.05.1941, Qupperneq 10

Vikan - 01.05.1941, Qupperneq 10
10 VIKAN, nr. 18, 1941 Heimilið Bakið heima! Ekki er nokkur vafi á þvi, að köku- bakstur í heimahúsum hefir stórum minnkað á undanförnum árum, á þeim stöðum, sem brauðgerðarhús hafa verið, til að taka ómakið af hús- mæðrunum. Það er svo þægilegt, að geta skroppið út í búð og keypt þar alls konar kræsingar með kaffinu, ef gesti ber að garði, og losna þannig við erfiðið og umstangið, sem bakstr- inum fylgir. Ýmaar húsmæður munu þó hafa verið tregar til að fórna á altari þess- ara þæginda þeirri ánægju, sem er því samfara að gefa gestum sínum ijúffengar, heimabakaðar kökur, og alltaf hefir það verið talinn kostur á hverri húsmóður, ef hún kunni að baka góðar kökur. En hvort sem þessa breytingu ber að telja til bóta eða ekki, þá stendur nú hver einasta húsmóðir andspænis þeim tveim kostum, að hætta að bera kökur á borð fyrir heimilisfólk sitt og gesti eða baka þær sjálf, því að nú er ekki lengur hægt að hlaupa út í bakarí, þegar kökur vantar með kaffinu. Allt hveiti til kökugerðar hefir verið tekið af brauðgerðarhús- unum, svo að þau geta nú ekki bakað annað en þau brauð, sem afhent eru gegn skömmtunarseðlum. Þeim húsmæðrum, sem velja siðari kostinn, vill VIKAN vera hjálpleg með því að gefa þeim uppskriftir á kökum, og vonar, að hún geti orðið þeim áð liði í þessu efni. Vínarbrauð. Af því að margir munu einna helzt sakna vínarbrauðanna af þeim kök- um, sem bakaríin hafa haft á boð- stólum, þykir velviðeigandi að byrja þennan kökudálk með uppskrift af vínarbrauðum: 500 gr. hveiti. 110 gr. smjörlíki. 45 gr. sykur. 1 egg. Gerduft til eins punds. I peli mjólk. Ögn af kardemommum. Þetta allt er elt saman í deig og flatt út. Síðan er flatt út á það 250 gr. smjörlíki og þannig er deigið flatt út tvisvar. Bakað við góðan hita. Sumum finnst gott að setja ögn af vanille út í. Það hefir mjög mikið að segja, að deigið og smjörlíkið, sem flatt er út í það, sé álíka stíft, því að þá er auð- veldara að fá það til að samlagast. Ef deigið er of stíft, verður brauðið þungt og tormelt, en sé brauðið lin- ara en smjörlíkið, fellur brauðið, þeg- ar það er tekið út úr ofninum. Hrökkbrauð. 100 gr. smjörlíki. 500 gr. hveiti. */2 I'eö mjólk. /i teskeið kúmen. Smjörlíkið og kúmenið er sett út í hveitið og það hnoðað saman og þynnt út með mjólkinni og elt. vel. Flatt út eins þunnt og hægt er og skorið síðan í tígla með kleinujárni og stungið með gafli. Látið á vel- smurða plötu og bakað við hægan hita, þangað til það er orðið Ijós- brúnt. Hrökkbrauð er ' einkar ljúffengt með smjöri og osti, bæði með tei og kaffi. Kafíikransar. 25 gr. smjörlíki. 125 gr. hveiti. 3 matskeiðar sykur. 2 matskeiðar mjólk. 1 egg. 1 /i teskeið gerduft. llr þessu öllu er búið til deig, sem siðan er vel hnoðað og flatt út eins þunnt og hægt er. Skornir út hringar, með glasi eða bolla og soðnir í heitri feiti, eins og kleinur. Tvíbökur. 125 gr. smjörlíki. 500 gr. hveiti. 1 peli mjólk. Gerduft til eins punds. 50 gr. sykur. 1 egg- Ögn af kardemommum. llr þessu er búið til deig, sem síðan er flatt út og skornar úr því um 30 tvíbökur. Bakað við sterkan hita. Þegar tvíbökurnar eru orðnar kaldar, eru þær skornar í tvær sneiðar og þurrkaðar við hægan hita. Húsráð. Þegar púðurkvastinn er þveginn, er oft hætt við að bómullin innan í honum hlaupi saman í harða hnoðra. Sprettið upp eins og tveggja cm. rauf á hliðinni, takið gömlu bómullina inn- an úr og setjið nýja í staðinn, þá verður kvastinn sem nýr. Meðferð ungbarna. Sprungur í geirvörtum. Brjóstamein. Þessir illræmdu kvillar koma því miður allt of oft fyrir. Sprungum á geirvörtum verður helzt af stýrt með því að halda þeim vel hreinum og reyna strax að gera við hvert fleiður, hve litið sem er, og hverja rispu sem er. Ef geirvörtumar eru mjög sárar og skinnveikar, svo að konan þoli naumast að láta barnið sjúga, er reynt að láta það ná úr brjóstinu með totusogglasi. Slík totusogglös eru af ýmsri gerð: hér er sýnd mynd af slíku áhaldi, sem kennt er við franskan lækni, Auvard; móðirin sýg- Totusogglas Auvards. ur sjálf mjólkina út í glasið, t. d. ef hún er fastmjólk og barnið á erfitt með að ná úr henni mjólkinni, en bamið sýgur svo til sín mjólkina 'um aðra totu. Hin myndin sinir aðra teg- und af mjólkursogglasi, sem nota má á svipaðan hátt, og er líka hentugt til þess að toga úr geirvörtunni, þeg- ar hún er lítil. Takist þetta ekki, er barnið látið sjúga það brjóstið ein- göngu, sem minna er viðkvæmt, en hitt brjóstið tæmt með sogglasi eða þurr- mjólkað sem bezt verður með hend- inni, og svo borið á geirvörtuna tannin- spritt 2—5%, eða lagður við hann litill bórvatnsbakstur. Það lánast oft að græða litlar sprungur með þessu móti, ef þolinmæði er höfð og þrif góð. Verði brjóstið þrútið, spennt og sárt allt viðkomu, á að láta við það graut- arbakstur og binda það svo upp (klút bmgðið undirbrjóst- ið og upp um öxlina hins vegar), eða hafður sá umbúnað- ur með þríhymu, sem allar ljósur kunna. Grautinn i baksturinn ætti helzt að búa svo til, að hræra nokkrar lúkur af hafra- mjöli út í köldu vatni, svo að verði á þykkt við graut. Þetta er svo látið Brjóstaglas. Mjólkursogglas. Totusogglas. yfir eld og hrært í stöðugt og látið sjóða, þar til orðið er svo þykkt, að drepa megi eins og smjöri á brauð; er svo þessi grautur látinn á voð- fellda léreftsrýju, hún brotin saman og lögð á spmnguna eða fleiðrið, og haft svo heitt sem konan þolir, en, ullarklútur þar utan yfir, og skipt nokkrum sinnum á dag, og hendin þeim megin höfð í fatli. Bamið er auðvitað ekki lagt á það brjóstið, en mjólkin úr því sogin sem vandlegast út með sogglasi. Bólgan í brjóstinu batnar oft við þetta, en ekki nærri ætíð; konan fær þá hitasótt, brjóstið roðnar og stimir á það, og þegar svo er komið, má ganga að því vísu, að þar er komin ígerð og verður að skera í (læknir). Bamið er látið sjúga heila brjóstið, og er mörg móð- irin svo mylk, að það dugar eitt fyrir barnið, þapgað til hitt brjóstið er gróið. (Davíð Scheving Thorsteinsson: Bamið, bók handa móðurinni..) SKRÍTLUR. Kaupmaður í Kanada setti eftir- farandi tilkynningu í búðargluggann hjá sér: „Hefi neyðst til að loka búð- inni, vegna þess hve mikið er úti- standandi af skuldum. Listi yfir nöfn skuklunautanna og þær upphæðir, sem þeir skulda, munu bráðlega verða birtur hér í glugganum." Peningarnir streymdu inn og brátt gat kaupmáðurinn opnað búðina aft- ur. — * Þau mættust á auðri götu. Hann vék til vinstri, hún vék til sömu hlið- ar. Til þess að forðast árekstur, viku þau bæði til hinnar hliðarinnar og þannig sitt á hvað, þangað til þau voru komin fast hvort að öðru. Þá tókst honum á síðustu stundu að smeygja sér fram hjá henni og sagði brosandi um leið og hann tók ofan: „Sælar, ungfrú, mér var ánægja í að kynnast yður!“ * Bemhard Shaw, enski rithöfundurinn frægi, fékk einu sinni boðskort frá frægum veiðimanni: „Frú X verður heima á milli fjögur og sex næstkom- andi fimmtudag.“ Bemhard Shaw sendi kortið aftur, en bætti við fyrir neðan: „Herra Bernhard Shaw sömuleiðis." HEILDSÖLUBIR6Ð1R: ÁRNl JÓNSSON.HAfNARST.5,REYKJAViK.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.