Vikan - 15.05.1941, Page 2
2
VIKAN, nr. 20, 1941
Efni bladsins m. a.:
Bæn fyrír friði, grein eftir
Anne Morrow Lindbergh.
Var hann bleyða? Smásaga
eftir Thomas 0ye.
Dularfullur atburður, ný fram-
haldssaga eftir Agathe
Christie.
Með dauðann á hælunum,
framhaldssaga eftir David
Hume.
Heimilið (Bakið heima! Með-
ferð ungbama o. fl.).
Gissur og Rasmína. — Eria og
unnustinn. — Maggi og Raggi.
— Fréttamyndir. — I>að er
alveg áreiðanlegt! — o. m. fl.
Fœreyskur bladamaður og skipstjóri.
Hér í Eeykjavík var staddur um síðustu
helgi færeyskur blaðamaður og skipstjóri,
sem heitir Sámal Davidsen. Á sunnudaginn
bauð hann sex íslenzkum blaðamönnum til
kvöldverðar að Hótel Borg og rabhaði við þá
um starfsferil sinn og sagði fréttir að heim-
an. Davidsen er viðkunnanlegur maður og
skemmtilegur. Hann er um fertugt, tók
skipstjórapróf 1932 í Danmörku, og var í
þrjú ár fastur blaðamaður við Politiken í
Kaupmannahöfn. Davidsen var heima í
Þórshöfn í Færeyjum, þegar Danmörk var
hemumin og er nú skipstjóri á færeyskurn
kútter — til þess að vinna sér inn peninga
til að geta keypt setningarvél (allt prentað
mál er handsett i Færeyjum núna) og síðart
stofnað myndablað, hið fyrsta þar i landi..
— Tvö Ijóðasöfn eftir Davidsen hafa verið
gefin út á dönsku.
Ritstjórn og afgreiðsla: Kirkja-
stræti 4. Sírai 5004. Pósthólf 365.
Verð: kr. 2,40 á mánuði,
0,60 i lausasölu.
Auglýsingum í Vikuna veitt
móttaka í skrifstofu Steindórs-
prents h.f., Kirkjustræti 4.
Prentsm.: Steindórsprent h.f.
Frú ein í Ameríku sótti um skilnaðs
og bar manninn þeim sökum, að hanni
hefði ekki talað við sig nema þrisvar
alla þeirra hjónabandstíð.
Hún fékk skilnaðinn og einnig um-
ráð yfir börnum þeirra, sem eru þrjú.
' ' trt *-rx-
Erla og
unnustinn.
Grímur: Heyrðu, Oddur, blessaður láttu kærustuna þína ekki
fara að vinna úti. Konan á að vera heima, læra að matreiða og
annast heimilið.
Oddur: Þetta er alveg rétt hjá þér, Grímur.
Oddur: Ég ætla að skreppa til Erlu og segja henni,
að ég kæri mig ekkert um, að hún ....
Oddur: Þetta er nú mín skoðun, elskan mín.
Ég gæti ekki hugsað mér að láta þig þræla á
skrifstofu allan daginn.
Erla: Og svo borgar það sig ekki. Ég á ekki að fá nema
35 dollara á viku.
Oddur: Hum, hum, en sú fjarstæða! Þrjátíu og fimm doll-
ara á viku, það er blátt áfram hLægilegt!
Oddur: Mér þætti gaman að vita,
hvar þetta væri. Þrjátíu og fimm
dollara á viku ? Ég hefi verið að strit-
ast við að komast upp i tuttugu og
fimm dollara nú í sex ár!
Varnings og starfsskrá
■
r.
Anglýsið í Vamings- og starfs- skrá Vikunnar. Hún nær til manna út um allt land, og er auk þess sérlega ódýr. Auglýsið oft, það er ódýrast. Stimplar og signet. antrí Kirkjustræti 4>. Reykja- vík. Simi 5004. Pósthólf 365.
Vi»sa-orðabækur: Islenzk-ensk og ensk-íslenzk fást í öllum bókaverzlunum. Hver sá, sem þessar bækur hefir um hönd, getur gert sig skiljanlegan við Englendinga, þótt hann kunni ekki ensku. Verðkr. 3,00og4,00.
Gúmmístimplar eru búnir til með litlum fyrirvara. Sömu- leiðis signet og dagsetningar- stimplar. Steindórsprent h.f., Kirkjustæti 4, Reykjavík.
Frímerki.
Signeta-gröft og ýmiskonar annan leturgröft annast Björn Halldórsson, Laufásveg 47, Reykjavík.
Kaupi notuð islenzk frímerki. Sigurður Kjartansson, Lauga- vegi 41. Sími 3830.
Jf/ Ö búnlrtli | STEINDÓRSPRENT H F |j \V Simi 1174 Pósthólí 365 JJj
Saumastofur. Bækur - Blöð - Tímarit
Vikan er heimilisblaðið yðar. Gerist áskrifandi og mun blað- ið þá verða sent yður heim á hverjum fimmtudegi. Afgreiðsl-
TAU OG TÖLUR Lækjargötu 4. Sími 4557.
Auglýsið í Vikunni. Það borgar sig í auknum viðskiptum.
Sigurður Nordal:
Erindi þetta er nú komið í bóka-
verzlanir. Margir hafa spurt eftir
því undanfarið. Og nú er það
komið.
Kostar aðeins kr. 2,50.
Bókaverslun
ísafoldarprentsmiðju
TJ'tgefandi: VTKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.