Vikan - 15.05.1941, Side 3
VIKAN, nr. 20, 1941
3
o4nn& [MjOVuow JCúAÍ&báj^A:
Bœn fyrir friði.
Framhald af forsíðu.
„Ég ráð vildi færa konungi í kröggum
og komast skjótt til hans, þótt væri ’ann l'jarri.
En hér var um málefni ríkis að ræða
og rangt af stúlku að koma þar nærri.
En ég má hér frjáls í garðinum ganga
og get tínt mér til skemmtunar gleym-mér-ei.
Ég hafði gott ráð til að bjarga við ríki
— en ráðið var hugsað af mey.
I>eir stjórnvitru á mottunum sínum sátu
og sætzt ei gátu á úrlausn neina,
og guðslangan daginn ræddu og rifust
— en ráðið mitt var leiðin eina.“
etta kvæði, sem ég fann um daginn
í kínverskri ljóðabók, var skrifað
árið 675 fyrir Krist. Þýðandinn lætur þessa
athugasemd fylgja kvæðinu: „Er nokkuð
það til, sem hægt er að benda á og segja:
Sjá þetta er nýtt! Það hefir verið til frá
upphafi?11 „Frá upphafi" — frá því fyrsta
hefir þetta verið afstaðan til konunnar,
þegar hún hefir blandað sér í málefni rík-
isins, þegar hún talar, frá sjónarmiði kon-
unnar, um stríð og frið.
Og nú kveð ég mér hljóðs sem kona,
vanmáttug kona — viðkvæm, fljótfær,
órökvís, íhaldssöm, draumlynd og óhag-
sýn kona. Kona, sem haldin er öllum þeim
göllum, er kallaðir hafa verið kvenlegir.
Ég skrifa þetta í vitund þess, að öll þessi
vígorð verði notuð á móti mér og málstað
mínum, vitandi það, að ef til vill verði
hlegið að mér, eða mér vísað á bug með
þeirri fyrirlitningu sérfræðingsins á skoð-
un leikmannsins, sem nú er svo mjög í
tízku. Ég skrifa þetta, af því að mér ligg-
ur það svo þungt á hjarta, að ég verð að
hrópa það út.
Ég hefi reynt að skrifa e k k i þessa
grein. Ég hefi reynt að „gæta bús og
barna“, sökkva mér niður í heimilisstörf-
in og umhyggjuna fyrir börnum mínum.
Ég hefi reynt að bæja burtu hugsunum
um Evrópu og stríðið, en ég hefi ekki get-
að það. Þær hafa fylgt mér í rúmið á
kvöldin og á föetur á morgnana. Þær fylgja
mér, þegar ég fer með drenginn minn í
skóla á morgnana, þegar gullrauð blöð
teygja sig upp úr haustþokunni á móti
þverrandi sólaryl síðsumarsins. „Hvílík
fegurð,“ hugsa ég, „en í Evrópu heyja þeir
stríð.“ Sömu hugsanirnar ásækja mig,
þegar ég sit með litla strákinn minn á
svölunum, og hann bendir mér á flugvél,
sem klýfur blátært loftið. „I Evrópu varpa
þær sprengjum," hugsa ég. Flugvélin, sem
enn er svo mikið undur fyrir mér, að ég
get ekki látið eina þeirra fara fram hjá
mér án þess að líta upp, jafnvel ekki heyrt
í flugvél í fjarska, án þess að blessa hana
í hjarta mínu — er ekki lengur ímynd hins
fegursta, ímynd vonarinnar. Hún er orðin
tákn þess, sem er hræðilegast af öllu, tákn
óttans.
Ef til vill er það einungis vegna þess,
að ég hefi lifað hamingjusömustu hjóna-
bandsár mín í Englandi og Frakklandi, að
tilfinningar mínar eru þannig. Ef til vill er
það, af því að ég á vini þar og er að hugsa
um þjáningar þeirra. Ef til vill af því að
ég hefi lært að meta það líf og þær hugs-
anir, sem þróast og líta á það sem eins
konar andlegt og vitsmunalegt heimili
mitt. En ég veit, að mörgu fólki, bæði kon-
um og körlum, sem ekki þekkja þessi
tengsl, er líkt innanbrjósts og mér í þessu
efni.
Ég skrifa því þetta, ekki einungis vegna
þess, að mér liggi það svo þungt á hjarta,
heldur einnig vegna þess, að ég er sann-
færð um, að margir aðrir hér í Ameríku
eru mér samdóma. Og í þeirri von, að ég
nái til þessa fólks, geti túlkað því mínar
skoðanir, og þá um leið ef til vill eitthvað
af þess eigin skoðunum, kveð ég mér
hljóðs. Orð mín eru bæn fyrir friði, bæn
fyrir umburðarlyndri, staðfastri, skynsam-
legri og víðsýnni afstöðu til friðarins.
Það mætti kannske segja, að allt friðar-
tal sé harla tilgangslítið nú, þegar síðasta
tækifærið til að bjarga við friðnum virðist
vera óumflýjanlega glatað. En úr því að
[ Vitið pér pað?
i 1. Hvenær réðust í>jóðverjar á Holland i
i og Belgíu og hvenær gáfust þau lönd =
I upp? |
i 2. 1 hvaða landi er Alcazar-virkið ?
i 3. Er Dóná lengri eða styttri en Níl?
i 4. Hver hefir skrifað leikritið „Brúðu- jj
i heimilið"? =
1 5. Hvaða heimsálfa er mannflest?
i 6. 1 hvaða landi er myntin „drachme" i
| notuð ? i
i 7. Hvemig er bakborðs-siglingarljósið á =
I skipum á litinn? i
i 8. Hvert Norðurlandanna hefir tiltölulega i
i flesta bíla?
| 9. Hver er sjöundi landskjörinn þingmað- i
| ur ? f
= 10. Hvað þýðir „adagio" í músikmáli?
i Sjá svör á bls. 14. i
*l|lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllHllllllll^
þessi styrjöld er hafin, og úr því að enda-
lok hennar, eins og allra annara styrjalda,
hljóta að verða friður, höfum við fullan
rétt til að hugsa um þann frið og gera
okkar tillögur um hann. Því að jafnvel
hér í Ameríku mun sá friður, engu síður
en styrjöldin, hafa djúptæk áhrif. Við höf-
um rétt til að vona, að árangur þessarar
styrjaldar verði farsælli en annarra þeirra
styrjalda, sem háðar hafa verið í þágu
friðarins. Okkur ber réttur — og ef til vill
skylda — til að íhuga, hvers konar friður
sé líklegur til að bera farsælan árangur,
og hvernig við getum flýtt fyrir honum.
Á herðum Bandaríkjaþjóðar hvílir mikil
ábyrgð, af því að hún hefir mikið vald.
Öll Evrópa horfir á okkur og hlustar á
okkur. Hvernig haldið þér að látið hafi í
eyrum þjóðanna hin umegin Atlantshafs-
ins, hin tryllingslegu hróp, sem hér hafa
sífelt kveðið við í blöðum, útvarpi og ræð-
um? Það hefir hljómað eins og allsherjar
hróp um meiri fréttir, meira stríð, meiri
aðgerðir og fleiri árásir af hálfu Banda-
manna. Finnst yður hún skemmtileg þessi
mynd af okkur Ameríkumönnum, sitjandi
öruggir á pöllunum eins og áhorfendur að
rómverskum skilmingum, hrópandi á meira
blóð — meira franskt og enskt blóð —
án þess að láta okkur til hugar koma að
úthella okkar eigin blóði? Eða finnst yður
það — eins og mér — fyrirlitlegt og sið-
laust athæfi?
Úr því að við ætlum okkur ekki að ger-
þá ekki að lofa Bandamönnum að reka
það eins og þeir telja bezt, án yfirlætis-
legrar gagnrýni og í djúpri auðmýkt? I
djúpri auðmýkt, vegna þess að þeir bera
þjáningarnar en við ekki, og einnig vegna
þess að við getum ekki talið okkur alger-
lega saklausa af þeim mistökum, sem leitt
hafa til þessara hörmunga.
Við getum vissulega nú horft til baka
og furðað okkur á því að Bandamenn
skyldu ekki bjóða Þjóðverjum réttlátan
frið 1918 — eða þá kúga þá hreinlega. Að
þeir skyldu ekki styðja lýðræðið í Þýzka-
landi í baráttu sinni, eða þá að kæfa eim
ræðið í fæðingunni.
En hafi Evrópa valdið okkur vonbrigð-
um, þá höfum við ekki síður valdið henni
sárum vonbrigðum. Við gáfum þeim
drauminn um „alheimsfrið“ og „sameigin-
legt öryggi“, en neituðum þeim um stuðn-
ing til að gera drauminn að veruleika.
Og þessi auðmýkt ætti að hvetja okkur
til aukinnar ábyrgðartilfinningar. Hún ætti
að hvetja okkur til að íhuga, að hver
tímamót og hvert hlé, sem verða kann á
þessari deilu, hvort við gætum ekki beitt
hinu gífurlega áhrifavaldi okkar til efl-
ingar friði í stað ófriðar.
Afstaða okkar gæti haft mikil áhrif í
heiminum. Hún gæti stytt stríðið úr þrem
árum í eitt, úr tíu árum í fimm, eða úr
þrjátíu árum í tíu. Hún gæti jafnvel bundið
enda á stríð, sem naumast er enn hafið.
Óskin eftir skjótum enda á þessari deilu
er ekki, eins og margir virðast halda,
sprottin af löngun til að styðja ofbeldið